Ferill 427. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1280  —  427. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn
til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Frá meiri hluta um­hverfis- og sam­göngunefndar (HöskÞ, HE, BÁ, ElH, GJÞ).


1.      Í stað orðanna „og sögu“ í 2. tölul. 2. mgr. 2. gr. komi: eða sögu.
2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „leggur ráðherra fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: vinnur ráðherra.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Áður en þriggja ára verkefnaáætlun tekur gildi skal hún kynnt fyrir um­hverfis- og sam­göngunefnd Alþingis.
3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað 2. og 3. málsl. 1. mgr. komi einn nýr málsliður, svohljóðandi: Einn stjórnarmaður er tilnefndur af þeim ráðherra er fer með ferðamál, einn af þeim ráðherra er fer með þjóðlendumál og menningarminjamál, einn af Sambandi íslenskra ­sveitarfélaga, einn af Um­hverfisstofnun og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður verkefnisstjórnarinnar.
                  b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Verkefnisstjórn skal við undirbúning tillagna að stefnumarkandi tólf ára áætlun og þriggja ára verkefnaáætlun afla tillagna og leita eftir faglegri aðstoð hjá þeim opinberu stofnunum sem hafa umsjón með ferðamannaleiðum, ferðamannastöðum og ferðamannasvæðum sem eiga aðild að áætlununum, sbr. 8. gr.
4.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

             Ráðgjafarnefnd um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára.

                 Ráðherra skipar til þriggja ára í senn ráðgjafarnefnd um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára. Einn fulltrúi er tilnefndur af Minjastofnun, einn af Náttúrufræðistofnun, einn af Ferðamálastofu, einn af Sambandi íslenskra ­sveitarfélaga, einn af Samtökum ferðaþjónustunnar, einn af Landssamtökum landeigenda, einn af ferðamálasamtökum, einn af útivistarfélögum, einn af náttúruverndarsamtökum og einn af háskólasamfélaginu. Sömu aðilar tilnefna jafnmarga varamenn sem eru skipaðir með sama hætti.
                 Ráðgjafarnefnd er verkefnisstjórn til ráðgjafar og samráðs við undirbúning stefnumarkandi landsáætlunar til tólf ára.
5.      Við 6. gr.
                  a.      1. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „kynningarferli“ í síðari málslið 2. mgr. komi: og að loknu um­hverfismati í samræmi við lög um um­hverfismat áætlana.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Samráð.
6.      Á eftir orðinu „skulu“ í síðari málslið 7. gr. komi: að fengnu samþykki landeigenda.
7.      9. gr. orðist svo:
                 Stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára tekur gildi þegar Alþingi hefur samþykkt hana sem þingsályktun. Þriggja ára verkefnaáætlun tekur gildi við undirskrift ráðherra.
8.      Síðari málsliður ákvæðis til bráðabirgða I falli brott.