Ferill 649. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1230  —  649. mál.




Svar


um­hverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Á. Andersen
um losun gróðurhúsaloftteg­unda.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig skiptist losun gróðurhúsaloftteg­unda á Íslandi á eftirfarandi geira á árinu 2012, eða síðar ef nýrri upplýsingar liggja fyrir, að teknu tilliti til nýjasta mats á losun gróðurhúsaloftteg­unda frá framræstu landi miðað við losunarstuðla í nýjum leiðbeiningum IPCC, sbr. svar ráðherra í 317. máli:
     a.      rafmagn og hita,
     b.      umferð fólksbíla,
     c.      aðrar sam­göngur en með fólksbílum,
     d.      sjávarútveg,
     e.      iðnað/efnanotkun,
     f.      landbúnað,
     g.      úrgang,
     h.      framræst land,
     i.      aðra geira, ef um þá er að ræða?
    Spurt er um magnlosun (tonn CO2-ígildi) og hlutfallslega (%) losun gróðurhúsaloftteg­unda.


    Um­hverfisstofnun sér um bókhald varðandi losun gróðurhúsaloftteg­unda á Íslandi og er svarið byggt á upplýsingum frá stofnuninni. Losun gróðurhúsaloftteg­unda á Íslandi var eftirfarandi árið 2012 samkvæmt þeim flokkum sem tilgreindir eru í fyrirspurninni:

Losun gróðurhúsaloftteg­unda árið 2012.

Geiri Losun (þúsund tonn CO2 ígildi) Hlutfall (%)
Rafmagn og hiti 7,36 0,2
Umferð fólksbíla 586,4 12,8
Aðrar sam­göngur en með fólksbílum 231,6 5,0
Sjávarút­vegur 490 10,7
Iðnaður/efnanotkun 1.889 41,0
Landbúnaður 678 14,7
Úrgangur 183 4,0
Framræst land 533,2 11,6
Heildarlosun 4.598,56 100