Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 437  —  240. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur
um Menningarborgarsjóð.


     1.      Hversu oft hefur verið úthlutað fé úr Menningarborgarsjóði og á hvaða tímabili?
    Fjórum sinnum árin 2001–2004.

     2.      Hvenær var síðast úthlutað úr sjóðnum og hvaða fjárhæð var þá til úthlutunar?
    Árið 2004 fór úthlutun fram í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, og var þá úthlutað 21,8 millj. kr.

     3.      Hefur sjóðurinn verið lagður formlega niður?
    Já. Reykjavík – menningarborg var tímabundið verkefni á vegum ríkis og borgar. Til Menningarborgarsjóðs var stofnað með samstarfssamningi milli þeirra árið 2001. Framlög sem runnu til sjóðsins voru fyrst og fremst tekjuafgangur vegna lokastyrks frá sjóðum Evrópusambandsins vegna íslenskra verkefna á menningarborgarárinu 2000 en að auki lögðu ríki og borg til framlög í sjóðinn til að styðja þrenns konar verkefni. Verkefni á landsbyggðinni, verkefni með og fyrir börn og ungt fólk og nýsköpunarverkefni. Stofnfé sjóðsins var uppurið árið 2004. Menntamálaráðherra og borgarstjóri samþykktu í september 2004 að tillögu sjóðsstjórnar að sjóðurinn yrði lagður niður og að eftirstöðvar, 600 þús. kr., rynnu til að stofna Eyrarrósina, viðurkenningu til framúrskarandi verkefna á landsbyggðinni.