Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 298. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 687  —  298. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um kostnað við störf sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins af starfi sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum sem ráðherra skipaði í samræmi við 6. tölul. þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, nr. 1/142?

    Kostnaður sem skráður hefur verið á sérfræðingahóp um afnám verðtryggingar hinn 20. febrúar sl. nemur samtals 4.018.910 kr. og skiptist þannig að utanaðkomandi sérfræðikostnaður við gerð viðauka við skýrsluna var 2.223.910 kr. og vinna nefndarmanna 1.795.000 kr. Þessu til viðbótar á eftir að koma utanaðkomandi sérfræðikostnaður sem áætlaður er um 800.000 kr. Ekki liggja hins vegar á þessu stigi fyrir upplýsingar um viðbótarkostnað vegna vinnu nefndarmanna.