Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 94  —  94. mál.
Leiðrétt tilvísun.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um aukatekjur presta þjóðkirkjunnar.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hvernig hefur þóknun fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar, sbr. gildandi gjaldskrá í 2. gr. reglugerðar nr. 729/2014, þróast undanfarin 10 ár?
     2.      Hversu miklar hafa tekjur presta verið vegna þóknunar fyrir aukaverk á fyrrgreindu 10 ára tímabili? Óskað er sundurliðunar eftir prófastsdæmum, árum, tegund athafna og fjölda athafna.
     3.      Hvaða eftirlit hefur ráðuneytið eða yfirstjórn kirkjunnar með þeim greiðslum sem prestar þiggja fyrir aukaverk sín?
     4.      Er ráðuneytinu kunnugt um að prestar hafi tekið þóknun fyrir aukaverk umfram það sem greinir í reglugerð nr. 729/2014? Sé svo, til hvaða ráðstafana hefur ráðuneytið eða yfirstjórn kirkjunnar gripið og hvað hefur verið gert til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki?
     5.      Er ráðuneytinu kunnugt um að misbrestur hafi orðið á að prestar gefi greiðslur vegna aukaverka og tekjur af kirkjujörðum upp til skatts? Sé svo, til hvaða ráðstafana hefur ráðuneytið eða yfirstjórn kirkjunnar gripið og hvað hefur verið gert til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki?


Skriflegt svar óskast.