Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 705  —  458. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbótakerfi.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hvað líður vinnu við gerð frumvarps um sameiningu vaxtabóta og húsaleigubóta í eitt húsnæðisbótakerfi og hvenær má ætla að frumvarpið verði lagt fram til umfjöllunar og afgreiðslu?
     2.      Mun boðað frumvarp byggjast á sömu eða sambærilegum tillögum og starfshópur um húsnæðisbætur setti fram í maí 2012 sem grunnútfærslu að nýju húsnæðisbótakerfi óháð búsetuformi?
     3.      Hvað breytingar eru fyrirhugaðar á tekjuskerðingarmörkum núverandi húsaleigubóta til að undirbúa og skapa grundvöll fyrir upptöku nýs húsaleigubótakerfis?
     4.      Hvaða tillögur og tímasetningar liggja fyrir um aðlögunarferli að upptöku húsnæðisbótakerfis sem verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála lagði til á sl. vori að yrði hafið hið fyrsta?


Skriflegt svar óskast.