Ferill 795. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1414  —  795. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kynbundinn launamun
á meðal starfsmanna ríkisins og fyrirtækja í opinberri eigu.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


1.      Hvert er fyrirkomulag eftirlits með því að ákvæði um launajafnrétti í 19. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sé virt gagnvart starfsfólki Stjórnarráðsins, ríkisstofnana og fyrirtækja í opinberri eigu?
2.      Til hvaða aðgerða er gripið til að uppræta kynbundinn launamun hjá framangreindum aðilum komi hann í ljós?
3.      Eru til staðar úrræði ef ráðuneytisstjórar, forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar fyrirtækja í opinberri eigu grípa ekki til aðgerða gegn launamisrétti á grundvelli kyns og hefur slíkum úrræðum verið beitt í framkvæmd?


Skriflegt svar óskast.