Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 368. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 677 —  368. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um afstöðu þingmanna við atkvæðagreiðslu á Alþingi 16. júlí 2009 um umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.


     1.      Hvaða atkvæðaskýringar, yfirlýsingar eða önnur gögn búa að baki þeim staðhæfingum sem fram hafa komið hjá ráðherra um að leiða megi að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir ályktun Alþingis 16. júlí 2009 um umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu heldur hafi hún verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna?
     2.      Ef ekki var meirihlutavilji á Alþingi 16. júlí 2009 fyrir ályktun þingsins um umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu samkvæmt þeim gögnum sem ráðherra hefur, hver var þá hinn eiginlegi meiri hluti og hvernig var hann skipaður? Óskað er eftir sundurgreindu yfirliti um afstöðu einstakra þingmanna sem ráðherra telur hafa greitt atkvæði með öðrum hætti en afstaða þeirra í atkvæðagreiðslunni sagði til um.


Skriflegt svar óskast.