Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 393. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 720  —  393. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um ríkisborgararétt erlendra maka.


Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hvaða skilyrði þarf erlendur maki Íslendings að uppfylla til að fá íslenskan ríkisborgararétt ef parið býr að staðaldri erlendis, t.d. við nám eða störf?
     2.      Hvaða skilyrði þarf að uppfylla í sambærilegum tilvikum þegar erlendur maki ríkisborgara með sænskt, danskt, þýskt, breskt, franskt, hollenskt, belgískt, ítalskt eða spánskt ríkisfang sækir um ríkisborgararétt?


Skriflegt svar óskast.