Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1199  —  716. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um augasteinsaðgerðir.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig hafa biðlistar eftir augasteinsaðgerðum þróast undanfarin tvö ár með tilliti til fjölda og biðtíma og hve margir einstaklingar eru nú á biðlista eftir slíkum aðgerðum?
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa undanfarin tvö ár greitt augasteinsaðgerðir sínar að fullu úr eigin vasa, hversu margir að hluta og hversu margir hafa fengið þær gerðar fyrir fé úr sam­eigin­legum sjóði landsmanna? Óskað er eftir sundurliðun og nákvæmu yfirliti yfir skiptingu kostnaðar.
     3.      Hversu hár er að meðaltali kostn­aður við augasteinsaðgerðir sem gerðar eru fyrir ríkisfé og hversu margar slíkar aðgerðir hafa verið gerðar undanfarin tvö ár?
     4.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða, og þá hverra, til að bæta aðgengi að augasteinsaðgerðum sem greiddar eru úr sam­eigin­legum sjóði landsmanna?


Skriflegt svar óskast.