Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



Þingskjal 1018  —  616. mál.



Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um meðferð einkamála og
lögum um meðferð sakamála (millidómstig).

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)




I. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „í hverju máli“ í 1. mgr. kemur: í héraði.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                 2. Ef deilt er um staðreyndir sem eru bornar fram sem málsástæður og dómari telur þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr getur hann kvatt til einn meðdómsmann sem hefur slíka kunnáttu og ákveður dómstjóri þá hvaða héraðsdómari skipi dóm í málinu með dómsformanni og hinum sérfróða meðdómsmanni. Þó er dómara heimilt að kveðja til tvo meðdómsmenn ef hann telur þurfa sérkunnáttu í dómi á fleiri en einu sviði.

2. gr.

    Á eftir 2. gr. laganna kemur ný grein, 2. gr. a, svohljóðandi:
    Ef sérfróður meðdómsmaður hefur tekið þátt í meðferð máls fyrir héraðsdómi sem fengið hefur efnislega úrlausn þar og enn er deilt um staðreyndir sem eru bornar fram sem málsástæður fyrir Landsrétti, og forseti telur þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr, getur forseti að eigin frumkvæði eða samkvæmt ábendingu dómsformanns í málinu kvatt til einn meðdómsmann sem hefur slíka sérkunnáttu og skipar hann þá dóm í máli með tveimur dómurum við Landsrétt. Hafi málinu þegar verið úthlutað til þriggja dómara Landsréttar ákveður forseti hver þeirra víki. Telji forseti þörf á sérkunnáttu á fleiri en einu sviði við úrlausn máls og ekki er völ á meðdómsmanni með sérþekkingu á báðum eða öllum sviðum getur hann kallað til tvo sérfróða meðdómsmenn til að taka þátt í meðferð þess með þremur dómurum við Landsrétt. Jafnframt getur hann ákveðið, ef mál er umfangsmikið eða sakarefni mjög mikilvægt frá almennu sjónarmiði, að þrír dómarar við Landsrétt skipi dóm með tveimur sérfróðum meðdómsmönnum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „hæstaréttardómara, starfsmenn Hæstaréttar“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: landsréttardómara, starfsmenn Landsréttar.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                 3. Um val á sérfróðum meðdómsmönnum að öðru leyti fer eftir lögum um dómstóla.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Síðari málsliður 2. mgr. fellur brott
     b.      Við 4. mgr. bætist: eftir reglum sem dómstólasýslan setur.

5. gr.

    Fyrirsögn I. kafla laganna verður: Gildissvið laganna og dómendur í héraði og fyrir Landsrétti.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Á undan orðunum „hvern héraðsdómstól“ í 1. mgr. kemur: Landsrétt og.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                 3. Það sem kemur fram við munnlega sönnunarfærslu skal tekið upp í hljóði og mynd, sbr. þó 3. og 4. mgr. 51. gr. Dómari getur einnig í undantekningartilfellum ákveðið að taka upp eða skrá útdrátt sinn af framburði, en hlutaðeiganda skal þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum um það sem er haft eftir honum og um framkvæmd skýrslutökunnar.

7. gr.

    Á undan orðunum „hvern héraðsdómstól“ í 1. og 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: Landsrétt og.

8. gr.

    4. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
    4. Dómabækur, þingbækur, framlögð skjöl og hljóð- og myndupptökur skal varðveita í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls þar til þau verða afhent Þjóðskjalasafni.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Dómara er“ í 1. mgr. kemur: Meðan mál er rekið fyrir Landsrétti eða héraðsdómi er dómara eða eftir atvikum dómsformanni
     b.      Á eftir orðinu „dómabókum“ í 2. mgr. kemur: eða eftirrit málsskjala.
     c.      Á undan orðunum „í héraði“ í 3. mgr. kemur: fyrir Landsrétti eða
     d.      Í stað orðanna „eftirgerð af hljóðupptöku eða myndbandsupptöku“ í 3. mgr. kemur: hljóð- og myndupptöku; og á eftir orðunum „að hlýða“ í sömu málsgrein kemur: og horfa
     e.      Í stað „1. og 2. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 1. mgr
     f.      Á eftir orðunum „að hlýða“ í 5. mgr. kemur: eða horfa.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      1. mgr. fellur brott.
     b.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Dómstólasýslan setur nánari reglur um eftirfarandi atriði fyrir Landsrétt og héraðsdómstóla
     c.      Í stað orðanna „hljóðritunar og myndupptöku“ í c-lið 2. mgr. kemur: hljóð- og myndupptöku.
     d.      Í stað orðanna „hljóðritana og myndupptaka“ í e-lið 2. mgr. kemur: og hljóð- og myndupptaka
     e.      F-liður 2. mgr. orðast svo: aðgang almennings að endurritum af dómum og úr þingbók, svo og að framlögðum skjölum, þ.m.t. um brottnám upplýsinga úr þeim, eftir að máli hefur verið endanlega lokið.

11. gr.

    Í stað orðsins „þrjár“ í 5. mgr. 124. gr. laganna kemur: tvær; og í stað orðsins „Hæstarétti“ í sömu málsgrein kemur: æðri dómi.

12. gr.

    Í stað orðanna „Hæstaréttar“, „Hæstarétti“ og „Hæstiréttur“ í 1. málsl. 1. mgr. 143. gr., 3. mgr. 145. gr., 1. mgr., þrívegis í 3. mgr., 4. mgr. og 6. mgr. 147. gr., fjórum sinnum í 148. gr., 1. mgr., tvívegis í 2. mgr. og 3. mgr. 149. gr., 1.–3. mgr. 150. gr., 1. og 4. mgr. 151. gr., tvívegis í 3. mgr. og 4. mgr. 152. gr., 2., 3. og 4. mgr. 153. gr., 1.–4. mgr. 154. gr., tvívegis í 2. mgr. og í 4. mgr. 155. gr., a-, c- og d-lið 2. mgr., tvívegis í 3. mgr. og í 4. mgr. 156. gr., 1. mgr. 157. gr., tvívegis í 3. mgr. og í 5. mgr. 158. gr., c- og d-lið 1. mgr. 159. gr., tvívegis í 3. mgr. og í 4. og 5. mgr. 161., 5. mgr. 162. gr., tvívegis í 1. mgr. og í 2. mgr. 163. gr., 4. mgr. 164. gr. og 1. mgr. 165. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landsréttur.

13. gr.

    Í stað orðanna „málsgögnum til Hæstaréttar“ í 2. mgr. 147. gr. laganna kemur: þegar hann sendir kæruna til Landsréttar.

14. gr.

    Á eftir 2. málsl. 148. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hann skal samtímis afhenda þeim sem kærði eitt eintak greinargerðar og málsgagna sem henni fylgja.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 150. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „dóm“ í 1. mgr. kemur: úrskurð; og í stað orðsins „Dómur“ í sömu málsgrein kemur: Úrskurður
     b.      Í stað orðsins „dómi“ í 3. mgr. kemur: úrskurðir; og í stað orðsins „dóms“ í sömu málsgrein kemur: úrskurðar.

16. gr.

    Fyrirsögn XXIV. kafla laganna verður: Kæra til Landsréttar.

17. gr.

    1. mgr. 152. gr. laganna orðast svo:
    1. Nú varðar mál fjárkröfu og er það þá skilyrði áfrýjunar að fjárhæð nemi 1.000.000 krónum. Þessari fjárhæð skal breyta um hver áramót miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2018, en ráðherra auglýsir í Lögbirtingablaði nýja fjárhæð ekki síðar en 10. desember ár hvert.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 153. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Hæstaréttar innan þriggja mánaða“ í 1. mgr. kemur: æðri dóms innan fjögurra vikna
     b.      Í stað orðanna „næstu þrjá mánuði“ í 2. mgr. kemur: næstu fjórar vikur.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 155. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „dómi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: héraðsdóms; og í stað orðsins „Hæstaréttar“ í sama málslið kemur: Landsréttar.
     b.      Á eftir d-lið 1. mgr. kemur nýr stafliður, e-liður, svohljóðandi: þá sem áfrýjandi hyggst leiða fyrir dóm til skýrslugjafar um atvik máls og í hvaða skyni það skuli gert.
     c.      E-liður 1. mgr. orðast svo: hvenær stefndi verði í síðasta lagi að tilkynna Landsrétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu, en skrifstofa Landsréttar ákveður dagsetningu í þessu skyni við útgáfu stefnu; slík dagsetning skal þó ekki ákveðin að sinni ef áfrýjandi óskar eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja máli beint til Hæstaréttar, sbr. 175. gr.
     d.      Í stað orðanna „skv. e-lið“ í f-lið 1. mgr. kemur: skv. f-lið.
     e.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, h-liður, svohljóðandi: að áfrýjandi óski eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja máli beint til Hæstaréttar.
     f.      Í stað orðsins ,,hann“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Landsréttur; og í stað orðsins ,,Hæstaréttar“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: Landsréttar.
     g.      Í stað orðanna „skv. e-lið“ í 5. mgr. kemur: skv. f-lið.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 156. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                 1. Eftir birtingu áfrýjunarstefnu en áður en fresti stefnda skv. f-lið 1. mgr. 155. gr. lýkur skal áfrýjandi afhenda Landsrétti stefnuna ásamt sönnun fyrir birtingu hennar, svo og greinargerð af sinni hálfu. Einnig skal hann þá skila málsgögnum í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður en til þeirra teljast endurrit, þar á meðal af munnlegum framburði fyrir héraðsdómi, svo og þau málsskjöl og hljóð- og myndupptökur sem áfrýjandi hyggst byggja mál sitt á fyrir Landsrétti og liggja þegar fyrir. Mál er þá þingfest fyrir Landsrétti. Áfrýjandi skal eigi síðar en við þingfestingu afhenda stefnda eintak málsgagna sem lögð eru fram fyrir Landsrétti.
     b.      Í stað orðsins „Hæstarétti“ í b-lið 2. mgr. kemur: Landsrétti; og við 2. málsl. bætist: sem og hljóð- og myndupptaka af munnlegum framburði fyrir héraðsdómi.
     c.      Við d-lið 2. mgr. bætist: svo sem matsgerðar sem hann hyggst afla fyrir Landsrétti.
     d.      Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Hverjir áfrýjandi telur nauðsynlegt að gefi aðila- og vitnaskýrslur eða viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti ásamt rökstuðningi þar að lútandi, þar á meðal fyrir því hvers vegna ekki sé nægilegt að byggja á upptökum, sbr. 3. mgr. 11. gr., hafi aðili eða vitni gefið skýrslu fyrir héraðsdómi. Jafnframt skal koma fram hvaða upptökur eða hluta af upptökum af aðila- og vitnaskýrslum fyrir héraðsdómi áfrýjandi telur nauðsynlegt að spila við aðalmeðferð málsins vegna endurmats á sönnunargildi þeirra.

21. gr.

    1. mgr. 158. gr. laganna orðast svo:
    1. Nú hyggst stefndi skila greinargerð í máli og skal þá bréfleg tilkynning hans um það berast Landsrétti innan frests sem honum var settur í þessu skyni í áfrýjunarstefnu. Þegar mál er þingfest ákveður skrifstofa Landsréttar stefnda frest í fjórar til sex vikur til að skila greinargerð. Áfrýjanda skal tilkynnt um þann frest sem stefnda er veittur. Skal stefndi senda áfrýjanda eintak af greinargerð og öðrum málsgögnum sem hann leggur fram.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 159. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: hverjir stefndi telur nauðsynlegt að gefi aðila- og vitnaskýrslur eða viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti ásamt rökstuðningi þar að lútandi, þar á meðal fyrir því hvers vegna ekki sé nægilegt að byggja á upptökum, sbr. 3. mgr. 11. gr., hafi aðili eða vitni gefið skýrslu fyrir héraðsdómi. Jafnframt skal koma fram hvaða upptökur eða hluta af upptökum af aðila- og vitnaskýrslum fyrir héraðsdómi stefndi telji nauðsynlegt að spila við aðalmeðferð málsins vegna endurmats á sönnunargildi þeirra.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                 2. Með greinargerð skal stefndi afhenda málsgögn í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður, en til þeirra teljast þau málsskjöl og hljóð- og myndupptökur af munnlegum framburði fyrir héraðsdómi sem hann hyggst byggja mál sitt á fyrir Landsrétti og liggja þegar fyrir, enda hafi áfrýjandi ekki þegar afhent þessi gögn.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 160. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                 1. Áfrýjanda skal tilkynnt þegar Landsrétti hefur borist greinargerð og málsgögn stefnda. Hafi aðilar ekki þegar lýst gagnaöflun lokið skal þeim um leið veittur sameiginlegur frestur til frekari gagnaöflunar. Sá frestur skal að jafnaði ekki vera lengri en einn mánuður. Hvor aðili um sig skal afhenda í einu lagi ný gögn sín í frumriti og ljósrit eða eftirrit þeirra í sama búningi og segir í 156. gr. og 159. gr. Aðilar skulu jafnframt senda gagnaðila eftirrit gagnanna. Að liðnum fresti telst öflun sýnilegra sönnunargagna sjálfkrafa lokið nema áður hafi verið fallist á skriflega ósk aðila um lengri frest eða dómurinn beinir því síðar til aðila að hann megi afla tiltekinna gagna. Landsréttur getur þó heimilað aðila að leggja fram ný gögn eftir lok gagnaöflunar ef ekki var unnt að afla þeirra fyrr eða atvik hafa breyst svo að máli skiptir eftir þann tíma.
     b.      Í stað orðsins „Hæstarétti“ í 2. mgr. kemur: Landsrétti; og við málsgreinina bætist: og til að taka þær skýrslur sem hann hefur óskað eftir fyrir Landsrétti.
     c.      3. mgr. orðast svo:
                 3. Ef tilefni er til tekur Landsréttur mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta atriðum varðandi rekstur þess, þ.m.t. gagnaöflun og framlagningu gagna, hvaða skýrslutökur verði heimilaðar fyrir Landsrétti og hvaða upptökur verði spilaðar við aðalmeðferð. Skulu aðilar kvaddir fyrir dóm með hæfilegum fyrirvara í þessu skyni. Dómsformaður tekur að jafnaði einn fyrir mál í þessu skyni og tekur einn ákvarðanir varðandi rekstur þess sem ekki eru kæranlegar.

24. gr.

    1. og 2. mgr. 161. gr. laganna orðast svo:
    1. Þegar gagnaöflun er lokið í máli þar sem stefndi skilar greinargerð og þegar ráðið hefur verið til lykta atriðum varðandi rekstur þess ákveður Landsréttur hvenær það verði flutt og tilkynnir hvort og þá hvaða aðila- og vitnaskýrslur verði teknar fyrir dóminum og hvaða tími sé áætlaður í því skyni og fyrir málflutning hvers aðila. Skal aðilum tilkynnt um það með ekki skemmri en tveggja vikna fyrirvara. Um tilhögun skýrslutöku fer að öðru leyti eftir ákvæðum VII. og VIII. kafla.
    2. Ef hafðar eru uppi í máli fyrir Landsrétti kröfur um ómerkingu héraðsdóms, frávísun frá héraðsdómi, frávísun frá Landsrétti eða niðurfellingu máls, eða Landsréttur telur að vera kunni á máli ágallar sem geti leitt til sömu niðurstöðu þótt slíkar kröfur séu ekki gerðar, skal Landsréttur innan mánaðar frá því að máli er úthlutað láta flytja mál um formsatriði þess áður en það er tekið til frekari meðferðar að efni til. Dómsformaður getur þó ákveðið að mál verði flutt síðar um formsatriði sérstaklega eða í einu lagi um formsatriði og efni.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 162. gr. laganna:
     a.      1. og 2. mgr. orðast svo:
                 1. Við upphaf aðalmeðferðar á dómþingi skal gerð grein fyrir dómsorði héraðsdóms og áfrýjunarstefnu að því leyti sem dómsformaður telur þess þörf til skýringar á málflutningi. Við aðalmeðferð skulu að jafnaði fara fram í einni lotu skýrslutökur og munnlegur flutningur máls. Fyrst er horft og hlustað á upptökur af aðila- og vitnaskýrslum fyrir héraðsdómi að því leyti sem Landsréttur hefur þegar ákveðið. Því næst eru teknar skýrslur af aðilum og vitnum sem ekki gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi eða málsaðilar hafa óskað eftir að gefi viðbótarskýrslu og Landsréttur telur að geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Að því loknu verða málflutningsræður fluttar. Jafnan skal gengið á vettvang í upphafi aðalmeðferðar ef þurfa þykir.
                 2. Frumræða verður fyrst flutt af hálfu áfrýjanda og síðan af hálfu stefnda nema dómsformaður hafi ákveðið aðra röð og aðilum verið það tilkynnt við boðun til málflutnings. Eftir frumræður skal gefinn kostur á að fram komi stutt andsvör af hálfu hvors aðila í sömu röð. Flytji lögmaður málið af hálfu aðila getur dómsformaður heimilað aðilanum sjálfum eða fyrirsvarsmanni hans að koma að stuttum athugasemdum að loknum andsvörum lögmanns hans.
     b.      Í stað orðsins „Forseti“ tvívegis í 4. mgr. kemur: Dómsformaður.

26. gr.

    1.–3. mgr. 164. gr. laganna orðast svo:
    1. Að því leyti sem önnur ákvæði laga þessara mæla ekki á annan veg og ágreiningur er ekki uppi tekur Landsréttur afstöðu til atriða sem varða rekstur máls fyrir Landsrétti með ákvörðun. Slík atriði má einnig leiða til lykta með ákvörðun þótt ágreiningur sé um þau ef ágreiningsefnið sætir ekki kæru til Hæstaréttar eða úrlausn um það leiðir ekki til loka máls fyrir dóminum en í slíkum tilvikum skal kveðinn upp rökstuddur úrskurður. Ákvörðun verður ekki rökstudd sérstaklega en um efni hennar skal getið í þingbók eftir þörfum.
    2. Landsréttur kveður upp úrskurð í kærumáli en þó skal kveðinn upp dómur þegar svo er mælt fyrir um í öðrum lögum. Feli úrlausn Landsréttar í áfrýjunarmáli í sér lyktir máls án þess að það hafi verið flutt um efni skal kveðinn upp úrskurður. Úrskurð skal kveða upp svo fljótt sem verða má. Ef áfrýjunarmál er aðeins flutt um efni eða samhliða um form og efni kveður Landsréttur upp dóm hver svo sem niðurstaða málsins er.
    3. Dómar og úrskurðir Landsréttar skulu rökstuddir. Ef mál er fellt niður eða því er vísað frá Landsrétti skal þó aðeins getið um ástæður þess í úrskurði eða dómi, svo og um málskostnað ef því er að skipta. Sama gildir ef héraðsdómur er ómerktur og máli vísað heim eða því er vísað frá héraðsdómi. Sé í dómi kveðið á um önnur málalok en að framan getur skal greina þar frá kröfum aðila eftir því sem þörf er á svo að niðurstaða verði skýr. Að því leyti sem greinargerð um málsatvik er ábótavant í héraðsdómi skal bætt úr því í dómi Landsréttar. Ef og að því leyti sem niðurstöðu héraðsdóms er breytt skal það rökstutt í dómi Landsréttar. Fallist Landsréttur á niðurstöðu héraðsdóms en ekki á röksemdir fyrir henni getur hann greint frá rökum sínum eftir því sem þurfa þykir.

27. gr.

    2. mgr. 165. gr. laganna orðast svo:
    2. Strax eftir dómtöku máls skulu dómarar ræða með sér fyrir luktum dyrum röksemdir og niðurstöðu dóms. Dómsformaður er frummælandi á þeim fundi, stýrir honum, ber fram spurningar, stuðlar að því að álit hvers dómara komi þar sem skýrast fram og telur atkvæði þeirra. Afl atkvæða ræður úrslitum. Að lokinni umræðu semur dómsformaður atkvæði að dómi. Greinist dómarar í meiri og minni hluta semur dómsformaður atkvæði fyrir þann hluta sem hann heyrir til, en hinir dómararnir ákveða hver þeirra semji atkvæði þeirra, myndi þeir meiri hluta. Landsréttardómari sem myndar meiri hluta með sérfróðum meðdómsmanni semur þó atkvæði. Dómari, sem greiðir atkvæði með ómerkingu héraðsdóms eða frávísun máls og verður í minni hluta, verður einnig að greiða atkvæði um efni máls. Dómarar ganga í sameiningu frá dómi, með eða án sératkvæða.

28. gr.

    Fyrirsögn XXV. kafla laganna verður: Áfrýjun til Landsréttar.

29. gr.

    Á eftir XXV. kafla laganna koma tveir nýir kaflar, XXVI. kafli, með fyrirsögninni Kæra til Hæstaréttar, með átta nýjum greinum (167.–174. gr.) og XXVII. kafli með fyrirsögninni Áfrýjun til Hæstaréttar, með sextán nýjum greinum (175.–190. gr.) svohljóðandi, og breytist númer annarra kafla og greina samkvæmt því:

    a. (167. gr.)
    1. Úrskurðir Landsréttar um eftirfarandi sæta kæru til Hæstaréttar:
     a.      frávísun frá héraðsdómi eða Landsrétti eða niðurfellingu máls að hluta eða að öllu leyti fyrir héraðsdómi eða Landsrétti,
     b.      hvort dómari Landsréttar víki sæti í máli,
     c.      málskostnaðartryggingu fyrir Landsrétti,
     d.      réttarfarssekt fyrir Landsrétti
     e.      skyldu vitnis skv. 53. gr. til að svara spurningu.
    2. Unnt er að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurði Landsréttar í kærumálum þegar svo er fyrir mælt í öðrum lögum. Við mat á því hvort Hæstiréttur eigi að samþykkja að taka slíkt kæruefni til meðferðar skal líta til þess hvort kæruefnið varði mikilsverða almannahagsmuni, hafi fordæmisgildi eða grundvallarþýðingu fyrir meðferð málsins. Þá getur Hæstiréttur tekið kæruefni til meðferðar ef ástæða er til að ætla að hin kærða dómsathöfn sé bersýnilega röng að formi eða efni.
    3. Hæstiréttur getur þó á hvaða stigi máls sem er synjað að taka kæruefni skv. 1. og 2. mgr. til meðferðar ef rétturinn telur kæru tilefnislausa eða augljóslega setta fram í þeim tilgangi að tefja framgang máls.

    b. (168. gr.)
    1. Nú vill maður kæra eða leita leyfis til að kæra dómsathöfn Landsréttar og afhendir hann þá Landsrétti skriflega kæru og eftir atvikum ósk um kæruleyfi Hæstaréttar, ásamt skriflegri kæru, áður en tvær vikur eru liðnar frá uppkvaðningu dómsathafnar ef hann eða umboðsmaður hans var þá staddur á dómþingi, en ella áður en tvær vikur eru liðnar frá því hann eða umboðsmaður hans fékk vitneskju um dómsathöfn.
    2. Kæra eða ósk um kæruleyfi frestar frekari framkvæmdum á grundvelli dómsathafnar þar til leyst er úr máli fyrir Hæstarétti.

    c. (169. gr.)
    1. Í kæru skal greina:
     1.      þá dómsathöfn sem er kærð,
     2.      rökstuðning fyrir því að kæra skuli tekin til meðferðar,
     3.      kröfu um breytingu á henni,
     4.      ástæður sem kæra er reist á.
    2. Kæru má styðja með nýjum sönnunargögnum. Vilji kærandi bera ný gögn fyrir sig skal hann greina frá þeim í kæru, svo og hvað hann hyggst sanna með þeim. Slík gögn skulu fylgja kæru í frumriti eða staðfestu endurriti.
    3. Kærandi greiðir Landsrétti lögmælt dómgjöld fyrir Hæstarétti.

    d. (170. gr.)
    1. Nú kemur kæra eða ósk um kæruleyfi og kæra of seint fram og beinir þá Landsréttur því til kæranda að taka hana aftur.
    2. Ef kæra fullnægir ekki ákvæðum 1. mgr. 169. gr. brýnir Landsréttur fyrir kæranda að bæta úr göllum á henni.
    3. Nú virðist Landsrétti að kæra eða ósk um kæruleyfi sé á engum rökum reist, og getur hann þá ákveðið að kæranda beri að setja tryggingu fyrir tjóni sem kæra kann að baka gagnaðila ef hún veldur frestun málsins. Tryggingu skal setja innan tveggja sólarhringa frá því að kæru er lýst. Ella verður ekki frekar af kærumáli.

    e. (171. gr.)
    1. Landsréttur sendir kæru, eða ósk um kæruleyfi ásamt kæru, til Hæstaréttar og gagnaðila þess sem kærir svo fljótt sem verða má nema hann kjósi sjálfur að fella kærða dómsathöfn úr gildi.
    2. Sá sem kærir eða óskar eftir kæruleyfi vegna dómsathafnar Landsréttar skal senda Hæstarétti, innan viku frá því að Landsréttur sendi Hæstarétti kæru eða innan viku frá því að honum var tilkynnt um að Hæstiréttur veitti kæruleyfi, þau gögn málsins í fjórriti sem hann telur sérstaklega þörf á til úrlausnar um kæruefnið. Hann skal þá einnig, ef hann kýs, afhenda Hæstarétti skriflega greinargerð sem geymi kröfur hans og málsástæður sem byggt er á, svo og rökstuðning fyrir því að taka skuli kæru til meðferðar. Hann skal samtímis afhenda gagnaðila eða gagnaðilum eitt eintak kærumálsgagna og greinargerðar. Gögnum skal fylgja skrá um þau og skulu þau vera í því horfi sem Hæstiréttur mælir fyrir um.
    3. Nú afhendir sá er óskar eftir kæruleyfi Landsrétti ekki kærumálsgögn til Hæstaréttar innan þess frests sem greinir í 2. mgr. þessarar greinar og verður þá ekki frekar af máli.
    4. Hæstiréttur setur nánari reglur um frágang málsgagna í kærumálum.

    f. (172. gr.)
    1. Þegar sá sem kærir úrskurð eða dómsathöfn eða óskar eftir kæruleyfi hefur afhent Hæstarétti málsgögn skal gagnaðilinn eiga þess kost að skila innan viku til Hæstaréttar skriflegri greinargerð sem geymi afstöðu hans til kæruefnis, kröfur og málsástæður sem byggt er á og eftir atvikum afstöðu hans til þess hvort orðið verði við ósk um kæruleyfi. Telji hann skorta á að kærandi hafi afhent Hæstarétti þau gögn máls sem þörf sé á til að leysa úr kæruefninu getur hann látið fylgja greinargerð sinni þau málsgögn sem hann telur vanta. Hann skal samtímis afhenda kæranda eitt eintak kærumálsgagna og greinargerðar. Kjósi gagnaðili að afhenda gögn af sinni hálfu skal það gert í því horfi sem Hæstiréttur mælir fyrir um.

    g. (173. gr.)
    1. Þegar vika er liðin frá því að kærumálsgögn og eftir atvikum greinargerð gagnaðila bárust Hæstarétti getur rétturinn ákveðið hvort kæra verði tekin til meðferðar og eftir atvikum lagt dóm á kæruefnið, en jafnan skal þó athuga skjöl sem berast síðar frá aðilum svo framarlega sem málinu er þá ekki lokið.
    2. Nú er kæra ekki þannig úr garði sem segir í 1. mgr. 169. gr. eða málatilbúnaður er annars ófullkominn, og getur þá Hæstiréttur lagt fyrir kæranda að bæta úr því sem er ábótavant innan tiltekins frests. Verði kærandi ekki við því getur Hæstiréttur vísað kærumálinu frá sér.
    3. Hæstiréttur getur með þeim fyrirvara sem hann telur hæfilegan gefið aðilum kost á að flytja kærumálið munnlega.

    h. (174. gr.)
    1. Dómur í kærumáli skal kveðinn upp eftir skjölum þess og munnlegum flutningi ef því er að skipta. Dómur skal kveðinn upp svo fljótt sem kostur er.
    2. Hæstiréttur kveður á um kærumálskostnað.
    3. Nú telur Hæstiréttur að skilyrði fyrir því að veita kæruleyfi séu ekki uppfyllt og skal málsaðilum, héraðsdómara og Landsrétti þá tilkynnt um það skriflega.
    4. Að gengnum dómi sendir Hæstiréttur Landsrétti endurrit dóms. Landsréttur tilkynnir aðilum kærumáls sem hafa látið það til sín taka fyrir réttinum og eftir atvikum héraðsdómara um úrslit þess og sendir þeim endurrit dóms.
    5. Að öðru leyti verður reglum um áfrýjunarmál beitt um kærumál eftir því sem átt getur við.

    i. (175. gr.)
    1. Heimilt er aðila að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Slíkt leyfi skal ekki veitt nema þörf sé á að fá endanlega niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti og niðurstaða málsins geti verið fordæmisgefandi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skal slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur skal gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin.
    2. Ósk um leyfi Hæstaréttar til að áfrýja héraðsdómi til Hæstaréttar skal koma fram í áfrýjunarstefnu sem lögð er fyrir Landsrétt. Slík ósk, ásamt áfrýjunarstefnu til Hæstaréttar, skal jafnframt send Hæstarétti í síðasta lagi þegar áfrýjunarstefna er lögð fyrir Landsrétt, sbr. 155. gr. Fallist Hæstiréttur á áfrýjun til réttarins fer um útgáfu áfrýjunarstefnu eftir 179. gr. og um meðferð málsins fyrir Hæstarétti að öðru leyti eftir þessum kafla. Skal áfrýjandi þá þegar í stað tilkynna Landsrétti að Hæstiréttur hafi fallist á áfrýjun beint til réttarins og verður þá ekki meira af máli fyrir Landsrétti. Hafni Hæstiréttur hins vegar óskinni skal áfrýjandi innan viku tilkynna Landsrétti um höfnunina og eftir atvikum óska eftir að áfrýjunarmáli verði fram haldið fyrir Landsrétti. Landsréttur ákveður þá hvenær stefndi verði í síðasta lagi að tilkynna Landsrétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu, sbr. f-lið 1. mgr. 155. gr. og tilkynnir stefnda þá ákvörðun með sannanlegum hætti. Fer þá um meðferð málsins fyrir Landsrétti að öðru leyti eftir XXV. kafla.
    3. Hæstiréttur getur afturkallað leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar ef í ljós kemur undir rekstri málsins að þörf er á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdómi. Fer þá um frekari áfrýjunarmeðferð eftir lokamálslið 2. mgr.

    j. (176. gr.)
    1. Heimilt er aðila að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Hæstiréttur ákveður hvort orðið verði við umsókn um áfrýjunarleyfi og skal við mat á því líta til þess hvort úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess sem leitar áfrýjunarleyfis. Þá getur Hæstiréttur veitt slíkt leyfi ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni.
    2. Afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar, hvort heldur berum orðum eða þegjandi, verður ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli.

    k. (177. gr.)
    1. Sækja skal um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms.
    2. Hæstiréttur getur orðið við umsókn um leyfi til að áfrýja dómi sem berst næstu fjórar vikur eftir lok frests skv. 1. mgr., enda sé dráttur á áfrýjun nægjanlega réttlættur.
    3. Nú er dómi áfrýjað og er gagnaðila þá heimilt að gagnáfrýja án áfrýjunarleyfis og án tillits til áfrýjunarfrests, en stefnu til gagnáfrýjunar verður að gefa út meðan gagnaðili nýtur enn frests til að leggja fram greinargerð fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 182. gr.

    l. (178. gr.)
    1. Sá sem leitar áfrýjunarleyfis skv. 175. eða 176. gr. skal senda Hæstarétti skriflega umsókn um það ásamt áfrýjunarstefnu sem hann vill fá gefna út og endurriti dómsins. Í umsókninni skal rökstutt hvernig umsækjandi telur skilyrðum fyrir áfrýjunarleyfi fullnægt.
    2. Hæstiréttur getur gefið öðrum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin.
    3. Synji Hæstiréttur um áfrýjunarleyfi getur sami aðili ekki sótt um það öðru sinni.
    4. Nú er áfrýjunarleyfi veitt og skal þá gefa út áfrýjunarstefnuna sem fylgdi umsókn og árita hana um leyfisveitinguna. Hæstiréttur verður ekki krafinn um rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun.
    5. Ef synjað er um áfrýjunarleyfi skal þeim sem sótti um það tilkynnt bréflega um þá niðurstöðu. Í tilkynningunni skal greint frá ástæðum fyrir synjuninni.

    m. (179. gr.)
    1. Í áfrýjunarstefnu skal greina:
     a.      heiti og númer sem málið bar á fyrra dómstigi, fyrir hvaða dómstól var leyst úr málinu og hvenær dómur var kveðinn upp í því,
     b.      nöfn aðila, kennitölu og heimili eða dvalarstað, svo og nöfn fyrirsvarsmanna þeirra, ef því er að skipta, stöðu þeirra og heimili eða dvalarstað,
     c.      hver eða hverjir flytji málið fyrir áfrýjanda,
     d.      í hverju skyni áfrýjað er og hverjar dómkröfur áfrýjandi gerir,
     e.      hvenær stefndi verði í síðasta lagi að tilkynna Hæstarétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu en skrifstofa Hæstaréttar ákveður dagsetningu í þessu skyni við útgáfu stefnu,
     f.      hverju það varði að stefndi komi ekki fram tilkynningu skv. e-lið.
    2. Afhenda skal skrifstofu Hæstaréttar tvö eintök af áfrýjunarstefnu sem Hæstiréttur fær haldið eftir.
    3. Skrifstofa Hæstaréttar gefur út áfrýjunarstefnu í nafni dómsins. Synjað skal um útgáfu áfrýjunarstefnu ef hún telst ekki vera í réttu horfi. Getur Hæstiréttur ákveðið skamman frest handa áfrýjanda til að bæta úr áfrýjunarstefnu. Frestur sem veittur er í þessu skyni skal ekki vera lengri en ein vika og verður aðeins veittur í eitt skipti. Áfrýjandi getur krafist ákvörðunar Hæstaréttar um synjun um útgáfu áfrýjunarstefnu.
    4. Áfrýjunarstefnu verður að birta ekki síðar en viku áður en frestur handa stefnda, skv. e-lið 1. mgr., er á enda. Að öðru leyti gilda ákvæði XIII. kafla um birtingu áfrýjunarstefnu.

    n. (180. gr.)
    1. Eftir birtingu áfrýjunarstefnu, en áður en fresti stefnda skv. e-lið 1. mgr. 179. gr. lýkur, skal áfrýjandi afhenda Hæstarétti stefnuna ásamt sönnun fyrir birtingu hennar, svo og greinargerð af sinni hálfu. Einnig skal hann þá skila málsgögnum í þeim fjölda eintaka sem Hæstiréttur ákveður en til þeirra teljast þau málsskjöl og endurrit sem áfrýjandi hyggst byggja mál sitt á fyrir Hæstarétti og liggja þegar fyrir. Mál er þá þingfest fyrir Hæstarétti. Ef mál sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar verður ekki þingfest, það fellur þar niður eða því er vísað þaðan frá dómi er aðila heimilt að skjóta því þangað aftur þótt áfrýjunarfrestur sé liðinn. Ber þá að fá áfrýjunarstefnu gefna út á ný innan fjögurra vikna frá því að málið átti að þingfesta eða frá uppkvaðningu dóms um niðurfellingu þess eða frávísun. Þessari heimild verður ekki beitt oftar en einu sinni í máli
    2. Í greinargerð áfrýjanda skal koma fram:
     a.      Í hverju skyni sé áfrýjað og hvers áfrýjandi krefjist nákvæmlega fyrir Hæstarétti.
     b.      Málsástæður sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Hæstarétti. Lýsing þeirra skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála á hverju áfrýjun sé byggð, en eftir atvikum getur áfrýjandi vísað um þær til tiltekinna skjala málsins. Felli áfrýjandi sig ekki við lýsingu annarra atvika í hinum áfrýjaða dómi skal hann á sama hátt greina frá hvernig hann telji þeim réttilega lýst.
     c.      Tilvísun til helstu réttarreglna sem áfrýjandi byggir málatilbúnað sinn á fyrir Hæstarétti.
     d.      Gögn sem áfrýjandi leggur þegar fram fyrir Hæstarétti, svo og gögn sem hann telur sig þurfa að afla eftir þann tíma.
    3. Þegar mál hefur verið þingfest beinir skrifstofa Hæstaréttar því til þess dómstóls, þar sem leyst var úr máli, að afhenda Hæstarétti dómsgerðir.
    4. Hæstiréttur setur nánari reglur um frágang málsgagna og dómsgerða.

    o. (181. gr.)
    1. Nú lætur áfrýjandi undir höfuð leggjast að afhenda Hæstarétti áfrýjunarstefnu, greinargerð eða málsgögn samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 180. gr. og verður þá ekki frekar af máli.
    2. Ef ekki er sótt þing af hálfu áfrýjanda á síðara stigi verður málið fellt niður með dómi. Hafi stefndi skilað greinargerð í málinu má dæma honum málskostnað úr hendi áfrýjanda.

    p. (182. gr.)
    1. Nú hyggst stefndi skila greinargerð í máli og skal þá bréfleg tilkynning hans um það berast Hæstarétti innan frests sem honum var settur í þessu skyni í áfrýjunarstefnu. Þegar mál er þingfest ákveður skrifstofa Hæstaréttar stefnda frest í fjórar til sex vikur til að skila greinargerð. Áfrýjanda skal tilkynnt um þann frest sem stefnda er veittur. Áfrýjandi skal eigi síðar en við þingfestingu afhenda stefnda eintak málsgagna sem lögð eru fram fyrir Hæstarétti.
    2. Gagnáfrýjun veitir ekki stefnda rétt til sjálfstæðs frests.
    3. Berist Hæstarétti ekki tilkynning skv. 1. mgr. eða skili stefndi ekki greinargerð innan þess frests sem honum hefur verið settur skal litið svo á að hann krefjist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Skal málið þá dómtekið en fyrst má þó veita áfrýjanda skamman frest til að ljúka gagnaöflun sem hann hefur boðað í greinargerð. Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna án munnlegs flutnings.
    4. Hafi stefndi skilað greinargerð en þingsókn fellur niður af hans hálfu á síðara stigi málsins má gefa áfrýjanda kost á að svara vörnum hans í skriflegri sókn og ljúka gagnaöflun. Skal málið síðan dómtekið og dómur lagður á það eftir framkomnum kröfum, gögnum og sókn áfrýjanda með tilliti til þess sem hefur komið fram af hálfu stefnda.
    5. Nú hefur stefndi ekki skilað greinargerð og getur þá Hæstiréttur allt að einu heimilað honum að taka til varna í máli með eða án samþykkis áfrýjanda, enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir hann og vanræksla hans þyki afsakanleg. Eins má fara að ef þingsókn stefnda fellur niður á síðara stigi máls.

    q. (183. gr.)
    1. Í greinargerð stefnda skal koma fram:
     a.      hver eða hverjir flytji málið fyrir stefnda,
     b.      kröfugerð stefnda, en í þeim efnum skal skýrlega tekið fram hvort og þá hvers vegna hann breyti kröfum frá þeim sem hann gerði á fyrra dómstigi, svo og hvort hann samþykki kröfur áfrýjanda í einhverjum atriðum og þá nákvæmlega hverjum,
     c.      málsástæður sem stefndi ber fyrir sig fyrir Hæstarétti en lýsing þeirra skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála á hverju hann byggi. Felli stefndi sig ekki við lýsingu annarra atvika máls í hinum áfrýjaða dómi eða eftir atvikum áfrýjunarstefnu skal hann geta á sama hátt hvernig hann telji atvikum réttilega lýst,
     d.      tilvísun til helstu réttarreglna sem stefndi byggir málatilbúnað sinn á fyrir Hæstarétti,
     e.      athugasemdir við málatilbúnað áfrýjanda ef þeirra er þörf,
     f.      gögn sem stefndi telur sig þurfa að afla síðar.
    2. Með greinargerð skal stefndi afhenda málsgögn í þeim fjölda eintaka sem Hæstiréttur ákveður en til þeirra teljast þau málsskjöl og endurrit sem hann hyggst byggja mál sitt á fyrir Hæstarétti og liggja þegar fyrir, enda hafi áfrýjandi ekki þegar afhent þau. Skal stefndi senda áfrýjanda eintak af greinargerð og öðrum málsgögnum sem hann leggur fram.
    3. Ákvæði 4. mgr. 180. gr. gilda um málsgögn stefnda.

    r. (184. gr.)
    1. Áfrýjanda skal tilkynnt þegar Hæstarétti hefur borist greinargerð og málsgögn stefnda. Hafi aðilar ekki þegar lýst gagnaöflun lokið skal þeim um leið veittur sameiginlegur frestur til frekari gagnaöflunar. Sá frestur skal að jafnaði ekki vera lengri en einn mánuður. Hvor aðili um sig skal afhenda í einu lagi ný gögn sín í frumriti og ljósrit eða eftirrit þeirra í sama búningi og segir í 180. gr. og 183. gr. Hæstiréttur tilkynnir aðilum um gögn sem berast innan þessa frests en að honum liðnum telst gagnaöflun sjálfkrafa lokið nema áður hafi verið fallist á skriflega ósk aðila um lengri frest eða dómurinn beinir því síðar til aðila að hann megi afla tiltekinna gagna. Hæstiréttur getur þó heimilað aðila að leggja fram ný gögn eftir lok gagnaöflunar ef ekki var unnt að afla þeirra fyrr eða atvik hafa breyst svo að máli skiptir eftir þann tíma. Aðilar skulu jafnframt senda gagnaðila eftirrit gagnanna.
    2. Strax og gagnaöflun er lokið skal hvor aðili um sig tilkynna Hæstarétti hve langan tíma hann áætli að hann þurfi til að flytja munnlega málflutningsræðu í málinu.
    3. Ef þörf krefur tekur Hæstiréttur mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta atriðum varðandi rekstur þess. Skulu aðilar kvaddir fyrir dóm með hæfilegum fyrirvara í þessu skyni.

    s. (185. gr.)
    1. Þegar gagnaöflun er lokið í máli þar sem stefndi skilar greinargerð ákveður Hæstiréttur hvenær það verði flutt og tilkynnir aðilum um það með hæfilegum fyrirvara.
    2. Að jafnaði skal flytja mál um formsatriði þess áður en það verður tekið til frekari meðferðar að efni til. Hæstiréttur getur þó ákveðið að mál verði flutt í einu lagi um formsatriði og efni eða taka formsatriði til úrlausnar án sérstaks málflutnings, enda hafi aðilar þá áður átt kost á að tjá sig um það.
    3. Ef stefndi hefur skilað greinargerð í máli verður það flutt munnlega. Hæstiréttur getur þó ákveðið að mál verði skriflega flutt ef sérstakar ástæður mæla með því. Hæstiréttur getur einnig tekið til greina samhljóða óskir aðila um að málið verði dómtekið án sérstaks málflutnings.
    4. Um leið og boðað er til málflutnings getur Hæstiréttur beint til aðila að þeir afhendi hvor um sig með tilteknum fyrirvara stutt yfirlit um atvik máls í tímaröð, málsástæður sínar og tilvísanir til réttarreglna, svo og um tilvísanir í fræðirit og dóma sem þeir hyggjast styðjast við í málflutningi.
    5. Hæstiréttur getur takmarkað ræðutíma aðila við munnlegan flutning máls. Þegar boðað er til málflutnings má taka fram hve langan tíma aðilar fá hvor um sig til umráða.

    t. (186. gr.)
    1. Áður en munnlegur málflutningur hefst á dómþingi skal gerð grein fyrir dómsorði hins áfrýjaða dóms og áfrýjunarstefnu að því leyti sem forseti telur þess þörf til skýringar á málflutningi. Að því loknu verða málflutningsræður fluttar.
    2. Frumræða verður fyrst flutt af hálfu áfrýjanda og síðan af hálfu stefnda nema forseti hafi ákveðið aðra röð og aðilum verið það tilkynnt við boðun til málflutnings. Eftir frumræður skal gefinn kostur á að fram komi stutt andsvör af hálfu hvors aðila í sömu röð. Flytji lögmaður málið af hálfu aðila getur forseti heimilað aðilanum sjálfum eða fyrirsvarsmanni hans að koma að stuttum athugasemdum að loknum andsvörum lögmanns hans.
    3. Í málflutningi skal gera grein fyrir kröfum, í hverju ágreiningsefni aðilanna felast, málsástæðum og öðrum röksemdum fyrir kröfu. Skal forðast málalengingar og málflutningi beint að þeim atriðum sem ágreiningur er um eða nauðsynlegt er að fjalla um til að varpa ljósi á ágreiningsefni.
    4. Forseti stýrir þinghaldi. Hann getur krafist að málflytjandi haldi sig við efnið og láti vera að fjalla um þá þætti máls sem ágreiningur er ekki um eða ástæðulaust er af öðrum sökum að gera frekari grein fyrir. Forseti getur stöðvað málflutning ef ræður verða langar úr hófi fram eða sett málflytjanda tímatakmörk og við þau bundið enda á málflutning.
    5. Að loknum málflutningi tekur Hæstiréttur málið til dóms.

    u. (187. gr.)
    1. Dómar Hæstaréttar skulu byggðir á því sem hefur komið fram í máli og er sannað eða viðurkennt. Ákvæði 111. gr. gilda um dóma Hæstaréttar.
    2. Nú hefur aðili borið fram kröfur eða málsástæður sem hann hafði ekki uppi á fyrra dómstigi og getur þá Hæstiréttur byggt á þeim við úrlausn máls ef þær hafa komið fram í greinargerð aðilans, grundvelli máls er ekki raskað á þann hátt, afsakanlegt er að þær voru ekki hafðar uppi á fyrra dómstigi og það yrði aðilanum til réttarspjalla að ekki yrði tekið tillit til þeirra.

    v. (188. gr.)
    1. Að því leyti sem þarf að taka afstöðu til atriða varðandi rekstur máls fyrir Hæstarétti ræður hann þeim til lykta með ákvörðun, hvort sem ágreiningur er um þau milli aðila eða ekki, enda leiði ákvörðunin ekki til loka máls fyrir dóminum. Ákvörðun verður ekki rökstudd sérstaklega en um efni hennar skal getið í þingbók eftir þörfum.
    2. Úr öðrum atriðum máls leysir Hæstiréttur með dómi. Ef mál er fellt niður eða því er vísað frá Hæstarétti skal aðeins getið um ástæður þess í dómi, svo og um málskostnað ef því er að skipta. Sama gildir ef dómur er ómerktur og máli vísað heim eða því er vísað frá dómi.
    3. Sé kveðið á í dómi um önnur málalok en getur í 2. mgr. skal greina þar frá kröfum aðila eftir því sem þörf er á svo að niðurstaða verði skýr. Að því leyti sem greinargerð um málsatvik er ábótavant í hinum áfrýjaða dómi skal bætt úr því í dómi Hæstaréttar. Ef og að því leyti sem niðurstöðu hins áfrýjaða dóms er breytt skal það rökstutt í dómi Hæstaréttar. Fallist Hæstiréttur á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms en ekki á röksemdir fyrir henni getur hann greint frá rökum sínum eftir því sem þykir þörf.
    4. Um dóma Hæstaréttar gilda að öðru leyti ákvæði 114. gr. eftir því sem getur átt við.

    w. (189. gr.)
    1. Dóm skal kveða upp svo fljótt sem er unnt eftir að mál er dómtekið og aldrei síðar en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því. Verði því ekki komið við og hafi mál verið munnlega flutt skal endurtaka málflutning að því leyti sem Hæstarétti þykir nauðsynlegt.
    2. Strax eftir dómtöku máls skulu dómarar ræða með sér fyrir luktum dyrum röksemdir og niðurstöðu dóms. Fyrir málflutning felur forseti einum dómara að vera frummælandi á þeim fundi en forseti stýrir þar ráðagerðum, ber fram spurningar, stuðlar að því að álit hvers dómara komi þar sem skýrast fram og telur atkvæði þeirra. Afl atkvæða ræður úrslitum. Að lokinni umræðu felur forseti frummælandanum að semja atkvæði að dómi. Greinist dómarar í meiri og minni hluta semur frummælandinn atkvæði fyrir þann hluta sem hann heyrir til en hinir dómararnir ákveða hver þeirra semji atkvæði þeirra. Dómari, sem greiðir atkvæði með ómerkingu héraðsdóms eða frávísun máls og verður í minni hluta, verður einnig að greiða atkvæði um efni máls. Dómarar ganga í sameiningu frá dómi, með eða án sératkvæða.
    3. Við uppkvaðningu dóms skal lesa upp dómsorð í heyranda hljóði á dómþingi eftir því sem þörf þykir. Ef sératkvæði er í dómi skal þess einnig getið.

    x. (190. gr.)
    Um meðferð áfrýjunarmála fer að öðru leyti eftir reglum þessara laga um meðferð mála í héraði eftir því sem á við.

