Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 312. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 598  —  312. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um Keflavíkurflugvöll, aðgengi og atvinnuuppbyggingu.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Stendur til að endurskilgreina Keflavíkurflugvöll í ljósi aðgengis að honum? Ef svo er, hvenær má vænta þess?
     2.      Er ætlunin að fjarlægja svokallað Silfurhlið sem hamlar eðlilegri atvinnuuppbyggingu við Keflavíkurflugvöll? Ef svo er, hvenær verður það gert?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Keflavíkurflugvöllur er skilgreindur sem haftasvæði, þ.e. allir sem um hann fara lúta vopnaleit og þurfa strangar aðgönguheimildir. Nánast útilokað er að halda slíku eftirliti uppi og núverandi skilgreining virðist hamla eðlilegri atvinnuuppbyggingu á svæði sem annars ætti að vera eftirsótt. Bent hefur verið á hliðstæður erlendis þar sem aðeins svæði umhverfis aðalflugstöð er skilgreint sem haftasvæði en annars staðar þarf ekki jafnstrangar aðgangshindranir.