Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 268. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 18/143.

Þingskjal 1076  —  268. mál.


Þingsályktun

um aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa nefnd sérfræðinga í málvísindum og upplýsingatækni sem geri áætlun um aðgerðir er miði að því að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Áætlunin feli í sér tímasett yfirlit um aðgerðir og áfanga, kostnaðarmat og fjármögnun. Nefndin leggi áætlun sína fram í síðasta lagi 1. september 2014.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2014.