Ferill 745. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1291  —  745. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um fatlaða nemendur í fram­haldsskólum.


Frá Páli Val Björnssyni.



     1.      Liggja fyrir tölulegar upplýsingar um það hve margir nemendur, sem skilgreindir eru með skerðingar í grunnskóla, ljúka fram­haldsskólanámi samanborið við aðra nemendur?
     2.      Hvernig hefur því fjármagni sem úthlutað er til fram­haldsskóla verið skipt milli fatlaðra nemenda á starfs­brautum og fatlaðra nemenda sem sækja nám á öðrum brautum en starfs­brautum, t.d. bóknáms­brautum?
     3.      Á grundvelli hvaða þátta er sérstöku fjármagni vegna fatlaðra nemenda úthlutað fram­haldsskólum?
     4.      Hvað hefur verið gert til þess að stuðla að samfellu í þjónustu við fatlaða fram­haldsskólanemendur sem þurfa mikla persónulega aðstoð á skólatíma?
     5.      Hefur hafist formlegt samtal um samvinnu ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að kostnaðarþátttöku ríkisins í NPA-samningum fram­haldsskólanema á skólatíma?


Skriflegt svar óskast.