30. gr.

    169. gr. laganna, er verður 193. gr., orðast svo:
    1. Endurupptökunefnd samkvæmt lögum um dómstóla getur leyft samkvæmt beiðni aðila að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 191. gr. Mál verður ekki endurupptekið í Landsrétti nema frestur til að leita áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sé liðinn eða Hæstiréttur hafi synjað um áfrýjunarleyfi.
    2. Aðili getur ekki óskað eftir endurupptöku máls skv. 1. mgr. nema einu sinni. Að öðru leyti getur aðili ekki afsalað sér rétti til að beiðast endurupptöku.
    3. Ákvæði 1.–3. mgr. 192. gr. gilda um beiðni um endurupptöku, meðferð beiðni, ákvörðun um hana og áhrif endurupptöku.
    4. Nú hefur endurupptaka verið ákveðin en útivist verður við nýja meðferð málsins fyrir Landsrétti eða Hæstarétti af hendi þess sem beiddist hennar og fellur þá frekari meðferð málsins niður þannig að fyrri dómur stendur óhaggaður. Dómur skal hins vegar felldur á málið þótt gagnaðili sæki ekki þing.
    5. Að öðru leyti fer meðferð málsins fram á ný fyrir Landsrétti eða Hæstarétti samkvæmt reglum XXV. eða XXVII. kafla þessara laga eftir því sem á við.

31. gr.

    Fyrirsögn XXVII. kafla, sem verður XXIX. kafli laganna, verður: Endurupptaka máls sem hefur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti.

II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.
32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „í hverju máli“ í 2. mgr. kemur: í héraði.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                 Ef deilt er um staðreyndir og dómari telur þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr getur hann kvatt til einn meðdómsmann sem hefur slíka kunnáttu og ákveður dómstjóri þá hvaða héraðsdómari skipi dóm í málinu með dómsformanni og hinum sérfróða meðdómsmanni. Þó er dómara heimilt að kveðja til tvo meðdómsmenn ef hann telur þurfa sérkunnáttu í dómi á fleiri en einu sviði.
     c.      4. mgr. fellur brott.
     d.      Í stað orðanna „Ef mál er annars umfangsmikið“ í 5. mgr. kemur: Ef mál er annars umfangsmikið, brot sem ákært er fyrir getur varðað 10 ára fangelsi eða meira.

33. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, svohljóðandi:
    Ef sérfróður meðdómsmaður hefur tekið þátt í meðferð máls fyrir héraðsdómi sem fengið hefur efnislega úrlausn þar og enn er deilt um staðreyndir fyrir Landsrétti sem forseti telur þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr getur forseti að eigin frumkvæði eða samkvæmt ábendingu dómsformanns í málinu kvatt til einn meðdómsmann sem hefur slíka sérkunnáttu og skipar hann þá dóm í máli með tveimur dómurum við Landsrétt. Hafi málinu þegar verið úthlutað til þriggja dómara Landsréttar ákveður forseti hver þeirra víki. Telji forseti þörf á sérkunnáttu á fleiri en einu sviði við úrlausn máls og ekki er völ á meðdómsmanni með sérþekkingu á báðum eða öllum sviðum, getur hann kallað til tvo sérfróða meðdómsmenn til að taka þátt í meðferð þess með þremur dómurum við Landsrétt. Jafnframt getur hann ákveðið, ef mál er umfangsmikið, brot sem ákært er fyrir getur varðað 10 ára fangelsi eða meira, eða sakarefni mjög mikilvægt frá almennu sjónarmiði og dómur hefur verið fjölskipaður í héraði, að þrír dómarar við Landsrétt skipi dóm með tveimur sérfróðum meðdómsmönnum eða að fimm dómarar við Landsrétt skipi dóm.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „starfsmenn Hæstaréttar“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: landsréttardómara, starfsmenn Landsréttar; og á eftir orðunum „viðurkenndum trúfélögum“ kemur: og skráðum lífsskoðunarfélögum; og í stað orðanna „né heldur“ kemur: eða.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Um val á sérfróðum meðdómsmönnum að öðru leyti fer eftir lögum um dómstóla.

35. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Síðari málsliður 2. mgr. fellur brott.
     b.      Við 4. mgr. bætist: eftir reglum sem dómstólasýslan setur.

36. gr.

    Fyrirsögn I. kafla laganna verður: Gildissvið laganna og dómendur í héraði og fyrir Landsrétti.

37. gr.

    Í stað orðanna „1. mgr. 223. gr.“ í 11. gr. laganna kemur: 1. mgr. 240. gr.

38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Á undan orðunum „hvern héraðsdómstól“ í 1. mgr. kemur: Landsrétt og.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                 Það sem kemur fram við munnlega sönnunarfærslu skal tekið upp í hljóði og mynd. Dómari getur þó í undantekningartilfellum ákveðið að taka upp eða skrá útdrátt sinn af framburði en hlutaðeigandi skal þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum um það sem er haft eftir honum og um framkvæmd skýrslutökunnar.

39. gr.

    Á undan orðunum „hvern héraðsdómstól“ í 14. gr. laganna kemur: Landsrétt og.

40. gr.

    2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
    Dómabækur, þingbækur, framlögð skjöl og hljóð- og myndupptökur skal varðveita í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls þar til þau verða afhent Þjóðskjalasafni.

41. gr.

    Í stað orðsins „Hæstaréttar“ í 1. málsl. 4. mgr. 16. gr. laganna kemur: æðri dóms.

42. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Á undan orðunum „hvern héraðsdómstól“ í 1. mgr. kemur: Landsrétt og.
     b.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Dómstólasýslan setur nánari reglur um eftirfarandi atriði fyrir Landsrétt og héraðsdómstóla.
     c.      F-liður 2. mgr. orðast svo: aðgang almennings að endurritum af dómum og úr þingbók, svo og að framlögðum skjölum, þ.m.t. um brottnám upplýsinga úr þeim, eftir að máli hefur verið endanlega lokið.

43. gr.

    4. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
    Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um áfrýjun héraðsdóms til Landsréttar og um að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Einnig tekur hann ákvörðun um kæru til Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar í málum sem hann hefur höfðað.

44. gr.

    Í stað orðanna „Hæstaréttar“, „Hæstarétti“, „Hæstiréttur“ og „Hæstarétt“ í 7. mgr. 23. gr., 5. mgr. 24. gr., 5. mgr. 25. gr., 107. gr., 4. mgr. 159. gr., 3. mgr. 163. gr., 1. mgr. 181. gr., 1. og 4. mgr. 192. gr., 3. mgr. 193. gr., 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 194. gr., 1. málsl. 1. mgr. 196. gr., 2. mgr. 198. gr., 2., 4. og 5. mgr. 199. gr., 1.–3. mgr. 200. gr., 1. mgr., e-lið 2. mgr., 4. mgr. og fjórum sinnum í 5. mgr. 201. gr., þrívegis í 1. mgr., a- og d-lið 2. mgr., og tvívegis í 3. mgr. 203. gr., 2. mgr. 204. gr., 1. mgr. 205. gr., 4. mgr. 206. gr., tvívegis í 1. mgr. 208. gr., 1. mgr. 209. gr. og 210. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landsréttur.

45. gr.

    Á undan orðinu „Hæstarétti“ í 1. málsl. 4. mgr. 25. gr. laganna kemur: Landsrétti og; og á undan orðinu „Hæstarétti“ 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: Landsrétti eða.

46. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „héraðsdómur“ í 5. mgr. kemur: dómur.
     b.      Í stað orðsins „héraðsdómi“ í 6. mgr. kemur: dómi; og í stað orðsins „Hæstarétti“ í sömu málsgrein kemur: æðri dómi.

47. gr.

    Í stað „216. gr.“ í 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laganna kemur: 233. gr.; og í stað orðsins „Dómstólaráð“ í sömu málsgreinum kemur: Dómstólasýslan.

48. gr.

    Í stað orðanna „héraðsdóms í Reykjavík“ í 1. mgr. 49. gr. laganna kemur: Héraðsdóms Reykjavíkur.

49. gr.

    2. málsl. 3. mgr. 97. gr. laganna orðast svo: Eftir kröfu ákæranda getur héraðsdómari þó úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti skv. 199. gr. stendur, svo og meðan mál er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur er upp kveðinn.

50. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 100. gr. laganna orðast svo: Eftir kröfu ákæranda getur héraðsdómari þó úrskurðað að hún skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti skv. 199. gr. stendur, svo og meðan mál er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur er upp kveðinn.

51. gr.

    Í stað orðsins „Hæstaréttar“ í lokamálslið 8. mgr. 122. gr. laganna kemur: æðri dóms.

52. gr.

    Á undan orðinu ,,sönnunargagna“ í 1. mgr. 141. gr. laganna kemur: skriflegra; og í stað orðsins „Hæstarétti“ í sömu málsgrein kemur: æðri dómi.

    53. gr.

    Í stað orðsins „Hæstarétti“ í 3. mgr. 153. gr. laganna kemur: æðri dómi.

54. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 187. gr. laganna:
     a.      Orðin „til Hæstaréttar“ í 2. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna ,,Hæstaréttar skv. XXXII. kafla“ í 3. mgr. kemur: endurupptökunefndar samkvæmt lögum um dómstóla, sbr. XXXIV. kafla.

55. gr.

    Í stað orðsins „Hæstarétti“ í 3. mgr. 194. gr. laganna kemur: Landsrétti; og á eftir orðunum „afrit af greinargerðinni“ í sömu málsgrein kemur: og nýjum gögnum.

56. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 195. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Hæstarétti“ í 1. mgr. kemur: Landsrétti; og í stað orðsins „dóm“ í sömu málsgrein kemur: úrskurð.
     b.      Í stað orðsins „Hæstiréttur“ í 2. mgr. kemur: Landsréttur; og í stað orðanna „dóm“ og „Dómur“ í sömu málsgrein kemur, í viðeigandi beygingarfalli: úrskurður.
     c.      Í stað orðsins „Hæstiréttur“ í 3. mgr. kemur: Landsréttur.

57. gr.

    Fyrirsögn XXX. kafla laganna verður: Kæra til Landsréttar.

58. gr.

    Í stað orðanna „annarra gagna en“ í c-lið 1. mgr. 196. gr. laganna kemur: gagna eða.

59. gr.

    2. mgr. 202. gr. laganna orðast svo:
    Þegar ríkissaksóknara hafa borist dómsgerðir skv. 1. mgr. og verjandi hefur verið skipaður skal ríkissaksóknari í samráði við verjanda búa til málsgögn en til þeirra teljast endurrit, sem og hljóð- og myndupptökur af munnlegum framburði fyrir héraðsdómi og afrit þeirra málsskjala sem aðilarnir telja þörf á við úrlausn málsins eins og áfrýjun er háttað. Landsrétti skulu síðan afhent málsgögn í þeim fjölda eintaka sem hann telur þörf á, svo og dómsgerðir.

60. gr.

    Við 2. mgr. 203. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: hvort hann telji nauðsynlegt að afla munnlegra skýrslna eða viðbótarskýrslna fyrir Landsrétti, og þá hverra, ásamt rökstuðningi þar að lútandi, þar á meðal fyrir því hvers vegna ekki sé nægilegt að byggja á upptökum, sbr. 3. mgr. 13. gr.; jafnframt hvaða upptökur af skýrslum fyrir héraðsdómi hann telur nauðsynlegt að spila við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti.

61. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 204. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                 Ef höfð er uppi í máli fyrir Landsrétti krafa um ómerkingu héraðsdóms, frávísun frá héraðsdómi, frávísun frá Landsrétti eða niðurfellingu máls, eða Landsréttur telur að vera kunni á máli ágallar sem geti leitt til sömu niðurstöðu þótt slík krafa sé ekki gerð, skal Landsréttur að jafnaði innan mánaðar frá því að máli er úthlutað láta flytja mál um formsatriði þess áður en það er tekið til frekari meðferðar að efni til. Dómsformaður getur ákveðið að mál verði flutt síðar um formsatriði sérstaklega eða í einu lagi um formsatriði og efni. Landsréttur getur þó hvenær sem er kveðið upp dóm um frávísun máls frá réttinum vegna galla á málatilbúnaði þar fyrir dómi án þess að málflutningur fari áður fram. Á sama hátt getur Landsréttur hvenær sem er, án þess að málflutningur fari áður fram, ómerkt héraðsdóm ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls í héraði og vísað því frá héraðsdómi ef undirbúningi undir málshöfðun hefur verið áfátt í meginatriðum.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                 Ef tilefni er til tekur Landsréttur mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta atriðum varðandi rekstur þess, þ.m.t. gagnaöflun og framlagningu gagna, hvaða skýrslutökur verði heimilaðar fyrir Landsrétti og hvaða upptökur verði spilaðar við aðalmeðferð. Skulu aðilar kvaddir fyrir dóm með hæfilegum fyrirvara í þessu skyni. Dómsformaður tekur að jafnaði einn fyrir mál í þessu skyni og tekur einn ákvarðanir varðandi rekstur þess sem ekki eru kæranlegar.

62. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 205. gr. laganna:
     a.      2. mgr. orðast svo:
                 Nú er ákveðinn munnlegur flutningur og skulu þá aðilar tilkynna Landsrétti, að fram komnum greinargerðum þeirra beggja eða allra, hve langan tíma þeir áætli hvor eða hver fyrir sitt leyti að þurfi til að flytja málflutningsræðu og jafnframt til að taka þær skýrslur og spila þær upptökur sem hvor eða hver um sig hefur óskað eftir fyrir Landsrétti og rétturinn hefur heimilað, sbr. 3. mgr. 204. gr. Landsréttur ákveður hvenær munnlegur málflutningur fer fram og skal tilkynna það aðilum með hæfilegum fyrirvara. Þá skal jafnframt tilkynna aðilum ákvarðanir Landsréttar um hvort og þá hvaða skýrslur verði teknar fyrir dóminum eða spilaðar þar, hafi Landsréttur ekki þegar ráðið því til lykta, sbr. 3. mgr. 204. gr. Um tilhögun skýrslutöku fer að öðru leyti eftir ákvæðum XVII. og XVIII. kafla. Um leið skal aðilum tilkynnt hve langan tíma þeir fái til að flytja málflutningsræður ef ekki er fallist á óskir þeirra í þeim efnum. Landsréttur getur við sama tækifæri beint til aðila að þeir afhendi hvor eða hver um sig með tilteknum fyrirvara stutt yfirlit um atvik máls í tímaröð, helstu röksemdir sínar og tilvísanir í fræðirit og dóma sem þeir hyggjast styðjast við í málflutningi.
     b.      3. mgr. fellur brott.

63. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 206. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                 Við upphaf aðalmeðferðar á dómþingi skal gerð grein fyrir dómsorði héraðsdóms og áfrýjunarstefnu að því leyti sem dómsformaður telur þess þörf til skýringar á málflutningi. Við aðalmeðferð máls skulu að jafnaði fara fram í einni lotu skýrslutökur og munnlegur flutningur. Fyrst er horft og hlustað á upptökur af skýrslum af ákærðum og vitnum fyrir héraðsdómi að því leyti sem Landsréttur hefur þegar ákveðið. Því næst eru teknar skýrslur af ákærðu og vitnum sem ekki gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi eða málsaðilar hafa óskað eftir að gefi viðbótarskýrslu og Landsréttur telur að geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Verður svo flutt frumræða af hálfu ákæruvalds, síðan ef því er að skipta af hálfu þess sem gerir kröfu skv. XXVI. kafla og loks af hálfu ákærða nema dómsformaður hafi ákveðið aðra röð og aðilum verið tilkynnt það með hæfilegum fyrirvara fyrir málflutning. Eftir frumræður eiga aðilar kost á að færa fram stutt andsvör í sömu röð. Flytji verjandi málið af hálfu ákærða getur dómsformaður heimilað ákærða sjálfum að koma að stuttum athugasemdum að loknum andsvörum verjanda. Jafnan skal gengið á vettvang í upphafi aðalmeðferðar ef þurfa þykir.
     b.      Í stað orðsins „Forseti“ tvívegis í 3. mgr. kemur: Dómsformaður.

64. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 207. gr. laganna:
     a.      1.–3. mgr. orðast svo:
                 Að því leyti sem önnur ákvæði laga þessara mæla ekki á annan veg og ágreiningur er ekki uppi tekur Landsréttur afstöðu til atriða sem varða rekstur máls með ákvörðun. Slík atriði má einnig leiða til lykta með ákvörðun þótt ágreiningur sé um þau ef ágreiningsefnið sætir ekki kæru til Hæstaréttar eða úrlausn um það leiðir ekki til loka máls fyrir dóminum en í slíkum tilvikum skal kveðinn upp rökstuddur úrskurður. Ákvörðun verður ekki rökstudd sérstaklega en um efni hennar skal getið í þingbók eftir þörfum.
                 Landsréttur kveður upp dóm í kærumáli. Feli úrlausn Landsréttar í áfrýjunarmáli í sér lyktir máls án þess að það hafi verið flutt um efni skal kveðinn upp úrskurður. Úrskurð skal kveða upp svo fljótt sem verða má. Ef mál er aðeins flutt um efni eða samhliða um form og efni kveður Landsréttur upp dóm hver svo sem niðurstaða málsins er.
                 Dómar og úrskurðir Landsréttar skulu rökstuddir. Ef mál er fellt niður eða því er vísað frá Landsrétti skal þó aðeins getið um ástæður þess í úrskurði eða dómi, svo og um sakarkostnað ef því er að skipta. Sama gildir ef héraðsdómur er ómerktur og máli vísað heim eða því er vísað frá héraðsdómi. Sé í dómi kveðið á um önnur málalok en að framan getur skal greina þar frá kröfum aðila eftir því sem þörf er á svo að niðurstaða verði skýr. Að því leyti sem greinargerð um málsatvik er ábótavant í héraðsdómi skal bætt úr því í dómi Landsréttar. Ef og að því leyti sem niðurstöðu héraðsdóms er breytt skal það rökstutt í dómi Landsréttar. Fallist Landsréttur á niðurstöðu héraðsdóms en ekki á röksemdir fyrir henni greinir hann frá rökum sínum eftir því sem þörf þykir.
     b.      Í stað orðanna „dóma Hæstaréttar“ í 4. mgr. kemur: dóma og úrskurði Landsréttar.

65. gr.

    2. og 3. mgr. 208. gr. laganna falla brott.

66. gr.

    2. mgr. 209. gr. laganna orðast svo:
    Strax eftir dómtöku máls skulu dómarar ræða með sér fyrir luktum dyrum röksemdir og niðurstöðu dóms. Dómsformaður er frummælandi á þeim fundi, stýrir honum, ber fram spurningar, stuðlar að því að álit hvers dómara komi þar sem skýrast fram og telur atkvæði þeirra. Afl atkvæða ræður úrslitum. Að lokinni umræðu semur dómsformaður atkvæði að dómi. Greinist dómarar í meiri og minni hluta semur dómsformaður atkvæði fyrir þann hluta sem hann heyrir til, en hinir dómararnir ákveða hver þeirra semji atkvæði þeirra, myndi þeir meiri hluta. Landsréttardómari sem myndar meiri hluta með sérfróðum meðdómsmanni semur þó atkvæði. Dómari, sem greiðir atkvæði með ómerkingu héraðsdóms eða frávísun máls og verður í minni hluta, verður einnig að greiða atkvæði um efni máls. Dómarar ganga í sameiningu frá dómi, með eða án sératkvæða.

67. gr.

    Fyrirsögn XXXI. kafla laganna verður: Áfrýjun til Landsréttar.

68. gr.

    Á eftir XXXI. kafla laganna koma tveir nýir kaflar, XXXII. kafli, með fyrirsögninni Kæra til Hæstaréttar, með fjórum nýjum greinum, 211.–214. gr., og XXIII. kafli, með fyrirsögninni Áfrýjun til Hæstaréttar, með þrettán nýjum greinum, 215.–227. gr., svohljóðandi, og breytast númer annarra kafla og greina samkvæmt því:

    a. (211. gr.)
    Úrskurðir Landsréttar um eftirfarandi sæta kæru til Hæstaréttar:
     a.      frávísun frá héraðsdómi eða Landsrétti eða niðurfellingu máls að hluta eða að öllu leyti fyrir héraðsdómi eða Landsrétti,
     b.      hvort dómari Landsréttar víki sæti í máli,
     c.      réttarfarssekt fyrir Landsrétti,
     d.      skyldu vitnis skv. 119. gr. til að svara spurningu.
    Hæstiréttur getur þó á hvaða stigi máls sem er að synjað um að taka kæruefni til meðferðar ef rétturinn telur kæru tilefnislausa eða augljóslega setta fram í þeim tilgangi að tefja framgang máls.

    b. (212. gr.)
    Dómsformaður leiðbeinir þeim sem ekki nýtur aðstoðar lögmanns um rétt til að kæra úrskurð og um kærufrest.
    Nú vill maður kæra úrskurð og skal hann þá lýsa því yfir innan þriggja sólarhringa frá því að hann fékk vitneskju um úrskurðinn. Sé kæru lýst yfir á dómþingi má kærandi láta við það sitja að bókað verði um hana í þingbók, þar á meðal í hvaða skyni kært er. Að öðrum kosti skal hann afhenda Landsrétti skriflega kæru þar sem greint skal frá því hvaða úrskurður sé kærður, kröfu um breytingu á honum og ástæður sem kæra er reist á. Skriflegri kæru skulu fylgja ný gögn sem kærandi hyggst bera fyrir sig, enda sé í kæru getið hvað sanna eigi með þeim.
    Sé ekki kært innan þess frests sem settur er í 2. mgr. getur sá sem kæra vill samt sem áður leitað eftir leyfi Hæstaréttar til þess, en afhenda skal hann Landsrétti skriflega kæru áður en það verður gert. Um þá leyfisbeiðni og meðferð hennar fer samkvæmt því sem segir í 200. gr.
    Kæra frestar frekari framkvæmdum á grundvelli dómsathafnar þar til leyst er úr máli fyrir Hæstarétti.

    c. (213. gr.)
    Telji Landsréttur annmarka vera á kæru getur hann gefið kæranda skamman frest til lagfæringa. Að öðrum kosti sendir dómsformaður kæruna til Hæstaréttar svo fljótt sem verða má ásamt endurritum úr þingbók og öðrum gögnum málsins sem varða kæruefnið nema Landsréttur telji rétt að fella sjálfur úrskurð sinn úr gildi. Gögnin sendir Landsréttur í fjórriti ásamt athugasemdum sínum ef hann vill.
    Nú hefur kæru ekki verið lýst yfir í þinghaldi að viðstöddum gagnaðila kæranda og skal Landsréttur þá tilkynna gagnaðilanum tafarlaust um hana, enda hafi ekki verið farið með málið án þess að honum væri kunngert um það. Hafi Landsréttur ekki þegar sent Hæstarétti kærumálið getur hann um leið gefið gagnaðilanum kost á að afhenda Landsrétti skriflega greinargerð sem geymi kröfur hans og röksemdir varðandi kæruefni. Heimilt er að láta skrifleg gögn fylgja þeirri greinargerð, enda sé þess getið þar hvað sanna eigi með þeim. Hafi greinargerð ekki verið afhent Landsrétti áður en hann sendir Hæstarétti málsgögnin skal henni beint til réttarins.
    Aðilar kærumáls geta hvor eða hver fyrir sitt leyti sent Hæstarétti greinargerð með því efni sem greinir í 2. mgr. ásamt nýjum gögnum innan sólarhrings eftir að málið hefur borist réttinum. Aðili skal samhliða því senda gagnaðila sínum afrit af greinargerðinni, enda hafi ekki verið farið með málið fyrir héraðsdómi án þess að honum væri kunngert það.

