Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 689  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Brynhildi Pétursdóttur og Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


Breyting
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 00-610 Umboðsmaður Alþingis
a. 1.01 Umboðsmaður Alþingis
14,7
b. Greitt úr ríkissjóði
14,7
2. Við 08-203 Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð
a. 2.01 Afturvirk hækkun bóta
541,5
b. Greitt úr ríkissjóði
541,5
3. Við 08-204 Lífeyristryggingar
a. 2.01 Afturvirk hækkun lífeyris og tekjutryggingar
4.763,5
b. Greitt úr ríkissjóði
1.089,3
c. Innheimt af ríkistekjum
3.674,2
4. Við 08-373 Landspítali
a. 1.01 Landspítali
1.390,0
b. 5.60 Viðhald
1.350,0
c. Greitt úr ríkissjóði
2.740,0


Greinargerð.

    Gerð er tillaga um afturvirka hækkun lífeyris og bóta svo að aldraðir og öryrkjar fái sambærilegar kjarabætur og fólk á vinnumarkaði.
    Einnig eru lagðar til hækkanir á framlagi til Landspítalans, bæði til rekstrar og viðhalds.
    Að auki er lagt til að umboðsmaður Alþingis fái 14,7 millj. kr. viðbótarframlag til frumkvæðisrannsókna, sbr. álit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 (417. mál).