Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 584  —  134. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


    Fyrirspurnin hljóðar svo.
     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurliðað eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að framlagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?
     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?


    Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofun greiddi stofnunin eftirfarandi í félagsgjöld: árið 2007 19,9 millj. kr., árið 2008 20,6 millj. kr., árið 2009 19 millj. kr., árið 2010 18,1 millj. kr., árið 2011 19,4 millj. kr., árið 2012 19,5 millj. kr. og árið 2013 20 millj. kr. Sjá nánar í eftirfarandi töflu.
    Fangelsismálastofnun situr vikulega fundi hjá Vernd þar sem farið er yfir starfsemina. Jafnframt berast stofnuninni ársskýrslur með lykilupplýsingum á hverju ári.
    Vernd hefur endurskoðanda til að tryggja að rétt sé að hlutum staðið.
    Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara greiddi embættið eftirfarandi í félagsgjöld: 5.000 kr. árið 2009, árið 2010 76.400 kr., árið 2011 148.500 kr., árið 2012 174.500 kr. og árið 2013 170.300 kr. Sjá nánar í eftirfarandi töflu.
    Forstöðumaður og starfsmenn embættisins mæta á aðalfundi nefndra félaga. Í samþykktum félaganna eru ákvæði um skoðun eða endurskoðun.
     Í lögum og reglum nefndra félaga eru ákvæði um endurskoðun eða skoðun af félagslegum skoðunarmönnum.
    Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra greiddi stofnunin eftirfarandi í félagsgjöld: 149.500 kr. á árinu 2007, 155.000 kr. árið 2008, 127.500 kr. árið 2009, 167.500 kr. árið 2010, 128.500 kr. árið 2011, 158.100 kr. árið 2012 og árið 2013 168.900 kr. Sjá nánar í eftirfarandi töflu.
    Embætti ríkislögreglustjóra hefur með virkri þátttöku af félagsstarfi viðkomandi félaga fengið glögga mynd af starfi þeirra. Hjá öllum félaganna eru ákvæði um endurskoðun á reikningum, flestöll með ákvæði um að félagslegum skoðunarmönnum sé falin endurskoðun reikninga.
    Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi embættið eftirfarandi í félagsgjöld: árið 2007 135.000 kr., árið 2008 350.600 kr., árið 2009 277.300 kr., árið 2010 205.600 kr., árið 2011 109.914 kr., árið 2012 111.300 kr. og árið 2013 342.700 kr. Sjá nánar í eftirfarandi töflu.
    Starfsmenn embættisins hafa sótt aðalfundi félaganna fyrir hönd stofnunarinnar. Hjá flestum félögum eru ákvæði um endurskoðun.

2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Fangelsismálastofnun
Götusmiðjan ehf. 102.000 376.000 286.400 764.400
Krossgötur, sjálfseignarstofnun 158.710 158.710
SÁÁ sjúkrastofnanir 385.000 525.000 35.000 490.000 420.000 1.855.000
Sólheimar ses. 1.790.728 1.735.934 1.248.426 735.501 895.495 531.856 6.937.940
Styrktarfélag Samhjálpar 0 945.000 917.000 1.862.000
Vernd, fangahjálp 17.425.000 17.964.612 17.424.996 17.424.996 17.590.739 18.459.253 18.624.996 124.914.592
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 6.000 7.000 10.000 23.000
Dokkan slf. 43.900 43.900
Félag mannauðsstjóra ríkisins 10.000 10.000
Samtals 19.861.438 20.601.546 18.994.822 18.160.497 19.437.234 19.488.109 20.025.896 136.569.542
Embætti sérstaks saksóknara
Ákærendafélag Íslands 5.000 50.000 120.000 145.000 135.000 455.000
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 6.000 7.000 10.000 23.000
Sýslumannafélag Íslands 22.500 22.500 22.500 25.300 92.800
Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík 3.890 3.890
Lögreglustjórafélag Íslands 0
Félag um innri endurskoðun 0
Samtals 5.000 76.390 148.500 174.500 170.300 574.690
Ríkislögreglustjóri
Ákærendafélag Ísland 25.000 10.000 30.000 5.000 70.000
Félag forstöðumanna 4.500 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 37.500
LÍSA, samtök 85.000 90.000 90.000 90.000 95.000 105.000 110.000 665.000
Lögreglustjórafélag 60.000 40.000 20.000 120.000
Skýrslutæknifélag Íslands 23.600 23.600 47.200
Sýslumannafélag Íslands 22.500 22.500 22.500 22.500 25.300 115.300
Samtals 149.500 155.000 127.500 167.500 128.500 158.100 168.900 1.055.000
Félagsgjöld 67.500 175.300 138.650 102.800 54.957 55.650 171.350 766.207
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 0 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 33.000
Félag mannauðsstjóra ríkisins 10.000 10.000
Félag um innri endurskoðun 7.500 12.500 12.250 15.300 26.457 26.150 27.150 127.307
Stjórnvísi 98.900 98.900 197.800
Sýslumannafélag Íslands 2.800 22.500 22.500 22.500 22.500 25.300 118.100
Lögreglustjórafélag Íslands 60.000 60.000 60.000 180.000
Ákærendafélag Íslands 100.000 100.000
135.000 350.600 277.300 205.600 109.914 111.300 342.700 1.532.414