    d. (214. gr.)
    Að liðnum fresti skv. 3. mgr. 213. gr. eða þegar greinargerðir hafa borist Hæstarétti getur rétturinn lagt dóm á kærumál. Tekið skal tillit til greinargerða eða gagna sem berast eftir að fresturinn er liðinn svo framarlega sem málinu er þá ekki lokið.
    Hæstiréttur leggur dóm á kærumál á grundvelli skriflegra gagna en getur þó ákveðið að það verði munnlega flutt. Dómur skal kveðinn upp svo fljótt sem kostur er.
    Að gengnum dómi sendir Hæstiréttur Landsrétti endurrit dóms. Landsréttur tilkynnir aðilum kærumáls sem hafa látið það til sín taka fyrir réttinum og eftir atvikum héraðsdómara um úrslit þess og sendir þeim endurrit dóms.
    Að öðru leyti en að framan greinir verður reglum um áfrýjunarmál beitt um kærumál eftir því sem við getur átt.

    e. (215. gr.)
    Með þeim takmörkunum sem leiðir af öðrum ákvæðum laga þessara er unnt að óska eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja landsréttardómi til Hæstaréttar til þess að fá:
     a.      endurskoðun á ákvörðun viðurlaga,
     b.      endurskoðun á niðurstöðum sem byggðar eru á skýringu eða beitingu réttarreglna,
     c.      endurskoðun á niðurstöðum sem byggðar eru á mati á sönnunargildi annarra gagna en munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi eða Landsrétti,
     d.      ómerkingu á héraðsdómi og landsréttardómi og heimvísun máls,
     e.      frávísun máls frá héraðsdómi og Landsrétti.
    Við áfrýjun dóms er jafnframt heimilt að leita endurskoðunar á úrskurðum sem kveðnir hafa verið upp og ákvörðunum sem teknar hafa verið undir rekstri máls í héraði.
    Nú er óskað eftir leyfi til að áfrýja landsréttardómi í einhverjum þeim tilgangi sem um ræðir í 1. mgr. og er þá um leið heimilt að leita endurskoðunar á niðurstöðum hans um kröfu skv. XXVI. kafla, enda hafi verið leyst úr henni að efni til og ákærði eða kröfuhafi hafi krafist endurskoðunar fyrir sitt leyti. Verði landsréttardómi ekki áfrýjað samkvæmt framansögðu er ákærða og kröfuhafa hvorum um sig heimilt að óska sérstaklega eftir leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar á úrlausn dómsins um kröfuna að efni til en um það málskot fer eftir reglum um áfrýjun dóms í einkamáli.
    Hæstiréttur ákveður hvort orðið verði við ósk um áfrýjunarleyfi. Slíkt leyfi skal aðeins veita ef áfrýjun lýtur að atriði sem hefur verulega almenna þýðingu eða af öðrum ástæðum er mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Þá getur Hæstiréttur veitt slíkt leyfi ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skal þó verða við ósk ákærða, eða ákæruvaldsins honum til hagsbóta, um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar.
    Ekki er heimilt að veita leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar til endurskoðunar á mati Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar.

    f. (216. gr.)
    Ríkissaksóknari getur óskað eftir leyfi til áfrýjunar á landsréttardómi ef hann telur ákærða hafa ranglega verið sýknaðan eða refsing eða önnur viðurlög ákveðin að mun of væg, sbr. þó 1. mgr. 198. gr. Hann getur einnig óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar ákærða til hagsbóta.
    Ákærði sem sakfelldur hefur verið fyrir Landsrétti getur óskað eftir leyfi til að áfrýja landsréttardómi, sbr. þó 1. mgr. 198. gr. Nú er ákærði látinn og getur þá maki hans, börn, aðrir niðjar, foreldrar eða systkini óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi fyrir hans hönd.

    g. (217. gr.)
    Ef ákærði er staddur við uppkvaðningu landsréttardóms skal dómari kynna honum rétt hans til að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar og frest til að lýsa henni yfir. Þegar annars er þörf á að birta dóm skv. 3. mgr. 185. gr. skal sá sem birtir kynna ákærða þetta. Skal getið að þessa hafi verið gætt með bókun í þingbók eða í birtingarvottorði.
    Nú vill ákærði leita leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar og skal hann þá senda ríkissaksóknara skriflega umsókn um leyfið þar sem rökstutt skal ítarlega hvernig ákærði telur að skilyrðum fyrir áfrýjunarleyfi sé fullnægt. Umsókn hans um áfrýjunarleyfi verður að berast ríkissaksóknara innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, hafi birtingar verið þörf skv. 3. mgr. 185. gr., en ella innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu. Umsókn um áfrýjun skal fylgja skrifleg tilkynning um áfrýjun þar sem tekið er nákvæmlega fram í hverju skyni áfrýjað sé og hverjar dómkröfur ákærða séu, þar á meðal varðandi kröfur skv. XXVI. kafla ef því er að skipta, svo og hvern hann vill fá skipaðan sem verjanda fyrir Hæstarétti eða hvort hann óskar eftir að flytja mál sitt sjálfur. Ríkissaksóknara er skylt að veita ákærða leiðbeiningar um gerð tilkynningar ef eftir því er leitað en jafnframt ber honum að benda á hvernig bæta megi úr annmörkum á efni hennar ef um þá er að ræða. Þegar tilkynning hefur borist frá ákærða innan framangreinds frests telst áfrýjunarfrestur rofinn.
    Leiti ríkissaksóknari áfrýjunarleyfis skal hann beina til Hæstaréttar skriflegri umsókn um það. Skal hún vera sama efnis og um ræðir í 2. mgr. Umsóknin verður að berast réttinum innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu landsréttardóms.
    Hæstiréttur gefur öðrum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn um áfrýjunarleyfi. Þegar meðferð umsóknar er lokið tilkynnir rétturinn aðilunum skriflega um niðurstöðuna. Sé leyfið veitt verður ekki krafist rökstuðnings fyrir þeirri ákvörðun en sé umsókn hafnað skal greint frá ástæðum þess í tilkynningu til aðilanna.
    Hvort sem ákærði eða ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjun landsréttardóms getur gagnaðili, þar á meðal kröfuhafi, ef krafa skv. XXVI. kafla hefur verið dæmd að efni til, ávallt gert kröfu fyrir Hæstarétti um breytingar á niðurstöðum dómsins án þess að áfrýja fyrir sitt leyti, enda komi sú krafa fram í greinargerð hans til Hæstaréttar.
    Hafi hvorki ákærði né ríkissaksóknari áfrýjað innan þeirra fresta sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. skal litið svo á að landsréttardómi sé unað af beggja hálfu. Þrátt fyrir það getur Hæstiréttur orðið við umsókn um leyfi til að áfrýja landsréttardómi sem berst næstu þrjá mánuði eftir lok áfrýjunarfrests, enda sé fullnægt skilyrðum 2. mgr. 198. gr. og dráttur á áfrýjun nægilega réttlættur. Beiðni um slíkt áfrýjunarleyfi frestar ekki fullnustu landsréttardóms um refsingu og önnur viðurlög.

    h. (218. gr.)
    Ríkissaksóknari er sóknaraðili máls fyrir Hæstarétti, hvort sem hann hefur sjálfur áfrýjað héraðsdómi eða ákærði.
    Þegar áfrýjun er ráðin gefur ríkissaksóknari út áfrýjunarstefnu þar sem skal greina:
     a.      heiti og númer sem málið bar á fyrra dómstigi og hvenær dómur var kveðinn upp,
     b.      nafn ákærða, kennitölu eða fæðingardag og heimili, svo og hver komi fram fyrir hans hönd við áfrýjun skv. 2. mgr. 197. gr. ef því er að skipta,
     c.      hver áfrýjar dómi og nákvæmlega í hverju skyni það sé gert,
     d.      ef því er að skipta hvert sé nafn, kennitala og heimili þess sem haft hefur uppi kröfu skv. XXVI. kafla sem dæmd hefur verið að efni til á fyrra dómstigi,
     e.      að málið verði tekið til meðferðar í Hæstarétti í samræmi við tilkynningar sem aðilunum verði á síðari stigum sendar þaðan.
    Hafi ríkissaksóknari áfrýjað dómi skal hann svo fljótt sem verða má fá áfrýjunarstefnu birta fyrir ákærða. Skal ákærða um leið gefinn kostur á að bera fram ósk um verjanda eða greina ella frá ósk sinni um að fá að flytja mál sitt sjálfur.
    Hafi krafa skv. XXVI. kafla verið dæmd að efni til á fyrra dómstigi skal ríkissaksóknari láta birta áfrýjunarstefnu fyrir þeim sem með kröfuna fer. Sé um brotaþola að ræða skal honum um leið gefinn kostur á að bera fram ósk um réttargæslumann þá þegar eða með tilkynningu til Hæstaréttar.
    Að því búnu sem að framan greinir sendir ríkissaksóknari Hæstarétti áfrýjunarstefnuna með sönnun fyrir birtingu hennar ásamt endurriti af dómi á fyrra dómstigi og tilkynningu ákærða um áfrýjun ef því er að skipta. Hæstiréttur skipar ákærða verjanda nema hann hafi óskað eftir að flytja mál sitt sjálfur, enda sé hann hæfur til þess að mati réttarins. Ef því er að skipta skipar Hæstiréttur enn fremur brotaþola réttargæslumann ef skilyrði eru til þess. Að því búnu tilkynnir Hæstiréttur eftir því sem við á ríkissaksóknara, ákærða, verjanda, brotaþola eða réttargæslumanni að málið hafi borist réttinum og hvaða auðkenni það hefur hlotið, svo og að tilkynnt verði frekar á síðara stigi um fresti hvers um sig til að leggja fram greinargerð í málinu af sinni hálfu.

    i. (219. gr.)
    Þegar áfrýjun er ráðin skal viðkomandi dómstóll verða við beiðni ríkissaksóknara um að afhenda honum dómsgerðir.
    Þegar ríkissaksóknara hafa borist dómsgerðir skv. 1. mgr. og verjandi hefur verið skipaður skal ríkissaksóknari í samráði við verjanda annast frágang málsgagna en til þeirra teljast afrit þeirra málsskjala og endurrita sem aðilarnir telja þörf á við úrlausn málsins eins og áfrýjun er háttað. Hæstarétti skulu síðan afhent málsgögn í þeim fjölda eintaka sem hann telur þörf á, svo og dómsgerðir.
    Hæstiréttur setur nánari reglur um frágang málsgagna og dómsgerða.

    j. (220. gr.)
    Þegar málsgögn hafa verið afhent skal Hæstiréttur veita þeim aðila sem áfrýjað hefur tiltekinn frest til að skila greinargerð og gögnum sem hann kann enn að telja vanta og hann hyggst byggja mál sitt á fyrir Hæstarétti. Þegar greinargerð og gögn hafa borist skal gagnaðila veittur frestur til að skila greinargerð og gögnum af sinni hálfu. Ef því er að skipta skal að lokum veita kröfuhafa skv. XXVI. kafla frest til að skila greinargerð og gögnum. Þegar greinargerð er skilað til Hæstaréttar skal sá sem það gerir senda öðrum þeim sem að framan er getið afrit af henni, svo og af gögnum sem fylgja henni.
    Í greinargerð málsaðila skal koma fram:
     a.      hvers krafist sé fyrir Hæstarétti,
     b.      hvort hann felli sig við lýsingu málsatvika í hinum áfrýjaða dómi og röksemdir fyrir niðurstöðu en ef svo er ekki skal getið á stuttan og gagnorðan hátt í hverjum atriðum hann sé ósammála og hvernig hann rökstyðji í meginatriðum kröfur um breytingar á niðurstöðum hins áfrýjaða dóms,
     c.      athugasemdir við málatilbúnað gagnaðila ef þeirra er þörf,
     d.      hvort hann hyggist enn leggja ný gögn fram fyrir Hæstarétti á síðara stigi og hver þau séu þá í meginatriðum.
    Málsaðilum er heimilt að leggja frekari gögn fyrir Hæstarétt en þau skulu þá afhent réttinum og kynnt gagnaðila ekki síðar en einni viku fyrir flutning máls. Frá þessu getur Hæstiréttur vikið ef sérstaklega stendur á, enda séu aðilar á það sáttir að ný gögn komi fram með skemmri fyrirvara. Ríkissaksóknara er þó jafnan heimilt að leggja fram nýtt sakavottorð ákærða við upphaf málflutnings.

    k. (221. gr.)
    Hæstiréttur getur kveðið upp dóm um frávísun máls frá réttinum vegna galla á málatilbúnaði þar fyrir dómi án þess að málflutningur fari áður fram. Á sama hátt getur Hæstiréttur ómerkt hinn áfrýjaða dóm ef verulegir gallar hafa verið á meðferð málsins á fyrri stigum þess og vísað því frá dómi ef undirbúningi undir málshöfðun hefur verið áfátt í meginatriðum.
    Nú er málatilbúnaði áfátt, án þess að nauðsynlegt þyki þó að vísa máli frá eða ómerkja hinn áfrýjaða dóm og getur þá Hæstiréttur beint því til aðila að afla gagna um tiltekin atriði eða grípa til annarra aðgerða til að ráða bót á því sem áfátt er.
    Áður en málflutningur fer fram getur Hæstiréttur tekið mál fyrir á dómþingi eftir þörfum til að ráða til lykta atriðum varðandi rekstur þess. Skulu aðilar kvaddir fyrir dóm með hæfilegum fyrirvara í þessu skyni.

    l. (222. gr.)
    Mál skal að jafnaði flutt munnlega fyrir Hæstarétti. Rétturinn getur þó ákveðið að mál verði skriflega flutt ef sérstakar ástæður mæla með því. Hann getur einnig ákveðið að mál verði dómtekið án sérstaks málflutnings ef samhljóða óskir koma fram um það frá aðilum eða dómi er aðeins áfrýjað um ákvörðun viðurlaga.
    Nú er ákveðinn munnlegur flutningur í máli og skulu þá aðilar tilkynna Hæstarétti að fram komnum greinargerðum þeirra beggja eða allra hve langan tíma þeir áætli hvor eða hver fyrir sitt leyti að þurfi til að flytja málflutningsræðu. Hæstiréttur ákveður hvenær munnlegur málflutningur fer fram og tilkynnir það aðilum með hæfilegum fyrirvara. Um leið skal aðilum tilkynnt hve langan tíma þeir fái til að flytja málflutningsræður ef ekki er fallist á óskir þeirra í þeim efnum. Hæstiréttur getur við sama tækifæri beint til aðila að þeir afhendi hvor eða hver um sig með tilteknum fyrirvara stutt yfirlit um atvik máls í tímaröð, helstu röksemdir sínar og tilvísanir í fræðirit og dóma sem þeir hyggjast styðjast við í málflutningi.

    m. (223. gr.)
    Áður en munnlegur flutningur hefst á dómþingi skal gerð grein fyrir dómsorði hins áfrýjaða dóms og áfrýjunarstefnu að því leyti sem forseti telur þess þörf til skýringar á málflutningi. Verður svo flutt frumræða af hálfu ákæruvalds, síðan ef því er að skipta af hálfu þess sem gerir kröfu skv. XXVI. kafla og loks af hálfu ákærða nema forseti hafi ákveðið aðra röð og aðilum verið tilkynnt það með hæfilegum fyrirvara fyrir málflutning. Eftir frumræður eiga aðilar kost á að færa fram stutt andsvör í sömu röð. Flytji verjandi málið af hálfu ákærða getur forseti heimilað ákærða sjálfum að koma að stuttum athugasemdum að loknum andsvörum verjanda.
    Í málflutningi skal gera grein fyrir þeim atriðum í niðurstöðum hins áfrýjaða dóms sem leitað er breytinga á, kröfum í þeim efnum og röksemdum fyrir þeim. Skal forðast málalengingar og málflutningi beint að þeim atriðum einum sem ágreiningur er um ásamt nauðsynlegri frásögn af öðrum sem þarf samhengis vegna.
    Forseti stýrir þinghaldi. Hann getur krafist að málflytjendur haldi sér við efnið og láti vera að fjalla um þá þætti máls sem ekki eru til endurskoðunar eða ástæðulaust er af öðrum sökum að gera frekari grein fyrir. Forseti getur stöðvað málflutning ef ræður verða langar úr hófi fram eða sett málflytjanda tímatakmörk og við þau bundið enda á málflutning.
    Að loknum málflutningi tekur Hæstiréttur málið til dóms.

    n. (224. gr.)
    Að því leyti sem taka þarf afstöðu til atriða varðandi rekstur máls fyrir Hæstarétti ræður hann þeim til lykta með ákvörðun, hvort sem ágreiningur er um þau milli aðila eða ekki, enda leiði ákvörðunin ekki til loka máls fyrir dóminum. Ákvörðun skal ekki rökstudd sérstaklega en um efni hennar skal getið í þingbók eftir þörfum.
    Úr öðrum atriðum máls leysir Hæstiréttur með dómi. Ef máli er vísað frá Hæstarétti má láta við það sitja að geta um ástæður þess í dómi, svo og um sakarkostnað. Sama gildir ef hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og máli vísað heim í hérað eða til Landsréttar eða því er vísað frá héraðsdómi eða Landsrétti.
    Sé kveðið á um önnur málalok í dómi en getur í 2. mgr. skal greina þar frá kröfum aðila eftir því sem þörf er á svo að niðurstaða verði skýr. Að því leyti sem greinargerð um málsatvik er ábótavant í hinum áfrýjaða dómi skal bætt úr því í dómi Hæstaréttar. Ef og að því leyti sem niðurstöðu hins áfrýjaða dóms er breytt skal það rökstutt í dómi Hæstaréttar. Fallist Hæstiréttur á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms en ekki á röksemdir fyrir henni greinir hann frá rökum sínum eftir því sem þörf þykir.
    Um dóma Hæstaréttar gilda að öðru leyti ákvæði 183. gr. eftir því sem getur átt við.

    o. (225. gr.)
    Refsing og önnur viðurlög á hendur ákærða verða ekki þyngd með dómi Hæstaréttar nema þess hafi verið krafist af hálfu ákæruvalds. Ákvæðum hins áfrýjaða dóms um kröfu skv. XXVI. kafla verður heldur ekki breytt nema þess hafi verið krafist af þeim sem breyting er til hagsbóta, hvort sem það er ákærði eða kröfuhafi. Að öðru leyti getur Hæstiréttur ávallt breytt dómi til hagsbóta ákærða þótt hann hafi ekki gert kröfu um það.
    Hæstiréttur getur ekki endurmetið niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sönnunargildi munnlegs framburðar.

    p. (226. gr.)
    Dóm skal kveða upp svo fljótt sem unnt er eftir að mál er dómtekið og aldrei síðar en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því. Verði því ekki komið við og hafi mál verið munnlega flutt skal endurtaka málflutning að því leyti sem Hæstarétti þykir nauðsynlegt.
    Strax eftir dómtöku máls skulu dómarar ræða með sér fyrir luktum dyrum röksemdir og niðurstöðu dóms. Fyrir málflutning felur forseti einum dómara að vera frummælandi á þeim fundi en forseti stýrir þar ráðagerðum, ber fram spurningar, stuðlar að því að álit hvers dómara komi þar sem skýrast fram og telur atkvæði þeirra. Afl atkvæða ræður úrslitum. Að lokinni umræðu felur forseti frummælandanum að semja atkvæði að dómi. Greinist dómarar í meiri og minni hluta semur frummælandinn atkvæði fyrir þann hluta sem hann heyrir til, en hinir dómararnir ákveða hver þeirra semji atkvæði þeirra. Dómari, sem greiðir atkvæði með ómerkingu héraðsdóms eða frávísun máls og verður í minni hluta, verður einnig að greiða atkvæði um efni máls. Dómarar ganga í sameiningu frá dómi, með eða án sératkvæða.
    Við uppkvaðningu dóms skal lesa upp dómsorð í heyranda hljóði á dómþingi eftir því sem þörf þykir. Ef sératkvæði er í dómi skal þess einnig getið.

    q. (227. gr.)
    Eftir því sem átt getur við fer að öðru leyti um meðferð og úrlausn sakamála fyrir Hæstarétti eftir ákvæðum þessara laga um meðferð máls í héraði.

69. gr.

    Í stað „3. mgr. 212. gr.“ í 1. mgr. 213. gr. laganna kemur: 3. mgr. 229. gr.

70. gr.

    Á eftir „XXXI.“ í 2. mgr. 214. gr. laganna kemur: og XXXIII.

71. gr.

    215. gr. laganna orðast svo:
    Endurupptökunefnd samkvæmt lögum um dómstóla getur leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr.
    Mál verður ekki endurupptekið í Landsrétti nema frestur til að leita áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sé liðinn eða Hæstiréttur hafi synjað um áfrýjunarleyfi. Um beiðni um endurupptöku máls sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti og meðferð hennar gilda ákvæði 229. gr. og 230. gr. eftir því sem við á.
    Endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort mál verði endurupptekið og gilda ákvæði 1. mgr. 231. gr. um þá ákvörðun.
    Nú hefur endurupptaka máls verið heimiluð, annaðhvort að öllu leyti eða að hluta, og skal þá upp frá því fara með það að því marki, sem heimildin nær, eftir almennum reglum XXXI. kafla eins og áfrýjunarstefna hefði verið gefin út á þeim tíma þegar endurupptaka var ráðin.
    Að því leyti sem endurupptaka máls hefur verið heimiluð skal nýr dómur ganga í því fyrir Landsrétti án tillits til þess hvort niðurstöðu sé breytt frá fyrra dómi.
    Ákvæði 3. og 4. mgr. 231. gr. gilda um mál sem endurupptekið er fyrir Landsrétti eða Hæstarétti.

72. gr.

    Fyrirsögn XXXIII. kafla laganna, er verður XXXV. kafli, verður: Endurupptaka máls sem hefur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti.

73. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 220. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Hæstaréttar“ í 1. og 2. mgr. og orðsins „Hæstarétti“ í 3. og 4. mgr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landsréttur.
     b.      Í stað „218. gr.“ í 1. mgr. kemur: 235. gr.
     c.      Í stað „216.–219. gr.“ í 4. mgr. kemur: 233.–236. gr.

74. gr.

    221. gr. laganna orðast svo:
    Nú áfrýjar ákærði dómi á fyrra dómstigi og hann er sýknaður með öllu eða að hluta með dómi Hæstaréttar eða viðurlög eru þar milduð og skal þá kostnaður af áfrýjun felldur á ríkissjóð eða honum skipt samkvæmt því sem segir í 1. mgr. 235. gr.
    Nú áfrýjar ríkissaksóknari dómi á fyrra dómstigi og viðurlög eru ekki þyngd svo að neinu nemi með dómi Hæstaréttar og skal þá kostnaður af áfrýjun felldur á ríkissjóð.
    Eftir því sem við á fer að öðru leyti um sakarkostnað fyrir Hæstarétti samkvæmt því sem mælt er fyrir í 233.–236. gr.

75. gr.

    Í stað orðsins „Hæstarétti“ þrívegis í 5. mgr. 223. gr. laganna kemur: æðri dómi.

76. gr.

    Í stað „228. gr.“ í 229. gr., 1. og 3. mgr. 230. gr. og 231. gr. laganna kemur: 245. gr.

77. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „XXXII. og XXXIII. kafla“ í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða V kemur: XXXIV. og XXXV. kafla.
     b.      Í stað „XXXVII. kafla“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI kemur: XXXIX. kafla.

