Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 497  —  371. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignaveðlána.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða?
     2.      Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum?
     3.      Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum?
     4.      Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007?
     5.      Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna?
     6.      Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna?
     7.      Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010?
     8.      Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010?
     9.      Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun?
     10.      Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu?
     11.      Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt?
     12.      Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil?
     13.      Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna?
     14.      Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir?
     15.      Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri?


Skriflegt svar óskast.