Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 853  —  537. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisáætlun.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Er unnið að heilbrigðisáætlun fyrir Ísland? Ef svo er, hvenær er áætlað að þeirri vinnu ljúki og hvaða aðilar koma að henni?
     2.      Verða eftirfarandi atriði höfð í huga við gerð heilbrigðisáætlunar þegar metið er hvaða þjónustu á að veita á heilbrigðisstofnunum: aldursamsetning íbúa, íbúaþróun, staðsetning heilbrigðisstofnana fyrir sameiningar, fjarlægð og samgöngur milli staða, kostnaður við akstur með sjúklinga, kostnaður íbúa við að sækja þjónustu og staðsetning sjúkrabíla?
     3.      Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar þegar þjónustuþörf er metin?


Skriflegt svar óskast.