Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 868  —  484. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni
um úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar kærur hefur úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála fengið til meðferðar frá upphafi og hversu margar kærur hafa verið felldar niður? Svar óskast sundurliðað annars vegar eftir árum og hins vegar kyni kærenda.

    Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála starfaði frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2015, þegar úrskurðarnefnd velferðarmála tók við hlutverki hennar. Á þessu tímabili bárust nefndinni alls 866 kærur, þar af 368 frá körlum og 498 frá konum. Kærð ákvörðun var staðfest í 514 málum en felld úr gildi í 149 málum, 124 mál voru afturkölluð og 77 var vísað frá, 2 mál voru óafgreidd 31. desember 2015.
    Sjá nánar hjálagt yfirlit um kærur til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála á tímabilinu 1. janúar 2001 til 31. desember 2015 sundurliðað eftir árum og kyni kærenda.
    

     Kærur til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála.

Ár Fjöldi
kæra
Kærð ákvörðun staðfest Kærð ákvörðun
felld úr gildi
Vísað frá Afturkallað
2001
Karlar 14 9 2 1 2
Konur 52 30 8 5 9
Alls 66 39 10 6 11
2002
Karlar 25 17 1 1 6
Konur 53 25 11 8 9
Alls 78 42 12 9 15
2003
Karlar 38 21 10 6 1
Konur 51 26 11 7 6
Alls 89 47 21 13 7
2004
Karlar 21 11 9 1 0
Konur 35 26 6 3 0
Alls 56 37 15 4 0
2005
Karlar 19 11 6 2 1
Konur 37 23 10 1 2
Alls 56 34 16 3 3
2006
Karlar 13 7 5 0 1
Konur 31 18 6 3 4
Alls 44 25 11 3 5
2007
Karlar 25 16 2 2 5
Konur 31 17 5 3 6
Alls 56 33 7 5 11
2008
Karlar 27 14 7 1 5
Konur 48 29 7 3 9
Alls 75 43 14 4 14
2009
Karlar 21 12 4 1 4
Konur 23 12 4 2 6
Alls 44 24 8 3 10
2010
Karlar 17 11 2 2 2
Konur 30 23 4 1 2
Alls 47 34 6 3 4
2011
Karlar 22 17 2 1 2
Konur 24 12 4 0 8
Alls 46 29 6 1 10
2012
Karlar 76 55 5 8 8
Konur 31 15 3 3 10
Alls 107 70 8 11 18
2013
Karlar 28 14 1 10 3
Konur 26 16 6 1 3
Alls 54 30 7 11 6
2014
Karlar 10 8 2 0 0
Konur 16 11 3 0 2
Alls 26 19 5 0 2
2015
Karlar 12 6 1 1 2
Konur 10 2 2 0 6
Alls 22 8 3 1 8