III. KAFLI.
Gildistaka, lagaskil o.fl.
78. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. janúar 2018. Þau taka þó ekki til ólokinna mála sem þegar hafa verið flutt munnlega fyrir Hæstarétti við gildistöku þeirra. Þau mál sem áfrýjað hefur verið eða kærð til Hæstaréttar fyrir gildistöku laga þessara skulu rekin upp frá því fyrir Landsrétti. Ekki haggast af þeim sökum gildi þeirrar meðferðar sem mál hefur þegar sætt.
    Nú hefur máli verið áfrýjað og það verið flutt til Landsréttar skv. 1. mgr. og má þá sækja um leyfi til áfrýjunar þess til Hæstaréttar skv. 1. mgr. 176. gr. laga um meðferð einkamála eða 1. mgr. 215. gr. laga um meðferð sakamála innan fjögurra vikna frá gildistöku laganna.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

I. Inngangur.
    Með þessu frumvarpi og frumvarpi til nýrra laga um dómstóla sem lagt er fram samhliða frumvarpinu er annars vegar lagður grundvöllur að stofnun millidómstigs hér á landi þannig að dómstigin verði þrjú, þ.e. héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur en hins vegar gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna þannig að sameiginleg stjórnsýsla allra þriggja dómstiga er færð undir nýja stofnun á vegum dómstólanna, dómstólasýsluna, og stjórnsýsla dómstólanna þar með efld og sjálfstæði þeirra styrkt.
    Lagður var grunnur að þessum frumvörpum af nefnd sem innanríkisráðherra skipaði til að undirbúa stofnun millidómstigs á Íslandi en hún var skipuð þeim Kristínu Edwald hæstaréttarlögmanni, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Hervöru Þorvaldsdóttur héraðsdómara og Hafsteini Þór Haukssyni, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Að fengnum athugasemdum frá ýmsum umsagnaraðilum fól innanríkisráðuneytið þeim Sigurði Tómasi Magnússyni, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Þorvaldi Heiðari Þorsteinssyni, lögfræðingi í innanríkisráðuneytinu, að halda áfram vinnu við frumvarpið. Þeim til stuðnings var rýnihópur sem skipaður var þeim Árna Kolbeinssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, Ólöfu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs, Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, Skúla Magnússyni, héraðsdómara og formanni Dómarafélags Íslands, og Stefáni A. Svenssyni hrl.
    Langt er síðan hugmyndir um millidómstig komu fyrst fram hér á landi. Á árinu 1972 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra sérstaka réttarfarsnefnd og á grundvelli tillagna hennar var lagt fram á Alþingi á 97. löggjafarþingi, 1975–1976, frumvarp um millidómstig sem síðan hefur gengið undir nafninu Lögréttufrumvarpið. Þetta frumvarp var lagt fram á Alþingi með ýmsum breytingum alls fimm sinnum á árunum þar á eftir en náði ekki fram að ganga. Hugmyndin um millidómstig lá eftir það í dvala og var ekki hluti af þeim breytingum á dómstólaskipan og réttarfarsumbótum sem innleiddar voru hér á landi á árinu 1992.
    Í desember árið 2006 ritaði dómstólaráð bréf til dómsmálaráðherra í tilefni þess að til meðferðar var frumvarp til nýrra laga um meðferð sakamála. Þar var lagt til að komið yrði á fót millidómstigi í sakamálum til að koma til móts við sjónarmið um réttláta málsmeðferð þannig að fullnægt yrði kröfum mannréttindasáttmála Evrópu um áfrýjun dóma í sakamálum. Síðar skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að fjalla um hvernig best mætti tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu í meðferð sakamála og skilaði hún skýrslu um málið 1. október 2008. Taldi nefndin margt benda til þess að gildandi fyrirkomulag um sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti Íslands bryti gegn meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og gengi í berhögg við 2. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki hefði tíðkast í framkvæmd að rétturinn endurmæti niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi framburðar með því að taka skýrslur af ákærða eða vitnum þar fyrir dómi. Þess í stað hefði rétturinn oftast gripið til þess ráðs að ómerkja dóm og vísa málum aftur heim í hérað. Beiting úrræðisins ylli oft töfum á meðferð máls, auk þess sem ekki væri unnt að beita því nema einu sinni í hverju máli. Lagði nefndin til að stofnaður yrði dómstóll á millidómstigi.
    Hinn 8. október 2010 héldu Ákærendafélag Íslands, Dómarafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands málþing um stofnun millidómstigs hér á landi. Þar kom fram mikill einhugur um stofnun millidómstigs í einkamálum og sakamálum. Þessi félög sendu í kjölfarið erindi til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins þar sem skorað var á ráðherra að beita sér fyrir stofnun millidómstigs í einkamálum og sakamálum. Ráðherra ákvað 13. desember 2010 að skipa vinnuhóp til að fylgja þessu erindi eftir. Fékk vinnuhópurinn þau fyrirmæli „að taka til skoðunar þörfina á að setja á fót hér á landi millidómstig sem taki bæði til sakamála og einkamála, kosti þess og galla og hvernig slíku millidómstigi væri best fyrir komið auk þess að leggja mat á þann kostnað sem slíku væri samfara“. Þá skyldi vinnuhópurinn hafa samráð við fulltrúa framangreindra félaga við vinnu sína. Vinnuhópurinn var skipaður þeim Sigurði Tómasi Magnússyni prófessor, Ásu Ólafsdóttur lektor, Benedikt Bogasyni, þá dómstjóra og dósent, og Símoni Sigvaldasyni, héraðsdómara og formanni dómstólaráðs. Hópurinn skilaði innanríkisráðuneytinu skýrslu í júní 2011 þar sem fjallað var ítarlega um stofnun millidómstigs og kostir og gallar hinna ýmsu leiða raktir eins og síðar verður vikið að.

II. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Íslendingar hafa nú um rúmlega tveggja áratuga skeið búið við einfalt, gagnsætt og tiltölulega hagkvæmt dómstólakerfi. Dómskerfið er þó ekki hnökralaust. Alvarlegustu ágallarnir hafa á síðustu árum verið taldir þeir annars vegar að ekki sé unnt að fá endurskoðun Hæstaréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar í sakamálum og hins vegar að fordæmisgildi dóma Hæstaréttar líði fyrir mikinn málafjölda í Hæstarétti sem skapi að auki hættu á misvísandi niðurstöðum og að mál fái ekki nægilega vandaða málsmeðferð.
    Framangreindum ágöllum á dómstólakerfinu var nánar lýst þannig í fyrrnefndri skýrslu vinnuhóps ráðherra frá árinu 2011:
     1.      Farið er alvarlega á svig við meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti í lögum og réttarframkvæmd. Vinnuhópurinn telur að hvort sem um sé að ræða að sýknu- eða sakfellingardómar eru staðfestir, sýknu er breytt í sakfellingu, sakfellingu er breytt í sýknu eða héraðsdómur er ómerktur vegna annmarka á sönnunarmati, án þess að munnlegar skýrslur séu teknar í Hæstarétti, sé vegið að grunnrökum meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu. Þennan ágalla á sakamálalögum og réttarframkvæmd telur vinnuhópurinn svo alvarlegan að tafarlausra úrbóta á íslenskri dómstólaskipan sé þörf. Sömu grunnrök eigi jafnframt við um meðferð einkamála fyrir Hæstarétti.
     2.      Óviðunandi er að sérfróðir meðdómendur skuli ekki taka þátt í áfrýjunarmeðferð í málum þar sem reynir á sérkunnáttu og dæmd hafa verið á fyrsta dómstigi af sérfróðum meðdómendum. Hvort sem um það er að ræða að Hæstiréttur víki sér undan að endurskoða sérfræðileg atriði, vísi til sérfróðra meðdómenda um slík atriði eða gengst í að endurmeta slík atriði á eigin spýtur, verður að draga í efa að um sé að ræða raunverulega og trúverðuga endurskoðun á öllum þáttum dómsmáls sem líklegt sé til að leiði til réttari niðurstöðu en komist var að í dómi héraðsdóms. Núverandi dómstólaskipan með Hæstarétt í hlutverki bæði millidómstigs og æðsta dómstigs gerir ekki ráð fyrir sérfróðum meðdómendum á áfrýjunarstigi og vandséð er að slíkar breytingar verði gerðar ef haldið verður við tveggja þrepa dómskerfi.
     3.      Óhóflegt vinnuálag í Hæstarétti skapar hættu á að réttarskapandi áhrif dóma réttarins verði minna en æskilegt væri. Afleiðingar tveggja þrepa dómskerfis hér á landi hafa verið þær að málafjöldi og þar með vinnuálag í Hæstarétti hefur verið óhóflegt. Úr þessu verður tæplega bætt nema með stofnun millidómstigs.
    Þessu frumvarpi og frumvarpi til nýrra dómstólalaga er í sameiningu ætlað að leggja grunn að nýrri dómstólaskipan með þriggja þrepa dómskerfi og nýjum málsmeðferðarreglum sem taki mið af hinni nýju skipan. Markmið þeirra grundvallarbreytinga á dómstólaskipaninni sem frumvörpin fela í sér eru í fyrsta lagi að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu verði betur fylgt á áfrýjunarstigi en nú er bæði í einkamálum og sakamálum. Þannig verði komið til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi en Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur talið að milliliðalaus sönnunarfærsla sé liður í réttlátri málsmeðferð skv. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er markmið frumvarpanna í öðru lagi það að létta álagi af Hæstarétti Íslands og gera honum betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll. Loks er það markmið frumvarpanna að stuðla að vandaðri og trúverðugari málsmeðferð í málum þar sem reynir á sérfræðileg atriði.
    Í frumvörpunum er lögð rík áhersla á að með breytingunum verði stuðlað að því að bæta dómskerfið en dómstólaskipanin og málsmeðferðarreglur verði þó eins hagkvæmar og skilvirkar og kostur er. Ljóst er að breyting yfir í þriggja þrepa dómskerfi er til þess fallin að lengja heildarmálsmeðferðartíma í málum sem fara alla leið til Hæstaréttar og milliliðalaus málsmeðferð og notkun sérfróðra meðdómsmanna á áfrýjunarstigi er til þess fallin að þyngja málsmeðferðina en hvorutveggja krefst meiri mannafla og eykur kostnað í dómskerfinu. Reynt er að bregðast við þessu með ýmsum mótvægisaðgerðum, svo sem að stytta áfrýjunarfresti í einkamálum, einfalda sönnunarfærslu fyrir Landsrétti og fækka sérfróðum meðdómsmönnum í héraði. Þess hefur þó verið gætt að skerða ekki aðgengi að dómstólunum með því að takmarka möguleika á áfrýjun og kæru til Landsréttar.
    Nánar tiltekið er gengið út frá eftirfarandi forsendum í frumvörpunum:
     1.      Öll dómsmál hefjist á fyrsta dómstigi. Héraðsdómstólarnir verði eftir sem áður grundvallarstofnanir réttarkerfisins og áhersla lögð á að þar verði lagður vandaður og traustur grundvöllur að niðurstöðu í öllum dómsmálum.
     2.      Einn dómstóll verði starfræktur á millidómstigi fyrir landið allt og hann nefndur Landsréttur.
     3.      Reglum um málskot og málsmeðferðarreglum fyrir Landsrétti sé hagað þannig að tryggt verði að dómstóllinn ráði við þau verkefni sem honum verða falin.
     4.      Takmarkanir á málskotsheimildum frá héraðsdómi til Landsréttar verði sambærilegar því sem nú er varðandi málskot til Hæstaréttar.
     5.      Meðalmálsmeðferðartími lengist ekki. Spornað verði við lengri málsmeðferðartíma vegna málsmeðferðar á þremur dómstigum í stað tveggja með því að stytta áfrýjunarfresti í einkamálum verulega, takmarka nýja og endurtekna sönnunarfærslu fyrir Landsrétti eins og unnt er og takmarka möguleika á að kæra dóma og úrskurði Landsréttar áfram til Hæstaréttar.
     6.      Meginreglan verði sú að aðilar eigi kost á að framkvæma munnlega sönnunarfærsla fyrir Landsrétti eftir því sem nauðsynlegt þykir, hvort sem er að taka skýrslur af nýjum vitnum eða viðbótarskýrslur af þeim sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Unnt verði að óska eftir að myndupptökur af framburði aðila og vitna í héraði verði spilaðar við aðalmeðferð fyrir Landsrétti. Sönnunarfærsla fyrir Landsrétti verði þó að miklu leyti byggð á endurritum af skýrslum fyrir héraðsdómi.
     7.      Sérfróðir meðdómsmenn taki sæti í dómi í Landsrétti í málum þar sem sérkunnáttu er þörf en að jafnaði taki þó aðeins einn sérfróður meðdómsmaður sæti í máli í héraði og fyrir Landsrétti.
     8.      Málsmeðferð verði að öðru leyti svipuð fyrir Landsrétti og nú er fyrir Hæstarétti.
     9.      Sem allra fæst dómsmál komi til meðferðar á þremur dómstigum:
       a.      Tiltölulega þröng heimild verði til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar ef þörf er á skjótri niðurstöðu í máli og að uppfylltum fleiri skilyrðum, m.a. að ekki sé ágreiningur um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar.
       b.      Heimildir til að kæra úrskurði Landsréttar um réttarfarságreining fyrir héraðsdómi eða fyrir Landsrétti verði þröngar.
       c.      Dómum Landsréttar verði eingöngu áfrýjað með leyfi Hæstaréttar, að uppfylltum tiltölulega þröngum skilyrðum.
     10.      Að kostnaður við dómskerfið vaxi ekki úr hófi samanborið við þann ávinning sem af millidómstigi leiðir þannig að tryggð sé hagkvæm nýting á opinberu fé og að ekki dragi úr skilvirkni.
    Bent hefur verið á að unnt væri að fara aðrar leiðir. Þannig væri unnt að lögfesta munnlega sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti og fylgja betur meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu en nú er en fjölga hæstaréttardómurum að sama skapi til að bregðast við meira vinnuálagi. Með því yrði þó aðeins bætt úr hluta af framangreindum annmörkum á dómstólakerfinu. Þá hefur verið bent á að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu muni auka verulega kostnað ríkisins af dómskerfinu og að við því megi bregðast með því að taka upp millidómstig í áföngum, t.d. með því að millidómstigið taki fyrst um sinn aðeins til sakamála eða að fyrst um sinn yrði aðeins leyst úr kærumálum á millidómstigi. Þá hefur verið bent á að það geti verið erfiðleikum háð að skipa í einu lagi 15 nægilega hæfa nýja dómara á áfrýjunarstigi. Ef landsréttardómarar yrðu að meginstefnu valdir úr röðum héraðsdómara færðist þessi vandi til héraðsdómstólanna þar sem skipa þyrfti á annan tug nýrra héraðsdómara. Það sem mælir einkum með því að millidómstig verði sett á stofn í einu skrefi er hins vegar að það flýtir verulega fyrir því að fyrrnefndar réttarbætur komist í framkvæmd. Hagkvæmara er að hefja starfsemi Landsréttar í húsnæði og umhverfi sem miðast við framtíðarstarfsemi dómstólsins og kostnaður við upplýsingakerfi og innviði verður óhjákvæmilega minni ef dómstóllinn verður settur á stofn í einu skrefi frekar en fleirum.
    Ljóst er að verði frumvörpin að lögum kallar það á breytingar og endurskoðun fjölmargra annarra lagabálka og mun innanríkisráðuneytið annast undirbúning og vinnslu nauðsynlegra lagafrumvarpa þar að lútandi.

III. Meginefni frumvarpsins.
    Stofnun millidómstigs krefst margs konar breytinga á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Að auki kallar stofnun millidómstigs á ýmsar breytingar á dómstólalögunum en frumvarp til nýrra dómstólalaga er lagt fram samhliða þessu frumvarpi. Loks kallar stofnun millidómstigs á breytingar á ýmsum öðrum lögum þar sem fjallað er um hlutverk dómstóla við úrlausn hinna ýmsu tegunda ágreiningsmála en sérstakt frumvarp verður lagt fram síðar með þeim breytingum.
    Með frumvarpi þessu eru gerðar nauðsynlegar breytingar annars vegar á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og hins vegar á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, vegna tilkomu millidómstigs og nýs hlutverks Hæstaréttar. Þótt frumvörpin geri ráð fyrir þremur dómstigum er stefnt að því að tiltölulega fá mál komi til meðferðar á öllum þremur dómstigum og að það verði að mestu undir Hæstarétti sjálfum komið hvaða mál verði tekin til áfrýjunarmeðferðar. Áfram muni flest mál aðeins fá meðferð á einu eða tveimur dómstigum. Gert er ráð fyrir því að öll mál byrji fyrir héraðsdómstólunum eins og verið hefur en það er í samræmi við þróun sem orðið hefur í nágrannalöndunum. Héraðsdómstólarnir verða því áfram kjölfesta réttarkerfisins þar sem grundvöllur er lagður að dómsmálum og mikilvægt er því að tryggja að vönduð umgjörð verði um málsmeðferð og dómsniðurstöður þar. Þess var vandlega gætt við samningu frumvarpsins að áfram yrðu gerðar ríkar kröfur um vandaða málsmeðferð í héraði og ekki gert ráð fyrir rýmri heimildum til að bæta úr annmörkum á málsmeðferð í héraði á áfrýjunarstigi en nú er.
    Reglur um kærur og áfrýjun mála frá héraðsdómi til Landsréttar verða svipaðar reglunum sem nú gilda um kærur og áfrýjun mála til Hæstaréttar. Á hinn bóginn verður gert ráð fyrir að tiltölulega þröng heimild verði til að áfrýja héraðsdómum í einkamálum beint til Hæstaréttar ef þörf er á skjótri niðurstöðu. Til þessa getur komið í veigameiri málum þar sem ekki er þörf á nýrri sönnunarfærslu eða endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegra framburða. Þessi leið er til þess fallin að flýta endanlegri niðurstöðu í slíkum málum en í leiðinni létta nokkuð vinnuálagi af Landsrétti og nýta betur starfskrafta hæstaréttardómara.
    Ákvæði laganna um meðferð mála fyrir Landsrétti eru að mestu í samræmi við þau ákvæði sem þegar eru í lögunum um meðferð mála fyrir Hæstarétti að því undanskildu að gert er ráð fyrir munnlegri sönnunarfærslu fyrir Landsrétti. Helstu nýmæli sem þetta frumvarp hefur í för með sér eru eftirfarandi:
     1.      Frumvarpið hefur að geyma málsmeðferðarreglur í einkamálum og sakamálum á nýju millidómstigi, nánar tiltekið fyrir áfrýjunardómstól sem nefndur verður Landsréttur. Þessar reglur taka að flestu leyti mið af núgildandi málsmeðferðarreglum fyrir Hæstarétti.
     2.      Frumvarpið hefur að geyma breytingar á málsmeðferðarreglum fyrir Hæstarétti í einkamálum og sakamálum sem taka mið af breyttu hlutverki Hæstaréttar sem æðsta dómstóls landsins í þriggja þrepa dómskerfi.
     3.      Lagt er til að unnt verði að endurskoða öll atriði héraðsdóms fyrir Landsrétti, bæði í einkamálum og sakamálum, með þeim almennu takmörkunum sem eru á málskotsheimildum og þeim almennu takmörkunum sem hér eftir sem hingað til leiða af meginreglum réttarfars.
     4.      Lagt er til að heimilt verði að kalla til sérfróða meðdómsmenn bæði í héraði og fyrir Landsrétti til að tryggja betur en nú er fyrir Hæstarétti að unnt verði að endurskoða þá þætti máls sem reyna á sérkunnáttu sem embættisdómarar búa almennt ekki yfir en með því verði málsmeðferðin vandaðri og trúverðugleiki dómsúrlausna um sérfræðileg atriði meiri. Til að vinna gegn þeim aukna kostnaði sem þessi breyting hefur í för með sér og til að sporna við því að skortur verði á hæfum sérfræðingum til meðdómendastarfa er lagt til að einn maður með sérkunnáttu verði að jafnaði kallaður til starfa á hvoru dómstigi í stað tveggja eins og nú er meginreglan fyrir héraðsdómi.
     5.      Í frumvarpinu er lagt til að allar skýrslutökur í héraði verði teknar upp í hljóði og mynd til þess að unnt sé að spila upptökurnar við aðalmeðferð fyrir Landsrétti ef þess gerist þörf við endurskoðun sönnunarmats.
     6.      Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu verði betur fylgt fyrir Landsrétti, bæði í einkamálum og sakamálum, en unnt er samkvæmt gildandi lögum fyrir Hæstarétti í tveggja þrepa dómskerfi. Sönnunarfærslu fyrir Landsrétti verði hagað þannig að mögulegt verði að leiða ný vitni við aðalmeðferð og sömuleiðis að taka viðbótarskýrslur af þeim sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Málsaðilar þurfa þó að rökstyðja þörf fyrir slíka skýrslugjöf og Landsréttur að heimila það en við það mat verður t.d. að huga að því hvort skýrslutakan varði atriði sem enn er ágreiningur um, að útilokunarreglunni í einkamálum og ákvæðum 3. mgr. 46. gr. laga um meðferð einkamála og 3. mgr. 110. gr. laga um meðferð sakamála. Þá geti málsaðilar farið fram á að upptökur af einstökum skýrslum sem teknar voru í héraði eða hluti af þeim verði spilaðar fyrir Landsrétti. Málsaðilar þurfa þó að sýna fram á að þörf sé á því vegna endurmats á sönnunargildi munnlegs framburðar, t.d. að ástæða sé til að ætla að héraðsdómari hafi metið rangt atriði við sönnunarmat sem varða framkomu eða háttalag aðila eða vitnis við skýrslugjöf, sbr. 59. gr. laga um meðferð einkamála og 126. gr. laga um meðferð sakamála. Þá þarf Landsréttur að samþykkja slíka spilun. Að öðru leyti fari sönnunarfærsla og endurskoðun sönnunarmats fram á grundvelli endurrita af skýrslum sem teknar voru í héraði. Er þetta svipuð aðferð og tíðkuð er í Danmörku við endurskoðun sönnunarfærslu í einkamálum á millidómstigi.
     7.      Lagt er til að almennur áfrýjunarfrestur í einkamálum verði styttur úr þremur mánuðum í fjórar vikur og er það í samræmi við lengd áfrýjunarfresta í nágrannalöndunum, svo og í sakamálum hér á landi. Miðað er við að frestur til að áfrýja héraðsdómi til Landsréttar og til að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar verði sá sami. Þessi stytting áfrýjunarfrests í einkamálum vegur að nokkru upp á móti þeim drætti sem óhjákvæmilega mun hljótast af tilkomu millidómstigs í þeim tiltölulega fáu málum sem tekin verða til meðferðar á öllum þremur dómstigunum.
     8.      Tiltölulega þröng heimild verði til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar ef þörf er á skjótri niðurstöðu í máli og að uppfylltum fleiri skilyrðum, m.a. að ekki sé ágreiningur um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar. Ekki þykir sama þörf á að hafa sambærilega heimild í sakamálum.
     9.      Áfrýjun á dómum Landsréttar til Hæstaréttar verði í öllum tilvikum háð leyfi Hæstaréttar, bæði í einkamálum og sakamálum. Í frumvarpinu koma fram viðmiðanir sem Hæstiréttur skal líta til við ákvörðun um áfrýjunarleyfi.
     10.      Lagt er til að kæruheimildir til Hæstaréttar verði mjög fáar. Gert er ráð fyrir að Landsréttur kveði upp úrskurði í kærumálum vegna réttarfarságreinings fyrir héraðsdómi og að þeir úrskurðir verði aðeins í undantekningartilvikum kæranlegir til Hæstaréttar, einkum ef úrskurður Landsréttar felur í sér lyktir máls. Þá er gert ráð fyrir að Landsréttur kveði upp dóma í kærumálum vegna úrskurða héraðsdóms um þvingunarráðstafanir í sakamálum og að unnt verði að óska eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja slíkum dómum eftir almennum reglum. Þá er gert ráð fyrir því að ákvæði um málskot í sérlögum, t.d. á sviði fullnusturéttar, þar sem gert er ráð fyrir afbrigðilegri málsmeðferð í héraði og kæru til Hæstaréttar, verði tekin til endurskoðunar og þar tekin afstaða til hvort úrskurður eða dómur verði kveðinn upp í kærumáli fyrir Landsrétti í einstökum tilvikum og um hvaða úrskurðir verði kæranlegir til Hæstaréttar. Þá verði í undantekningartilvikum unnt að kæra atriði varðandi málsmeðferð fyrir Landsrétti til Hæstaréttar bæði í einkamálum og sakamálum, t.d. úrskurði um hæfi dómara í máli fyrir Landsrétti. Rök fyrir takmörkun á heimildum til að kæra niðurstöður um réttarfarsatriði til Hæstaréttar eru í fyrsta lagi þau að í flestum tilvikum ætti að vera nægilegt að fá endurskoðun Landsréttar á úrskurðum héraðsdóms um réttarfarsatriði, í öðru lagi að koma í veg fyrir að mikið vinnuálag skapist í Hæstarétti vegna afgreiðslu kærumála eða beiðna um kæruleyfi og í þriðja lagi að víðtækar kæruheimildir eða almennar heimildir til að óska eftir kæruleyfi gætu haft í för með sér miklar tafir á málsmeðferð fyrir Landsrétti og sérstaklega fyrir héraðsdómi og þar með lengri málsmeðferðartíma. Á móti slíkum takmörkunum mælir að Hæstarétti gefast þá færri tækifæri til að setja mark sitt á túlkun réttarfarsákvæða. Þó er gert ráð fyrir að frávísunarúrskurðir verði kæranlegir til Hæstaréttar og rétturinn á þess að auki kost að taka afstöðu til réttarfarsatriða í tengslum við meðferð áfrýjunarmála, ýmist með athugasemdum eða jafnvel ómerkingu dóma vegna verulegra annmarka á málsmeðferðinni.
    Rétt er að árétta að í frumvarpinu er gengið út frá því að aðeins hæstaréttarlögmenn skuli gæta hagsmuna aðila í málum fyrir Landsrétti og Hæstarétti en að héraðsdómslögmenn hafi eingöngu heimild til að gæta hagsmuna aðila fyrir héraðsdómi auk heimildar til að kæra mál til Landsréttar en ekki skila greinargerð til Landsréttar og er það í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar um afmörkun á heimildum héraðsdómslögmanna. Þar sem í 3. mgr. 8. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998, er kveðið á um að héraðsdómslögmaður megi gæta hagsmuna aðila í máli fyrir héraðsdómi eða sérdómstóli en í 3. mgr. 10. gr. laganna að hæstaréttarlögmaður megi gæta hagsmuna aðila í málum fyrir öllum dómstólum landsins þykir ekki þörf á að árétta þetta fyrirkomulag með lagabreytingum.
    Við samningu frumvarpsins hefur einkum verið horft til réttarfarslaga og lagaákvæða um dómstóla í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Í þessum löndum er þriggja þrepa dómskerfi en dómstólakerfið að öðru leyti byggt upp á talsvert mismunandi hátt. Þannig er tvöfalt þriggja þrepa dómskerfi í Svíþjóð þar sem stjórnsýsludómstólar starfa við hlið hinna almennu dómstóla. Í Danmörku og Noregi eru hins vegar ekki sérstakir stjórnsýsludómstólar frekar en hér á landi. Uppbygging dómstóla á millidómstigi í þessum þremur löndum er talsvert frábrugðin og réttarfarsreglur sem um þá gilda um margt ólíkar. Sérstaklega á þetta við um munnlega sönnunarfærslu á millidómstigi og um endurskoðun á sönnunarmati. Í Noregi er munnleg sönnunarfærsla nær algerlega endurtekin á millidómstigi en í Danmörku og Svíþjóð er hún einungis endurtekin að takmörkuðu leyti þannig að heimilt er að leiða ný vitni við aðalmeðferð á millidómstigi og eins að spyrja þau vitni sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi viðbótarspurninga. Á millidómstigi í Danmörku er endurskoðun á sönnunargildi munnlegra framburða í héraði að mestu byggð á endurritum en í Svíþjóð eru skýrslutökur í héraði teknar upp í hljóði og mynd og upptökurnar spilaðar við aðalmeðferð á millidómstigi að því leyti sem enn er uppi ágreiningur um mat á sönnunargildi framburðanna. Allar þessar aðferðir hafa verið taldar fullnægja meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og samrýmast 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð.
    Við samningu frumvarpsins hefur verið leitað fyrirmynda í dómstóla- og réttarfarslöggjöf þessara þriggja nágrannaríkja og reynt að fara þær leiðir sem best þykja henta aðstæðum hér á landi í hverju tilviki eins og nánari grein er gerð fyrir í umfjöllun um einstakar greinar frumvarpsins. Jafnframt hefur verið reynt að tryggja að málsmeðferð verði sem greiðust og skilvirkust þannig að millidómstigið geti valdið þeim verkefnum sem því verða falin með hóflegum tilkostnaði og að hið nýja dómstólakerfi geti sem best þjónað samfélaginu.

