Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1103  —  485. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána.

Frá Árna Páli Árnasyni.


     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samkvæmt lögum þessum“ í 2. mgr. komi: skv. 1. mgr.
                  b.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Leiðrétting samkvæmt lögum þessum tekur einnig til verðtryggðra fasteignaveðlána sem veitt voru húsnæðissamvinnufélögum samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög, og leigufélögum sem samkvæmt lögum eða samþykktum starfa ekki á grundvelli hagnaðarsjónarmiða.
                  c.      Í stað orðanna „þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög“ í 3. mgr. komi: sbr. þó 3. mgr.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Leiðréttingarfjárhæð skerðist hlutfallslega fari tekjur skv. 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, að teknu tilliti til heimils frádráttar skv. 30. gr. sömu laga, fram úr heildarlaunum miðja vegu milli 80% og 90% tíundarstuðla heildarlauna allra fullvinnandi launamanna 2013 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hjá einstaklingi og einum og hálfum heildarlaunum hjá hjónum eða sambýlisfólki sem uppfyllir skilyrði til samsköttunar í árslok 2013 uns leiðréttingarfjárhæðin fellur niður nemi tekjurnar heildarlaunum miðja vegu milli 90% og 100% sömu tíundarstuðla eða einum og hálfum þeim heildarlaunum í tilviki hjóna eða sambýlisfólks.
     2.      Við 7. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Leiðrétting húsnæðissamvinnufélaga samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög, og leigufélaga sem samkvæmt lögum eða samþykktum starfa ekki á grundvelli hagnaðarsjónarmiða skal nema 4 millj. kr. á hverja íbúð sem lán er tryggt með veði í, þó aldrei meira en nemur eftirstöðvum lánsins.
     3.      Við 8. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Þá skal draga frá skerðingu skv. 5. mgr. 3. gr.
     4.      Á eftir 9. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
            

Eignamörk.


                      Leiðréttingarfjárhæð skerðist hlutfallslega fari eignir skv. 72. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr. sömu laga, fram úr 10.000.000 kr. hjá einstaklingi og 15.000.000 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki sem uppfyllir skilyrði til samsköttunar í árslok 2013 uns hún fellur niður við tvöfalda þá fjárhæð.
     5.      Í stað orðanna „skv. 9. gr.“ í 2. mgr. 10. gr. komi: skv. 9. gr., sbr. 10. gr.
     6.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Eigi síðar en 1. október 2014 skal ráðherra leggja fram á Alþingi lagafrumvarp þar sem kveðið verði á um leiðréttingu námslána á tímabilinu 1. janúar 2008 – 31. desember 2009. Lagt skal upp með að leiðréttingin verði sambærileg leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána samkvæmt lögum þessum.

Greinargerð.

    Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána:
          Að niðurfellingarnar nái til fólks í lokuðum leigufélögum og til búseturéttarhafa.
          Að eignatengja niðurfellingarnar, þær verði eins og eignatengingar sérstakra vaxtabóta, hefjist við hreina eign umfram 10 millj. kr. í tilviki einstaklings og 15 millj. kr. í tilviki para í sambúð og ljúki við tvöfalda þá fjárhæð, þannig að pör í sambúð fái ekki niðurfellingar ef hrein eign þeirra er meiri en 30 millj. kr.
          Að tekjutengja niðurfellingarnar, þannig að fólk með hærri laun en 95% Íslendinga fái engar niðurfellingar og að skerðingarnar hefjist við 85% mörkin. Miðað skal við upplýsingar um heildarlaun sem Hagstofan safnar.
          Að lokum er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að leggja fram frumvarp næsta haust um niðurfellingu námslána.