Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 856  —  539. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um umskurð á börnum.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Liggja fyrir upplýsingar um umskurð á börnum hér á landi og ef svo er, hversu margar slíkar aðgerðir hafa verið gerðar undanfarinn áratug? Aldur barna og kyn óskast tilgreint í svarinu og hvort aðgerðirnar hafi verið framkvæmdar af heilsufarsástæðum eða trúar- eða félagslegum ástæðum.
     2.      Hver er stefna stjórnvalda varðandi það hvort umskurður barna vegna trúarlegra eða félagslegra ástæðna skuli leyfður eða bannaður? Kemur til greina að setja um slíkt reglur á borð við „Vejledning om omskæring af drenge“ sem í gildi eru í Danmörku?
     3.      Eru í gildi starfsreglur eða leiðbeiningar til starfsfólks mennta- og heilbrigðisstofnana og eftir atvikum annarra aðila sem sinna börnum um viðbrögð við vitneskju um ólögmætan umskurð barna og hvað fela þær þá í sér?
     4.      Hafa stjórnvöld á einhvern hátt brugðist við tilmælum Norðurlandaráðs nr. 35/2008 um alþjóðlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir limlestingu á kynfærum?


Skriflegt svar óskast.