IV. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Það hefur almennt verið talið felast í 2. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu að aðilar að sakamálum eigi að jafnaði að eiga kost á endurskoðun dómsúrlausna, a.m.k. að hluta til. Sambærilegt ákvæði um einkamál er ekki að finna í sáttmálanum.
    Af orðalagi ákvæðisins verður ráðið að aðildarþjóðirnar geti ákveðið með lögum hvort rétturinn til áfrýjunar taki bæði til endurskoðunar á sakfellingu og ákvörðun viðurlaga eða til annars hvors atriðisins. Mannréttindadómstóll Evrópu virðist hafa túlkað 2. mgr. 7. gr. þannig að aðildarríkjunum sé veitt verulegt svigrúm til þess að ákveða hvernig endurskoðun dóms væri fyrir komið í lögum. Þó hefur það verið gert að skilyrði að ekki mætti takmarka réttinn í þeim mæli að hann væri í raun lítils virði. Þó hefur það verið gert að skilyrði að unnt sé að sækja um áfrýjunarleyfi og að um þá beiðni sé fjallað efnislega að hálfu hins æðra dóms.
    Ýmsar takmarkanir hafa þó verið taldar heimilar á málskotsréttinum, t.d. að setja skilyrði um lágmarksáfrýjunarfjárhæð eða aðrar sambærilegar takmarkanir, þó á þann hátt að unnt sé að sækja um leyfi til að áfrýja öllum dómsúrlausnum þannig að möguleiki sé á endurskoðun ef æðri dómi þykir tilefni til endurskoðunar. Víðast hvar hefur hinn æðri dómstóll sjálfur ákvörðunarvald um hvort leyfi til áfrýjunar fáist en í Danmörku hefur verkefnið verið falið sjálfstæðri stjórnsýslunefnd.
    Þróun dómstólaskipunar á Norðurlöndum síðustu áratugina hefur verið á einn veg. Í öllum löndum hefur verið lögð áhersla á að öll mál byrji á fyrsta dómstigi og á að vanda sem mest til málsmeðferðar þar. Almenna reglan hefur verið að takmarka tiltölulega lítið möguleika á málskoti upp á millidómstig en þrengja verulega möguleika á málskoti til Hæstaréttar. Í meginþorra mála er málsmeðferð því takmörkuð við tvö dómstig þannig að áfrýjun til Hæstaréttar er ætíð háð samþykki Hæstaréttar sjálfs, í Danmörku þó sérstakrar áfrýjunarleyfanefndar.
    Rík og vaxandi tilhneiging virðist hjá málsaðilum til að fá dómsniðurstöðu á neðsta dómstigi endurskoðaða á millidómstigi. Afleiðingin bæði hér á landi og í nágrannalöndunum hefur verið sú að áfrýjunardómstólum berst mikill fjöldi kæra og áfrýjana eða eftir atvikum áfrýjunarbeiðna sem hefur haft í för með sér mikla og vaxandi mannaflaþörf og aukinn kostnað. Millidómstigið hefur því haft tilhneigingu til að verða flöskuháls í dómskerfum. Á öllum Norðurlöndunum hefur því verið reynt að draga úr málafjölda og einfalda málsmeðferð á millidómstigi til að koma böndum á kostnað við millidómstigið en jafnframt að standa vörð um aðgengi að dómskerfinu, gæði þess og skilvirkni, og umfram allt að gæta að því að málsmeðferðartími fari ekki úr böndunum og að málsmeðferðin á millidómstigi sé vönduð og réttlát.
    Í stórum dráttum má segja að almennt hafi verið forðast að grípa til þess ráðs að hækka lágmarksáfrýjunarfjárhæð, enda slíkt til þess fallið að vekja þau hughrif að verið sé að draga úr aðgengi að réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum.
    Í Noregi og Danmörku hefur verið brugðist við miklu álagi á millidómstiginu með ýmsum heimildum dómara á millidómstigi til að afgreiða mál strax á fyrstu stigum málsmeðferðar ef ljóst er að galli er á málsmeðferð eða áfrýjun þykir ekki munu leiða til breytinga á niðurstöðu héraðsdóms. Stór hluti mála er afgreiddur með þessum hætti án munnlegs málflutnings, t.d. allt að 60% sakamála í Noregi. Í Svíþjóð og Finnlandi er hins vegar almenna reglan sú að leyfi viðkomandi dómstóls á millidómstigi þarf til að mál sé tekið til áfrýjunarmeðferðar. Í Svíþjóð er reglan þó sú að í sakamálum þar sem refsing er yfir sex mánaða fangelsi þarf ekki slíkt samþykki. Umræddar tvær aðferðir fela báðar í sér að sá sem vill skjóta máli sínu til æðra dómstigs fær mál sitt tekið til skoðunar þar þótt sú meðferð sé ekki fullkomin áfrýjunarmeðferð.
    Á Norðurlöndunum hefur verið mikil umræða um að hverju meðferð máls á millidómstigi þurfi að miða, þ.e. hvort hún eigi að vera ný skoðun á máli frá grunni (Noregur) eða aðeins endurskoðun á fyrri dómsúrlausn (Ísland, Danmörk og Svíþjóð). Þróunin hefur þó orðið sú í öllum löndunum að ef áfrýjun til millidómstigs er heimiluð tekur endurskoðunin til allra þátta máls, þar á meðal mats á sönnunargildi munnlegra framburða.
    Meginreglan um milliliðalausa málsmeðferð á áfrýjunarstigi hefur hvergi á Norðurlöndum verið talin fela í sér skyldu til að endurtaka að öllu leyti sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi. Tilslakanir í lögum og réttarframkvæmd hafa fyrst og fremst gengið út á að byggja eins mikið og mögulegt er á skýrslum sem gefnar hafa verið á fyrsta dómstigi og að takmarka með ýmsum hætti fjölda nýrra vitna á millidómstigi og umfang spurninga til þeirra sem þegar hafa borið vitni. Þessar takmarkanir hafa það að markmiði að gera málsmeðferðina greiðari, draga úr álagi á millidómstólunum og þar með úr kostnaði í dómskerfinu.
    Sterk rök mæla gegn því að sakborningar, brotaþolar, málsaðilar eða vitni séu yfirheyrð ítrekað fyrir dómi um sömu atriði. Í fyrsta lagi er almennt talið líklegra að fólk muni atburði og staðreyndir betur því skemur sem liðið er frá atburði og því ættu skýrslur á fyrsta dómstigi almennt að vera nær sannleikanum en skýrslur sem teknar eru mánuðum eða árum síðar á millidómstigi. Í öðru lagi er hætt við að nýr framburður á millidómstigi sé fyrst og fremst upprifjun skýrslugjafa á fyrri framburði. Í þriðja lagi getur endurtekin upprifjun brotaþola og vitna á erfiðri lífsreynslu verið sársaukafull og af þeirri ástæðu varhugavert að endurtaka skýrslugjöf að nauðsynjalausu.
    Sú leið sem valin er í þessu frumvarpi varðandi munnlega sönnunarfærslu fyrir Landsrétti og endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegra framburða byggist þannig ekki á því að endurtaka sönnunarfærsluna að öllu leyti fyrir Landsrétti. Hins vegar er meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu fylgt mun betur en að gildandi rétti þar sem unnt er að óska eftir að skýrslur verði teknar af nýjum vitnum eða viðbótarskýrslur af þeim sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi auk þess sem unnt er að óska eftir að upptökur af skýrslum sem teknar voru fyrir héraðsdómi verði spilaðar í heild eða að hluta til við aðalmeðferð fyrir Landsrétti líkt og gert er við aðalmeðferð á millidómstigi í Svíþjóð. Þótt slík spilun feli ekki í sér fullkomlega milliliðalausa sönnunarfærslu er þessi aðferð betri grundvöllur undir endurskoðun á sönnunargildi munnlegs framburðar en ef eingöngu er stuðst við endurrit. Eftir sem áður er þó gert ráð fyrir að sönnunarfærslan fyrir Landsrétti byggist að stórum hluta á endurritum af skýrslutökum fyrir héraðsdómi, enda er það mun fljótlegri og hagkvæmari leið og ætla verður að í flestum tilvikum muni aðilar telja að endurritin endurspegli nægilega vel framburðina til þess að unnt sé að taka afstöðu til sönnunar á grundvelli þeirra. Er þessi leið að mestu í samræmi við réttarframkvæmd á millidómstigi í Danmörku. Það að mögulegt verður að leiða vitni og spila myndupptökur úr héraði hefur ótvírætt í för með sér að reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu er mun betur fylgt en að gildandi rétti. Í Danmörku og Svíþjóð hafa ekki verið uppi efasemdir um að þær aðferðir sem þar hafa verið lögfestar um milliliðalausa sönnunarfærslu og endurskoðun á sönnunarmati á millidómstigi standist ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Umrædd ákvæði frumvarpsins eru í anda dönsku og sænsku lagaákvæðanna og þar sem málsaðilum og dómara gefst kostur á að spyrja viðbótarspurninga á millidómstiginu virðist réttlátri málsmeðferð ekki stefnt í hættu ef litið er til álits mannréttindanefndar Evrópu frá 9. október 1986 í málinu Hauschildt gegn Danmörku og dómsframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu t.d. í málinu Lindqvist gegn Svíþjóð frá 22. október 1997.

V. Samráð.
    Frumvarp þetta snertir allt samfélagið en þó fyrst og fremst þá fjölmörgu sem leita þurfa eftir úrlausn dómstóla eða þurfa að þola úrlausn dómstóla bæði í einkamálum og sakamálum. Þá hefur frumvarpið mikla þýðingu fyrir þá sem starfa í dómskerfinu, jafnt dómara, aðra starfsmenn dómstóla, lögmenn og ákæruvald en einnig aðrar stofnanir réttarvörslukerfisins.
    Frumvarpið sér langan aðdraganda, eins og fyrr greinir, sem rekja má allt aftur til lögréttufrumvarpsins á áttunda áratug síðustu aldar. Fjögur af helstu fagfélögum lögfræðinga á Íslandi hvöttu til stofnunar millidómstigs með sameiginlegri ályktun á árinu 2010 og þeirri ályktun var fylgt eftir með skýrslu nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins á árinu 2011. Nefnd um millidómstig, sem innanríkisráðherra skipaði sumarið 2013, skilaði fyrstu drögum að frumvarpi um breytingar á einkamálalögum og sakamálalögum vegna stofnunar millidómstigs í mars 2015. Efni þessa frumvarps er byggt á framangreindri skýrslu og frumvarpsdrögum svo og ýmsum athugasemdum sem borist hafa um þau frumvarpsdrög og þetta frumvarp. Við endanlega gerð frumvarpsins var auk þess haft náið samráð við fyrrnefndan rýnihóp sem skipaður var fulltrúum ýmissa fagaðila, sem og réttarfarsnefnd og fleiri. Að lokum var frumvarpið kynnt á vefsíðu innanríkisráðuneytisins auk þess sem það var sent öllum fagfélögum lögfræðinga o.fl. sérstaklega til umsagnar. Umsagnir bárust frá Ákærendafélagi Íslands, dómstólaráði, Lögmannafélagi Íslands, Lögreglustjórafélagi Íslands og réttarfarsnefnd. Í umsögnunum var almennt lýst ánægju með frumvarpið en af hálfu dómstólaráðs voru að auki gerðar minni háttar athugasemdar við nokkur ákvæði þess. Hefur verið komið til móts við sumar þeirra en aðrar ekki.

VI. Mat á áhrifum.
    Verði frumvarp þetta og frumvarp til laga um dómstóla samþykkt munu þau hafa varanleg áhrif á íslenskt dómskerfi, allt réttarvörslukerfið, aðila að dómsmálum og samfélagið í heild. Færri mál munu gefa Hæstarétti svigrúm til að vanda enn frekar til dómsúrlausna og má ætla að réttarskapandi hlutverk Hæstaréttar muni eflast. Með tilkomu millidómstigs verður mögulegt að viðhafa milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi og þar með verður unnt að endurskoða mat á sönnunargildi munnlegra framburða. Þá mun þátttaka sérfróðra meðdómsmanna í dómstörfum í héraðsdómi og fyrir Landsrétti stuðla að vandaðri dómsúrlausnum um sérfræðileg atriði. Allar framangreindar breytingar fela í sér verulegar réttarbætur og eru til þess fallnar að bæta gæði dómsúrlausna og þar með stuðla að auknu trausti samfélagsins á dómskerfinu.
    Tilkoma millidómstigs er óhjákvæmilega til þess fallin að auka nokkuð fjárútlát ríkisins til dómskerfisins og lengja málsmeðferðartíma í þeim tiltölulega fáu málum sem Hæstiréttur mun taka til meðferðar. Í frumvarpinu hefur verið reynt að sporna við þessum neikvæðu áhrifum með því m.a. að stytta áfrýjunarfresti verulega, gera málsmeðferðina fyrir Landsrétti eins einfalda og kostur er og hafa kæruheimildir til Hæstaréttar tiltölulega þröngar. Þegar til lengri tíma er litið má ætla að þær jákvæðu og nauðsynlegu breytingar á dómstólakerfinu sem lagðar eru til í frumvarpinu vegi þyngra en sá aukni kostnaður sem af þeim leiðir.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 109,7 m.kr. á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016, árin 2018–2021. Skiptast þau að stærstum hluta þannig að 69 m.kr. eru áætlaðar vegna kostnaðar við sérfróða meðdómsmenn í Landsrétti og 40 m.kr. kostnaður vegna tveggja stöðugilda saksóknara vegna lengri og umfangsmeiri málsmeðferðartíma. Þá er áætlað að til falli 28,1 m.kr. einskiptiskostnaður árið 2017 í formi stofnkostnaðar vegna kaupa á hljóð- og afspilunarbúnaði sem koma þarf upp í 20 réttarsölum héraðsdóms og þremur réttarsölum Landsdóms.
    Þessum útgjöldum þarf að finna stað í útgjaldaramma þessa málaflokks innanríkisráðuneytisins í fimm ára fjármálaáætlun sem og í fjárlögum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um I. kafla

    Í kaflanum er fjallað um breytingar sem lagðar eru til á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum. Þessar breytingar eru flestar til komnar vegna fyrirætlana um stofnun Landsréttar sem ætlunin er að verði millidómstig í einkamálum og sakamálum. Stofnun millidómstigs kallar á ný lagaákvæði um meðferð einkamála fyrir Landsrétti en þessar reglur eru að miklu leyti þær sömu og nú gilda um meðferð einkamála fyrir Hæstarétti. Frávikin stafa m.a. af því að unnt verður að skjóta ýmsum dómsathöfnum Landsréttar til Hæstaréttar. Þá er lagt til að málsmeðferð fyrir Hæstarétti taki nokkrum breytingum en margar þeirra eru til komnar vegna nýrrar stöðu Hæstaréttar sem þriðja dómstigs. Þannig er lagt til að kæruheimildir til Hæstaréttar verði mun færri og þrengri en samkvæmt gildandi lögum. Þá verði einungis unnt að áfrýja dómum Landsréttar til Hæstaréttar að fengnu áfrýjunarleyfi Hæstaréttar. Jafnframt verði þröng heimild til að skjóta héraðsdómum beint til Hæstaréttar að fengnu áfrýjunarleyfi Hæstaréttar.

Um 1. gr.

    Með greininni er orðalagi 1. mgr. 2. gr. laganna breytt lítillega vegna stofnunar Landsréttar. Þá er lagt til með breyttri 2. mgr. að aðeins einn sérfróður meðdómsmaður verði að jafnaði kallaður til setu í dómi þegar reynir á sérkunnáttu í dómsmáli í héraði. Þó verði heimilt að kalla til tvo sérfróða meðdómsmenn ef í máli reynir á sérkunnáttu á fleiri en einu sérsviði. Rökin fyrir þessari breytingu eru einkum þau að hún vegur upp á móti auknum tilkostnaði af sérfróðum meðdómsmönnum á millidómstigi. Þá eru meðdómsmenn oft valdir úr tiltölulega þröngum hópi sérfræðinga á viðkomandi sviði og með breytingunni er dregið úr hættu á að hæfir meðdómsmenn verði ekki lengur á lausu þegar kemur að kvaðningu sérfróðra meðdómsmanna á millidómstigi. Þá er með breytingunni dregið úr líkum á því að sérfróðir meðdómsmenn geti myndað meiri hluta gegn embættisdómara í atkvæðagreiðslu um lögfræðileg atriði en almennt verður að telja það óæskilegt.

Um 2. gr.

    Lagt er til að við lögin bætist ný grein, 2. gr. a, sem fjalli um sérfróða meðdómsmenn fyrir Landsrétti. Lögfræðingar hér á landi virðast almennt sammála um að notkun sérfróðra meðdómsmanna í málum fyrir héraðsdómstólum sé til mikillar fyrirmyndar. Hins vegar hefur ekki verið til staðar heimild til að kalla sérfróða meðdómsmenn til setu í Hæstarétti þrátt fyrir að rétturinn geti þurft að endurskoða þætti í niðurstöðu héraðsdóms þar sem reynt hefur á sérþekkingu og sérfróðir meðdómsmenn hafi setið þar í dómi. Hæstiréttur hefur leyst úr vöntun á slíkri sérfræðiþekkingu á ýmsan hátt. Tilkoma sérfróðra meðdómsmanna á millidómstigi samræmist vel því markmiði með stofnun millidómstigs að unnt verði að fá endurskoðaða svotrúverðugt sé alla þætti dómsniðurstöðu í héraði. Lagt er til að þessi heimild verði bundin þeirri takmörkun að sérfróður meðdómsmaður hafi tekið þátt í meðferð máls fyrir héraðsdómi. Hafi sérfróður meðdómsmaður ekki tekið þátt í meðferð máls í héraði en Landsréttur telur að svo hefði átt að vera getur Landsréttur gripið til þess ráðs að ómerkja héraðsdóm og vísa málinu heim í hérað á sama hátt og Hæstiréttur gerir nú. Vissulega hefði komið til greina að heimila að bætt yrði úr slíkum ágalla í héraði með því að kalla einfaldlega til sérfróðan meðdómsmann fyrir Landsrétti en með því væri verið að gefa því ranglega undir fótinn að meðferð máls fyrir héraðsdómi væri aðeins nauðsynlegur undirbúningur að áfrýjunarmeðferð fyrir Landsrétti sem ekki þyrfti að vanda eins vel til og áður. Þannig væri málið einnig dæmt á allt öðrum forsendum fyrir héraðsdómi en fyrir Landsrétti. Af hagkvæmnisástæðum er lagt til að forseti Landsréttar geti úthlutað máli til tveggja dómara Landsréttar og sérfróðs meðdómsmanns eða til þriggja dómara Landsréttar og tveggja sérfróðra ef þörf er á sérkunnáttu á tveimur fagsviðum eða ef mál er svo umfangsmikið eða sakarefnið svo mikilvægt að rétt þyki að þrír dómarar Landsréttar taki þátt í meðferð þess. Að auki er lagt til að dómsformaður sem fengið hefur mál til meðferðar geti gert tillögu til forseta Landsréttar um að sérfróður eða eftir atvikum sérfróðir meðdómsmenn verði kallaðir til setu í dómi í málinu en þá kann að vera nauðsynlegt að forseti afturkalli úthlutun málsins til eins dómara Landsréttar ef ekki þykir ástæða til að kalla til tvo sérfróða meðdómsmenn.

Um 3. gr.

    Með greininni er orðalagi 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna breytt lítillega vegna stofnunar Landsréttar. Lagt er til að í nýja 3. mgr. 3. gr. verði bætt tilvísun til dómstólalaga hvað varðar umgjörð um val á sérfróðum meðdómsmönnum þar sem í frumvarpi til nýrra dómstólalaga er lagt til að allmiklar breytingar verði gerðar á því hvernig staðið verði að vali á þeim hópi sérfræðinga sem dómari getur kvatt sérfróða meðdómsmenn úr. Að öðru leyti þarfnast ákvæðið ekki skýringa.

