Ferill 536. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1204  —  536. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Erni Ágústssyni
um launaþróun starfsmanna ríkisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur verið þróun þeirra launa ríkisstarfsmanna sem kjararáð ákveður í samræmi við 1. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2006, um kjararáð, frá því lögin tóku gildi?
     2.      Hver hefur launaþróun annarra starfsmanna ríkisins verið á sama tíma, flokkað eftir stéttarfélögum?


    Til hægðarauka er spurningunum svarað í einu lagi og eins er flokkun launaþróunar brotin niður eftir bandalögum en ekki einstökum stéttarfélögum þar sem launaþróun þeirra innan hvors bandalags er álíka. Launaþróun þeirra ríkisstarfsmanna sem kjararáð ákveður, Bandalags háskólamanna (BHM) og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og þróun launavísitölu Hagstofu Íslands (LVT) frá júlí 2006 til júlí 2014 má sjá í töflu. Samanburð á launaþróun þessara hópa og launavísitölu á sama tímabili má sjá í línuriti.

Launaþróun þeirra ríkisstarfsmanna sem falla undir ákvörðunarvald
kjararáðs, BHM, BSRB og þróun launavísitölu.

Vísitala
Júlí Kjararáð – ríkisstarfsmenn
skv. l. nr. 47/2006
BHM BSRB Launavísitala
2006 100,0 100,0 100,0 100,0
2007 112,8 108,5 110,1 108,3
2008 118,1 122,5 122,5 118,1
2009 112,0 122,9 120,5 121,2
2010 111,6 121,4 122,6 128,5
2011 115,7 129,2 132,9 138,5
2012 137,6 137,2 139,8 146,8
2013 142,0 143,8 148,5 154,9
2014 144,6 154,8 156,8 164,1

Launaþróun ríkisstarfsmanna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.