Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 433  —  343. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um styttingu bótatímabils atvinnuleysistrygginga.


Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hversu margir er talið að missi atvinnuleysisbætur um næstu áramót við styttingu bótatímabils úr þremur árum í tvö og hálft ár?
     2.      Hverjir eru það sem missa bætur vegna styttingarinnar? Óskað er sundurliðunar eftir kyni, aldri og búsetusveitarfélagi.
     3.      Hvernig er fyrirhugað að aðstoða þennan hóp í atvinnuleit og framfærslu? Hversu miklu fjármagni verður varið til þess á næsta ári?
     4.      Verður hagræðingarkrafa ráðuneytisins lækkuð eða skorið niður á öðrum útgjaldaliðum, og þá hverjum, ef fyrirhugaður sparnaður vegna styttingar bótatímabils atvinnuleysistrygginga verður minni en 1.130 millj. kr. á árinu 2015, eins og nú stefnir í?
     5.      Hver er afstaða ráðherra til kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélögin fái sérstaka fjárveitingu til að mæta 500 millj. kr. kostnaðarauka þeirra vegna áformaðrar styttingar bótatímabils atvinnuleysistrygginga?
     6.      Hver er afstaða ráðherra til kröfu Samtaka atvinnulífsins um að lækka um 1.000 millj. kr. framlög í Atvinnuleysistryggingasjóð í stað þess að auka inneign sjóðsins hjá ríkissjóði?


Skriflegt svar óskast.