Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 489. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1152  —  489. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um nefnd um löggjöf á sviði sjávarspendýra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað líður vinnu nefndar sem var skipuð 20. nóvember 2012 til að yfirfara núgildandi löggjöf á sviði sjávarspendýra og setja fram tillögur að stefnumörkun?
    
    Hinn 20. nóvember 2012 var skipuð nefnd til að yfirfara núgildandi löggjöf á sviði sjávarspendýra og að setja fram tillögur að stefnumörkun. Nefndin átti sérstaklega að fjalla um griðasvæði hvala og dýraverndarsjónarmið. Þá átti nefndin einnig að fara yfir efnahagslega þýðingu veiðanna og stöðu ímyndarmála tengdum hvalveiðum og möguleg áhrif þeirra á aðrar atvinnugreinar. Meiri hluti fulltrúa í nefndinni skilaði af sér, að beiðni ráðuneytisins, áliti um stækkun griðasvæða vegna hvalaskoðunar í Faxaflóa fyrir um ári, en fulltrúar veiðihagsmuna í nefndinni voru því áliti andsnúnir.
    Nefndin hefur alls fundað átta sinnum og var síðasti fundur hennar 13. maí 2013. Nefndin hefur ekki skilað lokaskýrslu og er vinna hennar því í biðstöðu.