Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 406. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1038  —  406. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni um uppsagnir
starfsmanna ráðuneytisins og starfslið ráðherra.


     1.      Hve mörgum starfsmönnum ráðuneytisins hefur verið, eða verður, sagt upp störfum vegna sérstakrar 5% niðurskurðarkröfu sem lögð var á aðalskrifstofur ráðuneyta í fjárlögum? Svarið óskast sundurliðað eftir skrifstofum ráðuneytisins og starfsheitum og að greint sé frá í hve miklum mæli um uppsagnir eða lækkun starfshlutfalls er að ræða.
    Í heild var starfsmönnum sagt upp í sem svarar 3,7 stöðugildum í ráðuneytinu. Skiptingin var eftirfarandi eftir skrifstofum og starfsheitum:
          Skrifstofa fjármála og rekstrar: 1 stöðugildi. Skrifstofumaður í 100% starfi.
          Skrifstofa mannréttinda og sveitarfélaga: 1,4 stöðugildi. Sérfræðingur í 100% starfi og tveir sérfræðingar, hvor í 20% starfi.
          Skrifstofa stefnumótunar og þróunar: 1,3 stöðugildi. Skrifstofumaður í 100% starfi og sérfræðingur í 30% starfi.
    Eins náðist samkomulag við starfsmann á skrifstofu stefnumótunar og þróunar um að fara í 50% starf og starfsmann á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu um að fara í 80% starf. Að öðru leyti var vinnuálagi jafnað á milli skrifstofa ráðuneytisins með flutningi verkefna á milli þeirra.

     2.      Hve marga aðstoðarmenn, ráðgjafa eða starfsmenn í sérverkefni í fullu starfi eða hlutastarfi eða sem verktaka hefur ráðherra ráðið frá stjórnarskiptum?
    Ráðherra hefur ráðið til starfa tvo aðstoðarmenn eins og lög um stjórnarráðið gera ráð fyrir.