Um 4. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 5. gr.

    Í I. kafla laganna er fjallað almennt um sérfróða meðdómsmenn og skipan þeirra. Þar sem lagt er til í frumvarpinu að sérfróðir meðdómsmenn verði kallaðir til setu í dómi á millidómstigi er nauðsynlegt að breyta fyrirsögn kaflans í samræmi við það.

Um 6.–10. gr.

    Í þessum greinum frumvarpsins eru lagðar til ýmsar breytingar á II. kafla laganna. Eftir breytingarnar munu 7.–10. gr. taka til allra þriggja dómstiga en 11.–15. gr. til Landsréttar og héraðsdómstólanna. Í fyrsta lagi er um að ræða smávægilegar breytingar á orðalagi vegna stofnunar millidómstigs. Í öðru lagi er um að ræða breytingar sem leiðir af því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar skýrslutökur verði ekki aðeins hljóðritaðar eins og nú er heldur verði jafnframt um að ræða myndupptöku. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að unnt verði að endurskoða á millidómstigi sönnunargildi munnlegs framburðar. Myndupptökur í héraði gefa dómurum á millidómstigi kost á að horfa á skýrslur sem teknar voru í héraði í stað þess að vitni þurfi að koma aftur fyrir dóm. Í þriðja lagi eru útfærðar nánar reglur um afhendingu á endurritum og afritun dómskjala og gerður greinarmunur á hvort máli er lokið eða ekki.
    Með breytingunni er orðalagi 3. mgr. 11. gr. um varðveislu gagna breytt þannig að gert er ráð fyrir því að það sem fram kemur við munnlega sönnunarfærslu skuli almennt tekið upp í hljóði og mynd. Eftir sem áður er byggt á því í frumvarpinu skýrslutökur í einkamálum verði endurritaðar og endurrit lögð fram fyrir Landsrétti. Upptökur af skýrslutökunum verði þó tiltækar fyrir dómara Landsréttar en þær ekki spilaðar við aðalmeðferð nema sérstök ástæða þyki til og það ásamt þeim möguleika að taka skýrslur af nýjum vitnum eða viðbótarskýrslur tryggi milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi. Þá er heimild dómara til að gera útdrátt af framburði þrengd í samræmi við framangreind markmið.
    Lögð er til sú breyting á 1. mgr. 14. gr. að meðan meðferð máls er ekki lokið sé það hlutverk dómara máls eða eftir atvikum dómsformanns, að afhenda þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók og að það sé dómara máls að meta hvort slíkir hagsmunir séu til staðar.
    Lagt er til að 1. mgr. 15. gr. falli brott. Ákvæðið kom inn í lögin með 1. gr. laga nr. 78/2015 en þar sem það er efnislega samhljóða 2. mgr. 12. gr. laganna þykir felast í málsgreininni óþarfa endurtekning. Þá er lögð er til sú breyting á 15. gr. að reglur sem dómstólasýslunni er ætlað að setja um aðgang að endurritum af dómum og úr þingbók, svo og að framlögðum skjölum, þ.m.t. brottnám upplýsinga úr þeim, gildi aðeins um slíkan aðgang eftir að máli hefur verið endanlega lokið. Fram að því verði aðeins um að ræða aðgang þeirra sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta og það sett í vald dómara að ákveða, skv. 1. mgr. 14. gr., hverjum verði afhent slík gögn.

Um 11. gr.

    Lagt er til að áfrýjunarfrestur í flýtimeðferðarmálum verði styttur úr þremur vikum í tvær vikur. Er þessi stytting áfrýjunarfrests í samræmi við styttingu almenna áfrýjunarfrestsins úr þremur mánuðum í fjórar vikur eins og lagt er til í 18. gr. og vísast um það til skýringa með þeirri grein.

Um 12. gr.

    Í þessari grein er safnað saman þeim breytingum sem felast einungis í því að Landsréttur komi í stað Hæstaréttar. Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 13.–15. gr.

    Með greinunum eru gerðar breytingar á ákvæðum XXIV. kafla laganna sem fjallar um kærur. Samkvæmt núgildandi lögum er almennt unnt að kæra úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Landsréttur taki við þessu hlutverki Hæstaréttar. Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu frumvarpi eru einkum orðalagsbreytingar vegna þess að lagt er til að Landsréttur taki við hlutverki Hæstaréttar í kærumálum. Með lögum nr. 78/2015 voru gerðar nokkrar breytingar á ákvæðum um samningu úrskurða og á kærukaflanum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sami háttur verði hafður á varðandi sendingu gagna til Landsréttar í kærumálum og þá var lögfestur.
    Í 14. gr. er lögð til sú breyting á 148. gr. gildandi laga að sú skylda er lögð á gagnaðila þess sem kærir að senda kæranda eitt eintak greinargerðar og málsgagna sem henni fylgja samtímis því sem hann sendir Landsrétti þessi gögn. Ætlunin er sú að tryggja að sá sem kærði fái þar með tækifæri til að andmæla röksemdum gagnaðila og taka afstöðu til nýrra gagna og þar með að stuðla að því að dómur verði aðeins lagður á mál á grundvelli röksemda og gagna sem báðir málsaðilar hafa getað tekið afstöðu til. Er þetta í samræmi við meginregluna um jafnræði málsaðila. Ekki er gert ráð fyrir að meðferð kærumála fyrir Landsrétti verði önnur en fyrir Hæstarétti nú.
    Í 15. gr. er lagt til að í Landsrétti verði kveðinn upp úrskurður í kærumálum sem til eru komin vegna réttarfarságreinings í héraði en ekki dómur eins og í Hæstarétti samkvæmt gildandi lögum. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú að í frumvarpinu er lagt til að unnt verði að skjóta tilteknum dómsniðurstöðum Landsréttar um réttarfarságreining fyrir héraðsdómi til Hæstaréttar með kæru. Með því að þessar dómsúrlausnir verði í formi úrskurðar í Landsrétti er unnt að viðhalda núverandi fyrirkomulagi um að unnt verði að kæra úrskurði til æðri dóms en áfrýja dómum.

Um 16. gr.

    Sú leið er farin í frumvarpinu að þeir kaflar laganna sem nú fjalla um kæru og áfrýjun til Hæstaréttar hafa verið aðlagaðir breyttri dómstólaskipan og taka nú til kæru og áfrýjunar til Landsréttar. Því er þörf á að breyta heiti XXIV. kafla til samræmis við breytt hlutverk hans en óverulegar efnisbreytingar eru gerðar á ákvæðum kaflans.

Um 17. gr.

    Með frumvarpinu er lágmarks áfrýjunarfjárhæð hækkuð lítillega en kveðið á um að hún fylgi vísitölu neysluverðs frá og með 1. janúar 2018 þegar lögin eiga að taka gildi. Lágmarks áfrýjunarfjárhæð án áfrýjunarleyfis var ákveðin 300.000 krónur við setningu laga nr. 91/1991 og skyldi fjárhæðin taka breytingu um hver áramót miðað við breytingu á lánskjaravísitölu frá 1. júlí 1992. Þessi fjárhæð er 790.214 krónur fyrir árið 2016 samkvæmt auglýsingu innanríkisráðuneytisins um breytingu á áfrýjunarfjárhæð frá 14. desember 2015. Miðað við 3% árlega verðbólgu fram til 1. janúar 2018 verður lágmarks áfrýjunarfjárhæð þá farin að nálgast 840.000 krónur. Hækkun lágmarks áfrýjunarfjárhæðar í 1.000.000 krónur er því óveruleg og ætti ekki að hafa teljandi áhrif á málafjölda fyrir Landsrétti. Ekki er því verið að skerða aðgengi að dómstólum svo neinu nemi en hafa verður í huga að eftir sem áður verður unnt að óska eftir áfrýjunarleyfi ef hagsmunir máls ná ekki þessari fjárhæð. Til samanburðar má nefna að lágmarks áfrýjunarfjárhæð í einkamálum í Danmörku er 20.000 dkr., sem svarar til 377.800 íslenskra króna, en í Noregi 125.000 nkr. sem svarar til um 1.917.625 íslenskra króna. Í báðum tilvikum er miðað við gengi 1. desember 2015.

Um 18. gr.

    Lagt er til að hinn almenni áfrýjunarfrestur í einkamálum í 1. mgr. 153. gr. verði styttur úr þremur mánuðum í fjórar vikur. Með lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, var áfrýjunarfrestur í sakamálum styttur verulega og er nú fjórar vikur bæði fyrir ákæruvaldið og dómfelldan. Hinn almenni áfrýjunarfrestur í einkamálum er þrjár vikur í Svíþjóð, fjórar vikur í Danmörku en einn mánuður í Noregi. Sú breyting sem lögð er til er því í góðu samræmi við samsvarandi fresti í nágrannalöndunum.
    Markmiðið með þessari breytingu er fyrst og fremst það að skapa mótvægi við þá lengingu á málsmeðferðartíma sem hlýst af þriðja dómstiginu í þeim tiltölulega fáu málum sem tekin verða til meðferðar á öllum þremur dómstigunum. Í því sambandi verður að taka tillit til þess að mögulegt verður að sækja um leyfi til að áfrýja öllum dómum Landsréttar til Hæstaréttar og þótt áfrýjunarleyfi verði væntanlega veitt í tiltölulega fáum málum felur sá möguleiki að óska eftir áfrýjunarleyfi í sér að dráttur verður á endanlegum lyktum máls. Rétt er að taka fram að lagt er til í frumvarpinu að frestur til að óska eftir leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar verði einnig fjórar vikur. Í þeim tilvikum sem aðilar una dómi Landsréttar leiðir stytting áfrýjunarfrests til þess að heildarmálsmeðferðartími styttist. Á móti kemur að gera má ráð fyrir að gagnaöflun fyrir Landsrétti og undirbúningur aðalmeðferðar kunni að taka að jafnaði nokkuð lengri tíma en nú er fyrir Hæstarétti. Í ljósi nýrra og skjótvirkari samskiptaleiða milli dómstóla og lögmanna og skjólstæðinga þeirra verður að ætla að stytting áfrýjunarfrests eigi ekki að bitna á málatilbúnaði málsaðila eða réttaröryggi enda eiga fjórar vikur að nægja til að taka ákvörðun um áfrýjun og rita áfrýjunarstefnu. Stytting áfrýjunarfrests hefur einnig þann augljósa kost að málsaðilar þurfa ekki að velkjast eins lengi í vafa og nú er um hvort gagnaðili ætli að áfrýja sem kemur sér vel þegar ákvörðun er tekin um hvenær hefja eigi fullnustuaðgerðir.
    Frestur skv. 2. mgr. 153. gr. til að óska eftir leyfi til áfrýjunar eftir að hinn almenni áfrýjunarfrestur skv. 1. mgr. er liðinn er jafnframt styttur úr þremur mánuðum í fjórar vikur til samræmis við styttingu hins almenna áfrýjunarfrests og á grundvelli sömu röksemda.

Um 19. gr.

    Sú breyting sem lögð er til um nýjan e-lið 1. mgr. 155. gr. er liður í þeim grundvallarbreytingum á sönnunarfærslu og endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegra framburða sem frumvarpið felur í sér. Nánari grein er gerð fyrir þessum breytingum í athugasemdum við 20. gr. frumvarpsins og vísast til þeirra.
    Þær breytingar sem lagðar eru til á 1. mgr. 155. gr. með tveimur nýjum stafliðum, e- og h-lið, eru til komnar vegna þess úrræðis sem lagt er til í i-lið 29. gr. frumvarpsins (175. gr.) að unnt verði, að fullnægðum tiltölulega þröngum skilyrðum, að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar að fengnu leyfi Hæstaréttar. Gert er ráð fyrir að sá sem vill nýta þessa leið þurfi engu að síður að fá gefna út áfrýjunarstefnu til Landsréttar til að rjúfa áfrýjunarfrest. Síðan ræðst það af ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi hvort málið verði tekið til áfrýjunarmeðferðar í Hæstarétti eða Landsrétti. Í samræmi við það er lagt til að í nýjum h-lið 1. mgr. 155. gr. laganna verði kveðið á um að í áfrýjunarstefnunni komi fram að áfrýjandi óski eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja máli beint til Hæstaréttar sbr. 175. gr. Jafnframt er gert ráð fyrir því að í f-lið 1. mgr. verði kveðið á um að ef ósk um leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar komi fram verði stefnda ekki ákvarðaður frestur til að tilkynna Landsrétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu. Gert er ráð fyrir að stefnan verði engu að síður birt fyrir stefnda þannig að hann verði upplýstur um að málinu hafi verið áfrýjað og að óskað hafi verið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja málinu beint til réttarins. Fallist Hæstiréttur á ósk um áfrýjun beint til réttarins er gert ráð fyrir að áfrýjunarstefna til Hæstaréttar sé gefin út í samræmi við 179. gr. laganna, sbr. m-lið 29. gr. frumvarpsins, og sú áfrýjunarstefna birt fyrir stefnda og honum veittur frestur til að tilkynna Hæstarétti um hvort hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum þar. Um málsmeðferðina fyrir Hæstarétti fer upp frá því eftir reglum um áfrýjun til réttarins. Hafni Hæstiréttur ósk um áfrýjunarleyfi er Landsrétti send tilkynning um það. Gert er ráð fyrir því í i-lið 29. gr. (175. gr.) frumvarpsins að Landsréttur ákveði þá hvenær stefndi verði í síðasta lagi að tilkynna Landsrétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu fyrir Landsrétti og tilkynni stefnda um slíka ákvörðun.

Um 20. gr.

    Sú efnisbreyting er lögð til á 1. mgr. 156. gr. laganna að bætt er við áskilnaði um að áfrýjandi skuli eigi síðar en við þingfestingu afhenda stefnda eintak málsgagna sem lögð eru fram fyrir Landsrétti. Hefur þetta tíðkast í framkvæmd fyrir Hæstarétti en rétt þykir að þessi skylda sé lögfest.
    Aðrar efnisbreytingar á 156. gr. eru hluti af þeim grundvallarbreytingum á sönnunarfærslu og endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar á áfrýjunarstigi sem lagðar eru til í frumvarpinu. Þessar breytingar koma fram í ýmsum ákvæðum XXV. kafla. Rétt þykir að gera hér grein fyrir þeim í heild sinni. Sönnunarmat felur í sér heildstætt mat á öllum þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í máli, jafnt skjallegum gögnum, öðrum sýnilegum sönnunargögnum og munnlegum framburðum. Meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu gerir ráð fyrir að dómur verði einungis byggður á þeim gögnum sem færð eru fyrir dómara. Þessi meginregla er til þess fallin að takmarka möguleika áfrýjunardómstóls á endurskoðun sönnunarmats héraðsdóms að því leyti sem það byggist á munnlegum framburði ef munnleg sönnunarfærsla fer ekki fram á áfrýjunarstigi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Landsréttur geti endurskoðað alla þætti sönnunarmats. Til þess að slík endurskoðun samræmist betur meginreglunni um munnlega sönnunarfærslu en unnt er að gildandi rétti er annars vegar lagt til að unnt verði að leiða ný vitni fyrir Landsrétt og taka viðbótarskýrslur af vitnum sem gáfu skýrslur fyrir héraðsdómi. Hins vegar er lagt til að allar skýrslutökur í héraði verði teknar upp í hljóði og mynd og að unnt verði að spila upptökur af einstökum skýrslum í heild sinni eða að hluta við aðalmeðferð fyrir Landsrétti. Tilefni er til þess t.d. ef ástæða er til að ætla að mat héraðsdómara á sönnunargildi munnlegs framburðar hafi ráðist af mati dómara á atriðum skv. 59. gr. laganna sem varðar minni, ástand og hegðun vitnis við skýrslugjöf, öryggi þess og skýrleika í svörum og samræmi í frásögn en þessi atriði verða trauðla endurmetin nema dómarar Landsréttar geti horft á myndupptökur af munnlegum framburði í héraði. Gert er ráð fyrir að myndupptökur af öllum skýrslutökum í héraði fylgi gögnum málsins til Landsréttar og verði dómurum Landsréttar aðgengilegar. Með hliðsjón af sjónarmiðum um málshraða og skilvirkni við málsmeðferð fyrir Landsrétti er þó lagt til í frumvarpinu að aðilar þurfi að rökstyðja að þörf sé á að leiða vitni fyrir Landsrétt eða spila við aðalmeðferð upptökur af skýrslum sem teknar voru fyrir héraðsdómi. Dómarar Landsréttar eiga síðan síðasta orðið um hvort nauðsyn sé á nýjum skýrslum eða spilun á upptökum en við það mat er m.a. rétt að líta til þess hvaða atriði eru enn umdeild í máli, jafnframt til útilokunarreglunnar og 3. mgr. 46. gr. laganna. Gert er ráð fyrir að slíkar ákvarðanir verði ekki kæranlegar til Hæstaréttar.
    Með þessum nýmælum er stigið veigamikið skref í átt til milliliðalausrar sönnunarfærslu og unnt verður að reisa endurskoðun á sönnunarmati í einkamálum á mun traustari grunni en samkvæmt gildandi rétti. Þess er þó jafnframt gætt að málsmeðferð í einkamálum á millidómstigi verði ekki þyngri og tímafrekari en þörf krefur. Í frumvarpinu er að þessu leyti farin svipuð leið og á millidómstigi í Danmörku.
    Í frumvarpinu er lögð rík áhersla á að umræddar breytingar á munnlegri sönnunarfærslu fyrir Landsrétti lengi ekki aðalmeðferðina úr hófi. Þannig er gert ráð fyrir að málsaðilar verði að tilgreina í áfrýjunarstefnu hvaða vitni þeir ætli að leiða fram, hvort sem um er að ræða ný vitni eða viðbótarskýrslur af aðilum eða vitnum sem gáfu skýrslu í héraði. Þá er gert ráð fyrir því að í greinargerðum málsaðila fyrir Landsrétti skv. 156. og 159. gr. verði færð frekari rök fyrir nauðsyn á nýjum aðila- og vitnaskýrslum eða viðbótarskýrslum fyrir Landsrétti, þar á meðal fyrir því hvers vegna ekki sé nægilegt að byggja á upptökum, sbr. 3. mgr. 11. gr., hafi aðili eða vitni gefið skýrslu fyrir héraðsdómi. Jafnframt verði rökstutt nánar hvaða upptökur eða hluta af upptökum af aðila- og vitnaskýrslum fyrir héraðsdómi aðili telji nauðsynlegt að spila við aðalmeðferð málsins vegna endurmats á sönnunargildi þeirra. Gert er ráð fyrir því í 1. mgr. 161. gr. að Landsréttur skeri úr því fyrir aðalmeðferð málsins hvort og þá hvaða skýrslutökur verði leyfðar fyrir Landsrétti. Við það mat er t.d. unnt að líta til þess hvort ætlunin með skýrslutökunni sé að færa frekari sönnur fyrir atriði sem þegar hefur verið haldið fram sem málsástæðu eða hvort henni er ætlað að styðja nýja málsástæðu sem ekki kemst að í máli vegna útilokunarreglunnar, sbr. 111. gr. og 2. mgr. 163. gr. laganna. Þá þarf við mat á því hvort samþykkja eigi skýrslutöku fyrir Landsrétti að líta til 3. mgr. 46. gr. og hafna skýrslutöku ef bersýnilegt þykir að hún sé tilgangslaus til sönnunar. Hafa verður í huga að með heimild til að leiða aðila og vitni fyrir Landsrétt er ekki ætlunin að draga úr mikilvægi málsmeðferðar fyrir héraðsdómi þar sem grundvöllur málsmeðferðar í einkamálum er lagður. Eftir sem áður er gengið út frá því að einungis verði um endurskoðun á héraðsdómi að ræða fyrir Landsrétti og að mál verði að jafnaði dæmd á sama grundvelli í héraði og fyrir Hæstarétti. Loks verður að hafa í huga að aðeins er þörf á munnlegri sönnunarfærslu varðandi atriði sem áfrýjun lýtur að og enn eru umdeild í máli á áfrýjunarstigi.
    Gert er ráð fyrir að tilhögun skýrslutöku fyrir Landsrétti verði í samræmi við ákvæði VII. og VIII. kafla laganna sem fjalla um slíkar skýrslutökur vegna meðferðar máls í héraði. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð fari að jafnaði fram í einni lotu, þ.e. að málflutningsræður séu fluttar að loknum skýrslutökum og vettvangsgöngu ef því er að skipta.
    Með þessum breytingum ættu skýrslutökur fyrir héraðsdómi, skv. 76. gr. laganna, í tengslum við áfrýjun máls til Hæstaréttar að mestu að vera úr sögunni þótt ekki sé unnt að útiloka að aðili vilji leiða vitni fyrir héraðsdóm áður en hann afræður að áfrýja máli til Landsréttar.
    Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.

Um 21. gr.

    Lagt er til að 1. mgr. 158. gr. verði breytt til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á 1. mgr. 156. gr. en þar er lagt til að áfrýjanda væri gert að senda stefnda eintak málsgagna sem lögð eru fram í Landsrétti ekki síðar en við þingfestingu. Af því leiðir að óþarft verður að skrifstofa Landsréttar sendi stefnda gögnin. Þá er lagt til að í niðurlagi 1. mgr. 158. gr. verði lögð á stefnda sú skylda að senda áfrýjanda eintak af greinargerð og öðrum málsgögnum sem hann leggur fram en sambærileg skylda hvílir nú á skrifstofu Hæstaréttar. Skyldur allra málsaðila eru þannig gerðar sambærilegar að þessu leyti.

Um 22. gr.

    Sambærilegar breytingar eru lagðar til á 159. gr. varðandi málatilbúnað stefnda og á 156. gr. varðandi málatilbúnað áfrýjanda og vísast til athugasemda við 20. gr. varðandi það.

Um 23. gr.

    Lagt er til að með breytingu á 1. mgr. 160. gr. verði létt af Landsrétti því verkefni sem Hæstiréttur hefur nú að senda áfrýjanda eintak af greinargerð og málsgögnum stefnda. Í málsgreininni er fjallað um sameiginlega fresti til gagnaöflunar.
    Af styttingu áfrýjunarfrests úr þremur mánuðum í fjórar vikur leiðir að mál koma fyrr til meðferðar fyrir Landsrétti en fyrir Hæstarétti nú. Það er í anda meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu að Landsréttur dómkveðji matsmenn ef þess þykir þörf eftir að máli hefur verið áfrýjað til réttarins og kveði sömuleiðis á um skyldu þriðja manns til að afhenda skjal í máli sem er til meðferðar fyrir Landsrétti. Ekki þykir þörf á að setja sérstök lagaákvæði þar um en um slíka gagnaöflun færi eftir IX. og X. kafla laganna eftir því sem við á. Gera má ráð fyrir að veita þurfi nokkuð rýmri fresti til gagnaöflunar fyrir Landsrétti en nú er þörf á fyrir Hæstarétti vegna skemmri áfrýjunarfrests.
    Vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpinu varðandi sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi þykir nauðsynlegt að kveða skýrar á um heimild Landsréttar til að taka mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta ágreiningi um rekstur þess og þá sérstaklega gagnaöflun eftir að máli hefur verið úthlutað. Gert er ráð fyrir að í slíku þinghaldi fái málsaðilar að tjá sig um umdeild réttarfarsatriði og um óskir sínar og ágreining um skýrslutökur fyrir Landsrétti og spilun við aðalmeðferð þar á upptökum af skýrslum sem teknar voru fyrir héraðsdómi. Þá er gert ráð fyrir að leyst verði úr slíkum atriðum fyrir aðalmeðferð máls. Heimilt verði að dómsformaður taki mál einn fyrir í framangreindu skyni nema um sé að ræða kæranlegan úrskurð um réttarfarsatriði. Hafi aðilar ekki borið fram ósk um afspilun, skýrslutöku eða aðra gagnaöflun og enginn réttarfarságreiningur er uppi í máli er ekki þörf á slíku þinghaldi. Sama máli gegnir ef slík ósk hefur borist, enginn ágreiningur er um hana og Landsréttur telur rétt að fallast á óskina.

Um 24. gr.

