Ferill 736. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1255  —  736. mál.




Skýrsla



meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti og embættisskyldur innanríkisráðherra (Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen).


    Meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lítur svo á að máli fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var 22. janúar 2015. Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrum aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi.