Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 588. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1251  —  588. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um niðurrif aflagðra varnargirðinga.


     1.      Hver hefur eftirlit með útboði á niðurrifi aflagðra varnargirðinga vegna sauðfjársjúkdóma?
    Ríkiskaup hafa eftirlit með útboði á niðurrifi aflagðra varnargirðinga.

     2.      Hver hefur eftirlit með að sá sem hefur best í útboði sinni verkefninu?
    Matvælastofnun hefur eftirlit með því að verkið sé unnið í samræmi við skilmála útboðs.

     3.      Hve langan tíma fær viðkomandi til verksins og hvernig er hægt að taka á því ef hann sinnir því ekki?
    Framkvæmdatími er skilgreindur í hverju útboði sem og aðrar reglur sem gilda um útboðið, þar með talið févíti vegna dráttar og fleira.

     4.      Hve langur tími líður þar til verkið er boðið út aftur ef því er ekki sinnt?
    Það er ákvörðun hverju sinni og veltur á ýmsum þáttum, svo sem fjármagni.

     5.      Fær sá greitt fyrir fram sem fær verkið og ef svo er, þarf hann að endurgreiða upphæðina ef hann sinnir því ekki?

    Ekki er greitt fyrir fram fyrir svona verk.