Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 323  —  294. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skuldauppgjör einstaklinga, félaga
og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins.

Frá Jóni Gunnarssyni.


     1.      Hvaða skriflegu reglur voru til innan fjármálastofnana í meirihlutaeigu ríkisins um hvernig staðið skyldi að skuldauppgjöri og afskriftum lána til félaga, fyrirtækja og einstaklinga á árunum 2009–2013? Óskað er eftir því að ráðherra leggi fram hinar skriflegu reglur.
     2.      Var vikið frá skriflegum reglum fjármálastofnana á framangreindu tímabili? Ef svo er, í hvaða tilvikum og hvaða ástæður lágu þar að baki?
     3.      Hvernig var staðið að setningu reglna varðandi skuldauppgjör? Voru þær reglur settar í samráði og samstarfi við Bankasýslu ríkisins, Fjármálaeftirlitið eða aðra fulltrúa stjórnvalda? Hafði einhver eftirlit með framkvæmd reglnanna?
     4.      Hvernig var tryggt að jafnræðisreglu væri fylgt þannig að allir skuldarar nytu jafnræðis og sanngirni við uppgjör skulda sinna, hvort heldur með beinum afskriftum, lengingu lána eða með öðrum hætti?
     5.      Nutu skuldarar jafnræðis við uppgjör skulda sinna við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins á framangreindu tímabili? Ef ekki, með hvaða hætti birtist slíkt ójafnræði við skuldauppgjör þeirra á framangreindu tímabili?
     6.      Telur ráðherra að reglur og vinnubrögð fjármálastofnana við skuldauppgjör einstaklinga, fyrirtækja og félaga hafi verið í samræmi við ákvæði þágildandi laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins?
     7.      Giltu ákvæði þágildandi laga nr. 107/2009 um alla skuldara eða einungis þá sem ekki gátu að fullu staðið við skuldbindingar sínar við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins á framangreindu tímabili?
     8.      Telur ráðherra að efnislegar ástæður og réttlætisrök séu fyrir því að gerð verði sérstök úttekt á vinnubrögðum fjármálastofnana í meirihlutaeigu ríkisins varðandi skuldauppgjör einstaklinga, fyrirtækja og félaga á árunum 2009–2013?
    

Skriflegt svar óskast.