Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 176  —  173. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samþjöppun aflaheimilda og veiðigjald.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvernig hefur aflahlutdeild stærstu útgerðanna þróast frá árinu 2010, þ.e.:
                  a.      þeirrar útgerðar sem nú er stærst,
                  b.      fimm stærstu útgerðanna samtals,
                  c.      tíu stærstu útgerðanna samtals,
                  d.      20 stærstu útgerðanna samtals?
     2.      Hverjar yrðu tekjur ríkissjóðs ef sett yrði þrepaskipt stærðarálag á veiðigjaldið og það hækkaði um 10 prósentustig við hver 3.000 tonn þorskígildis þannig að ekkert álag yrði greitt fyrir fyrstu 3.000 þúsund þorskígildin, og þær útgerðir greiddu því veiðigjald samkvæmt gildandi lögum, en 100% álag, þ.e. tvöfalt veiðigjald, yrði greitt fyrir 30.000 þorskígildi og allt þar fyrir ofan?
     3.      Hver var afsláttur á veiðigjaldi til smærri útgerða fiskveiðiárið 2014/2015? Hve mikið væri hægt að hækka afslætti til smærri útgerða með tekjuauka af þrepaskiptu aflamarki, sbr. 2. tölul., ríkissjóði að skaðlausu.
     4.      Hversu hátt var veiðigjald sem hlutfall af meðalverði aflamarks í viðskiptum á milli útgerða á fiskveiðiárinu 2014/2015 og hvernig hefði það verið með sambærilegri þrepaskiptingu og lýst er í 2. tölul.?
     5.      Hver var verðþróun aflamarks á markaði frá 1. janúar 2014 til 1. september 2015?
     6.      Telur ráðherra að samþjöppun aflaheimilda sé áhyggjuefni og ef svo er, til hvaða aðgerða telur ráðherra best að grípa til að sporna gegn henni?


Skriflegt svar óskast.