Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 330  —  298. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað við sérstakan gjaldmiðil.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.


     1.      Hver er áætlaður árlegur kostnaður samfélagsins við að halda úti sérstökum gjaldmiðli, hvernig verður sá kostnaður til og hvernig skiptist hann á milli einstakra sviða samfélagsins?
     2.      Hver er ávinningur samfélagsins af upptöku alþjóðlegrar myntar á borð við evru?
     3.      Hver er áætlaður beinn árlegur vaxtakostnaður íslenskra heimila annars vegar og fyrirtækja hins vegar vegna íslensku krónunnar, samanborið við vaxtastig alþjóðlegra mynta á borð við evru?


Skriflegt svar óskast.