    Breytingar sem lagðar eru til á 1. mgr. 161. gr. stafa af því að gert er ráð fyrir að málsmeðferð fyrir Landsrétti verði nokkuð viðameiri en fyrir Hæstarétti nú og því þurfa fleiri atriði að koma fram í tilkynningu sem Landsréttur sendir málsaðilum um aðalmeðferð máls.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að Landsréttur taki öll mál til skoðunar með tilliti til þess hvort á þeim kunni að vera alvarlegir formgallar og láti flytja málið sérstaklega um þá innan mánaðar frá því að máli var úthlutað. Nokkuð hefur tíðkast í Hæstarétti að hafa þennan hátt á. Markmiðið með ákvæðinu er fyrst og fremst að fá sem fyrst skorið úr formhlið mála og flýta þannig fyrir endanlegum lyktum mála sem haldin eru alvarlegum réttarfarsannmörkum.

Um 25. gr.

    Í greininni er fjallað um tilhögun aðalmeðferðar fyrir Landsrétti. Gert er ráð fyrir að hún verði í grófum dráttum sambærileg við tilhögun aðalmeðferðar í Hæstarétti en þó nokkuð viðameiri þar sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til að taka skýrslur fyrir Landsrétti og til að spila upptökur af skýrslutökum fyrir héraðsdómi við aðalmeðferðina fyrir Landsrétti. Eru því lagðar til nokkrar viðbætur við 162. gr. laganna til samræmis við það.

Um 26. gr.

    Í ákvæðinu eru lagðar til talsvert miklar breytingar á 164. gr. laganna sem stafa fyrst og fremst af því að form og efni dómsúrlausna Landsréttar þarf að taka mið af því að unnt er að skjóta niðurstöðum dómstólsins til Hæstaréttar með kæru eða áfrýjun.
    Lagt er til að í 1. mgr. verði kveðið á um að dómsathafnir Landsréttar um atriði sem varða rekstur máls fyrir réttinum verði í formi ákvarðana nema þegar unnt þarf að vera að skjóta dómsathöfn til Hæstaréttar en í því tilviki þarf að kveða upp rökstuddan úrskurð.
    Þá er lagt til í 2. mgr. að meginreglan verði sú að Landsréttur kveði upp úrskurð í kærumáli nema mælt sé fyrir um í öðrum lögum að kveða eigi upp dóm. Þannig er gert ráð fyrir að úrskurðir séu að jafnaði kveðnir upp í kærumálum þar sem skotið er til réttarins úrskurðum héraðsdóms um réttarfarsatriði í almennum einkamálum. Ástæðan fyrir því að lagt er til að kærumál af þessu tagi verði til lykta leidd með úrskurði er fyrst og fremst sú að gert er ráð fyrir að unnt verði að skjóta sumum af þessum dómsathöfnum til Hæstaréttar með kæru og því þykir eðlilegra að kveðinn sé upp úrskurður í Landsrétti. Þannig verður almenna reglan áfram sú að úrskurðir verði kæranlegir til æðri réttar en dómar áfrýjanlegir. Rétt þykir að hafa annan hátt á um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi samkvæmt afbrigðilegri málsmeðferð á grundvelli ákvæða í sérlögum, t.d. á sviði fullnusturéttar. Til að tryggja greiða málsmeðferð í þessum málum hefur löggjafinn valið að unnt sé að skjóta þessum úrskurðum til æðri réttar með kæru en ekki áfrýjun. Mörg þeirra mála sem rekin eru fyrir dómstólum samkvæmt slíkum réttarfarsákvæðum, t.d. ágreiningsmál vegna gjaldþrotaskipta og dánarbússkipta, snúast hins vegar um efnisréttarlegan ágreining og eru þessi mál um margt lík almennum einkamálum. Ætlunin er að leggja fram sérstakt frumvarp í kjölfar þessa frumvarps þar sem lagðar eru til breytingar á réttarfarskafla laga sem kveða á um slíka afbrigðilega meðferð. Í slíku frumvarpi verður tekin afstaða til þess hvaða ágreiningsefni eru þess eðlis að rétt sé að unnt verði að skjóta úrlausn Landsréttar um þau til Hæstaréttar en í þeim tilvikum verður lagt til að kveðinn verði upp dómur í kærumáli fyrir Landsrétti. Í þeim tilvikum sem taldir eru meiri hagsmunir á að fá endanlega niðurstöðu dómstóla með skjótum hætti verður hins vegar lagt til að á kærumál fyrir Landsrétti verði lagður úrskurður. Í undantekningartilvikum verði kveðið á um að unnt sé að óska eftir heimild Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar í kærumáli vegna slíks ágreiningsmáls, sbr. 2. mgr. a-liðar 29. gr. frumvarpsins. Þá er í 2. mgr. lagt til að ef úrlausn Landsréttar í áfrýjunarmáli felur í sér lyktir máls án þess að það hafi verið flutt um efni skuli kveðinn upp úrskurður. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er fyrst og fremst sú að unnt er að kæra slíkar niðurstöður til Hæstaréttar og því samræmis vegna rétt að leggja til að kveðinn verði upp úrskurður. Sé áfrýjunarmál hins vegar flutt eingöngu um efni eða samhliða um form og efni þykir rétt að kveðinn verði upp dómur í máli og það þótt niðurstaðan kunni að vera kæranleg til Hæstaréttar að einhverju leyti eða öllu. Það er í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar að frávísun að hluta verði kæranleg til Hæstaréttar þótt sú niðurstaða komi fram í dómi.
    Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.

Um 27. gr.

    Ekki er lagt til að hafa ákvæði um aðferð við samningu dóma í Landsrétti öðruvísi en í Hæstarétti nú. Áfram er því gert ráð fyrir að einstakir dómarar geti með sératkvæði komið á framfæri að þeir séu ósammála meiri hlutanum um niðurstöðu eða röksemdir. Er þetta í samræmi við langa hefð hér á landi og sama aðferð er viðhöfð t.d. í Danmörku. Þær breytingar sem lagðar eru til á 165. gr. stafa af því að gert er ráð fyrir að við úthlutun mála ákveði forseti Landsréttar hver verði dómsformaður í máli en af því leiðir sjálfkrafa að hann er frummælandi á fundi þar sem rætt er um röksemdir og niðurstöðu dóms, hann telur atkvæði og semur atkvæði að dómi eða meirihlutaatkvæði ef hann er í meiri hluta. Þá er lagt til að dómari Landsréttar semji ávallt atkvæði ef hann myndar meiri hluta með sérfróðum meðdómsmanni.
    Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.

Um 28. gr.

    Sú leið er farin í frumvarpinu að þeir kaflar laganna sem fjalla um kæru og áfrýjun til Hæstaréttar hafa verið aðlagaðir breyttri dómstólaskipan og taka nú til kæru og áfrýjunar til Landsréttar. Því er þörf á að breyta heiti XXV. kafla laganna til samræmis við breytt hlutverk hans.

Um 29. gr.

    Lagt er til að fjallað verði um kærur á úrskurðum Landsréttar til Hæstaréttar Íslands í nýjum kafla sem verði XXVI. kafli. Rétt þykir að málskot til Hæstaréttar verði bæði í formi kæru og áfrýjunar eins og nú er og málsmeðferðarreglurnar mismunandi. Kærufrestur verði skemmri en áfrýjunarfrestur og málsmeðferð í kærumáli að jafnaði skrifleg en munnleg í áfrýjunarmáli eins og nú er. Í frumvarpinu er lagt til að heimildir til að kæra úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar verði fáar og afmarkaðar og mun þrengri en heimildir til að kæra úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar nú. Unnt verður að kæra tilteknar dómsathafnir Landsréttar um rekstur mála fyrir réttinum og tiltekna úrskurði Landsréttar um formhlið mála í héraði. Ein af þeim forsendum sem gengið var út frá við gerð frumvarpsins var sú að tilkoma Landsréttar drægi sem minnst úr málshraða. Ljóst er að heimildir til að kæra úrskurði Landsréttar um réttarfarságreining fyrir réttinum og sérstaklega fyrir héraðsdómi eru til þess fallnar að tefja verulega rekstur þeirra mála sem um ræðir. Sama gegnir þótt kæra væri ætíð háð leyfi Hæstaréttar þar sem meðferð umsóknar um kæruleyfi er til þess fallin að valda svipuðum töfum á rekstri máls og kærumeðferðin sjálf. Þótt Hæstiréttur geti vissulega haft réttarskapandi áhrif um túlkun réttarfarslaga í dómum sínum í áfrýjunarmálum með athugasemdum, aðfinnslum eða jafnvel ómerkingu héraðsdóms eða Landsréttardóms vegna alvarlegra réttarfarsannmarka þykir ekki rétt að girða alveg fyrir að unnt verði í tiltölulega afmörkuðum tilvikum að fá úrlausn réttarins um formhlið mála með kærumeðferð. Sem fyrr segir hefur þess verið gætt að hafa þessar kæruheimildir þröngar. Ætla verður að málsaðilar geti almennt vel við unað þar sem lagt er til að kæruheimildir til Landsréttar verði þær sömu og nú til Hæstaréttar og sá kostur er ávallt fyrir hendi að áfrýja dómum Landsréttar til Hæstaréttar, m.a. til ómerkingar á dómi Landsréttar og héraðsdómi vegna alvarlegra réttarfarsannmarka fyrir Landsrétti eða í héraði.
    Þá er lagt til að fjallað verði um áfrýjun mála til Hæstaréttar Íslands í nýjum kafla sem verði XXVII. kafli. Ákvæði kaflans eru að flestu leyti sambærileg þeim ákvæðum sem gilda nú um meðferð áfrýjunarmála fyrir réttinum. Þó að gert sé ráð fyrir því að dómstigin verði þrjú í stað tveggja áður er gert ráð fyrir að dómsmál muni aðeins í tiltölulega fáum tilvikum fá efnislega meðferð á öllum þremur dómstigum. Nokkur nýmæli eru þó lögð til í kaflanum. Þannig er í frumvarpinu lagt til að heimilt verði að uppfylltum þröngum skilyrðum að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar. Þá er gert ráð fyrir að undantekningarlaust verði áfrýjun máls til Hæstaréttar háð áfrýjunarleyfi og þá óháð því hvort mál hafi áður verið dæmt af Landsrétti eða einungis í héraði.
     Um a-lið (167. gr.).
    Lagt er til í 1. mgr. að kæruheimildir til Hæstaréttar verði tiltölulega fáar. Einkum var horft til norskra réttarfarslaga varðandi heimildir til að skjóta formúrlausnum til Hæstaréttar. Rétt þótti að heimila kæru á úrskurðum Landsréttar sem fela í sér endanlegar lyktir máls og um hvort dómari Landsréttar víki sæti, um málskostnaðartryggingu og um réttarfarssekt fyrir Landsrétti, svo og um skyldu vitnis til að svara spurningu skv. 53. gr. laganna, hvort sem er fyrir héraðsdómi eða Landsrétti. Öll þessi atriði þykja hafa svo mikla þýðingu að rétt þykir að unnt sé að skjóta þeim til æðri réttar.
    Lagt er til í 2. mgr. að sérstök heimild verði til að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra til réttarins úrskurði Landsréttar þegar svo er fyrir mælt í öðrum lögum. Nánar vísast um þessa heimild til athugasemda með 18. gr. frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að í sérstöku frumvarpi verði lagðar til breytingar á réttarfarsköflum laga sem gera ráð fyrir afbrigðilegri málsmeðferð fyrir dómstólum um ágreiningsefni og að þar verði kveðið á um að unnt sé að óska eftir leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurði Landsréttar um tiltekin ágreiningsefni til Hæstaréttar. Á þetta sérstaklega við um þau atriði sem þykir rétt að Hæstiréttur geti haft réttarskapandi áhrif á með lagatúlkun en jafnframt þykir þörf á tiltölulega skjótri niðurstöðu. Lagt er til að skilyrði til að Hæstiréttur heimili slíka kæru verði nokkuð þröng.
    Þá er í 3. mgr. lagt til að Hæstiréttur geti í öllum kærumálum, á hvaða stigi máls sem er, synjað um að taka kæruefni skv. 1. og 2. mgr. til meðferðar ef rétturinn telur kæru tilefnislausa eða augljóslega setta fram í þeim tilgangi að tefja framgang máls. Ákvæðið þykir nauðsynlegt til að draga úr hættu á að unnt sé að tefja mál að ófyrirsynju með kæru eða umsókn um kæruleyfi.
     Um b–h-lið (168.–174. gr.).
    Þessi ákvæði frumvarpsins eru efnislega samhljóða sambærilegum ákvæðum gildandi laga um kærur á dómsathöfnum héraðsdóms til Hæstaréttar nema að því leyti að orðalag nokkurra ákvæða tekur mið af því að kaflinn tekur bæði til kæra til Hæstaréttar í þeim tilvikum að um beina kæruheimild er að ræða og til óska um kæruleyfi. Gengið er út frá því að sá sem óskar eftir kæruleyfi þurfi að standa á sama hátt að sendingu gagna til Hæstaréttar og þegar hann sendir Hæstarétti kæru og gagnaðila hans gefist sama færi á að skila greinargerð og gögnum af sinni hálfu hvort sem um er að ræða kæru eða ósk um kæruleyfi.
    Í g-lið, sem verður 173. gr. laganna, er gengið út frá því að ef Hæstiréttur fellst á ósk um kæruleyfi og þar með að taka kæru til meðferðar þurfi rétturinn ekki að afgreiða ósk um kæruleyfi sérstaklega heldur geti hann lagt dóm á kæruefnið á grundvelli þeirra skjala sem réttinum hafa borist. Dómur Hæstaréttar í málinu felur þá í sér að fallist hafi verið á ósk um kæruleyfi. Er þessi aðferð einföld og til þess fallin að flýta endanlegri úrlausn málsins.
    Um i-lið (175. gr.).
    Lagt er til að í 1. mgr. 175. gr. verði kveðið á um heimild til að sækja um leyfi til að áfrýja dómum héraðsdóms beint til Hæstaréttar að uppfylltum þröngum skilyrðum. Tilgangur ákvæðisins er einkum sá að gefa aðilum kost á að fá skjótt endanlega niðurstöðu Hæstaréttar í máli. Þá gæti ákvæðið haft þau jákvæðu áhrif að létta nokkuð álagi af Landsrétti. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skýrslutökur fari ekki fram fyrir Hæstarétti og Hæstiréttur endurskoði ekki sönnunargildi munnlegra framburða og er það í samræmi við meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu. Hins vegar er í frumvarpinu búið í haginn fyrir að Landsréttur geti tekið alla þætti sönnunarmats til endurskoðunar. Í samræmi við það verður ekki mögulegt að fá leyfi til að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar ef aðili telur enn þörf á að leiða vitni í máli eða enn er uppi ágreiningur um mat héraðsdóms á sönnunargildi munnlegra framburða. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að slíkt leyfi verði ekki veitt nema niðurstaða málsins geti verið fordæmisgefandi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Ástæðan fyrir því að gert er ráð fyrir að mál þurfi að uppfylla eitt þessara skilyrða er sú að eðlilegt þykir að Hæstiréttur fái fyrst og fremst til meðferðar krefjandi mál. Fyrirmynd að þessari heimild er sótt í norsku einkamálalögin en útfærslan er nokkuð önnur í frumvarpinu.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fresti til að áfrýja héraðsdómi verði slitið með því að leggja fyrir skrifstofu Landsréttar áfrýjunarstefnu til réttarins hvort sem ætlunin er að áfrýja héraðsdómi til Landsréttar eða óska eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja héraðsdómi beint til Hæstaréttar. Á þetta bæði við um áfrýjunarfrest skv. 1. mgr. 153. gr. og eftir atvikum hinn sérstaka viðbótarfrest skv. 2. mgr. Ef ætlunin er að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar þarf þannig samtímis að fá gefna út áfrýjunarstefnu til Landsréttar þar sem fram kemur að óskað sé eftir leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar og að senda Hæstarétti ósk um áfrýjunarleyfi. Gert er ráð fyrir að áfrýjunarstefna til Landsréttar sé þá gefin út og birt en þingfestingardagur fyrir Landsrétti ekki ákveðinn að sinni. Í 1. mgr. er gert ráð fyrir að öllum málsaðilum sé gefinn kostur á að tjá sig um umsókn um áfrýjunarleyfi áður en ákvörðun er tekin um hvort á hana verði fallist. Ef Hæstiréttur veitir leyfi til áfrýjunar er gefin út áfrýjunarstefna til Hæstaréttar og hún birt fyrir gagnaðila. Um meðferð málsins fyrir Hæstarétti fer eftir það eftir sömu ákvæðum og um önnur áfrýjunarmál fyrir réttinum. Áfrýjandi skal þá þegar í stað tilkynna Landsrétti að ekki verði frekar af rekstri málsins þar. Sé ósk um áfrýjunarleyfi hafnað tilkynnir Hæstiréttur beiðanda um það og skal hann þá innan viku tilkynna Landsrétti um höfnunina og þá jafnframt óska eftir að áfrýjunarmálið verði rekið áfram fyrir Landsrétti standi hugur hans enn þá til þess. Í 2. mgr. er gert ráð fyrir að Landsréttur ákveði þá hvenær stefndi verði í síðasta lagi að tilkynna Landsrétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu, sbr. f-lið 1. mgr. 155. gr., og Landsréttur ákveði þá dagsetningu í því skyni. Rétt þykir að kveða á um að Landsréttur tilkynni stefnda þessa ákvörðun með sannanlegum hætti. Á þeim degi verður áfrýjunarstefnan þingfest fyrir Landsrétti. Gilda ákvæði 1. mgr. 156. gr. um skyldu áfrýjanda til að afhenda stefnda greinargerð og önnur málsgögn eigi síðar en við þingfestingu fyrir Landsrétti. Fer um málið upp frá því eftir ákvæðum XXV. kafla laganna um áfrýjun til Landsréttar.
     Um j-lið (176. gr.).
    Í greininni er kveðið á um að heimilt sé að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar að uppfylltu a.m.k. einu af þeim skilyrðum sem þar eru sett. Byggt er á því í frumvarpinu að einungis verði unnt að áfrýja dómum Landsréttar til Hæstaréttar að fengnu áfrýjunarleyfi Hæstaréttar sjálfs. Umrædd skilyrði lúta annars vegar að því hversu mikilvægt sakarefni er um að ræða almennt eða fyrir málsaðila. Hins vegar lúta skilyrðin að þeim mikilvægu hagsmunum að unnt sé að bæta úr stórfelldum réttarfarsannmörkum á lægri dómstigum eða leiðrétta niðurstöður Landsréttar sem eru bersýnilega rangar að formi eða efni. Svipað fyrirkomulag er varðandi áfrýjun til æðstu dómstóla í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en meginreglan í öllum þessum löndum er að Hæstiréttur tekur ekki mál til meðferðar nema fallist sé á áfrýjunarleyfi. Í Danmörku er sérstakri stjórnsýslunefnd (d. Procesbevillingsnævnet) falið það hlutverk að fjalla um beiðnir um áfrýjunarleyfi en í Noregi og Svíþjóð hefur Hæstiréttur þetta hlutverk og er sú leið farin í þessu frumvarpi. Ætla má að dómarar Hæstaréttar séu betur til þess fallnir að móta skýra og samræmda framkvæmd um mat á því hvort skilyrðum fyrir veitingu áfrýjunarleyfis sé fullnægt, t.d. um hvort málsmeðferð hafi verið ábótavant eða hvort dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Þannig má frekar líta á afgreiðslu beiðna um áfrýjunarleyfi sem eins konar takmarkaða áfrýjunarmeðferð ef Hæstiréttur sjálfur annast mat á skilyrðum um veitingu áfrýjunarleyfis.
     Um k-lið (177. gr.).
    Í greininni er kveðið á um frest til að óska eftir áfrýjun á dómi Landsréttar til Hæstaréttar og er lagt til að hann verði fjórar vikur frá uppkvaðningu dóms Landsréttar í stað þriggja mánaðar áfrýjunarfrests samkvæmt gildandi lögum. Þessi frestur er sá sami og lagt er til að verði til að áfrýja héraðsdómum til Landsréttar og vísast um rök fyrir þessari styttingu áfrýjunarfrests til athugasemda um 18. gr. frumvarpsins. Lagt er til í 2. mgr. að Hæstiréttur geti þó fallist á umsókn um áfrýjunarleyfi að liðnum áfrýjunarfresti, enda sé dráttur á að sækja um áfrýjunarleyfi nægilega réttlættur. Um er að ræða undantekningu sambærilega þeirri sem fram kemur í 2. mgr. 153. gr. gildandi laga. Ákvæði 3. mgr. svarar til 3. mgr. 153. gr. gildandi laga.
     Um l-lið (178. gr.).
    Þótt í gildandi lögum hafi aðeins þurft að sækja um áfrýjunarleyfi við sérstakar aðstæður en í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi í öllum málum er greinin sambærileg 154. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringar.
     Um m-lið (179. gr.).
    Í greininni er fjallað um áfrýjunarstefnu. Hún er sambærileg 155. gr. gildandi laga að öðru leyti en því að nú er gert ráð fyrir að málum verði eingöngu áfrýjað til Hæstaréttar samkvæmt leyfi réttarins.
     Um n-lið (180. gr.).
    Greinin þarfnast ekki skýringa en hún fjallar um greinargerð áfrýjanda fyrir Hæstarétti og er sambærileg 156. gr. og 4. mgr. 153. gr. gildandi laga.
     Um o-lið (181. gr.).
    Greinin er sama efnis og 157. gr. gildandi laga. Hún þarfnast ekki skýringa.
     Um p-lið (182. gr.).
    Greinin er sama efnis og 158. gr. gildandi laga. Hún þarfnast ekki skýringa. Við 1. mgr. hefur verið bætt ákvæði um að áfrýjandi skuli eigi síðar en við þingfestingu afhenda stefnda eintak málsgagna sem lögð eru fram fyrir Hæstarétti. Rétt þykir að skylda þessi sé lögfest.
     Um q-lið (183. gr.).
    Greinin er því sem næst samhljóða 159. gr. gildandi laga. Við 2. mgr. hefur verið bætt ákvæði um að stefndi skuli senda áfrýjanda eintak af greinargerð og öðrum málsgögnum sem hann leggur fram.
     Um r-lið (184. gr.).
    Greinin er því sem næst samhljóða 160. gr. gildandi laga. Í lok 1. mgr. er að finna nýmæli þess efnis að aðilar skuli senda hverjir öðrum eftirrit þeirra gagna sem lögð eru fram. Að öðru leyti krefst greinin ekki skýringa.
     Um s-lið (185. gr.).
    Greinin er samhljóða 161. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa.
     Um t-lið (186. gr.).
    Greinin er því sem næst samhljóða 162. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa.
     Um u-lið (187. gr.).
    Greinin er því sem næst samhljóða 163. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa.
     Um v-lið (188. gr.).
    Greinin er því sem næst samhljóða 164. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa.
     Um w-lið (189. gr.).
    Ákvæði 2. mgr. greinarinnar fjallar um hvernig staðið skuli að samningu hæstaréttardóms í einkamáli. Ekki eru lagðar til breytingar á ákvæðinu og vísast um það til athugasemda um 27. gr. frumvarpsins sem fjallar um samningu dóma í Landsrétti. Byggt er á því að dómara gefist ríkulegt færi á að koma á framfæri afstöðu sinni varðandi niðurstöðu máls og rökstuðningi með sératkvæði. Þá má ætla að dómar Hæstaréttar hafi meiri réttarskapandi áhrif eftir því sem fleiri dómarar standa saman að niðurstöðu jafnt sem rökstuðningi.
     Um x-lið (190. gr.).
    Greinin er samhljóða 166. gr. gildandi laga.

Um 30. gr.

    Greinin er sama efnis og 169. gr. gildandi laga þar sem fjallað er um endurupptökunefnd. Breytingar á orðalagi eru gerðar vegna tilkomu Landsréttar.

Um 31. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um II. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um breytingar sem lagðar eru til á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum. Þessar breytingar eru flestar til komnar vegna fyrirætlana um stofnun Landsréttar sem ætlunin er að verði millidómstig í einkamálum og sakamálum. Stofnun millidómstigs kallar á ný lagaákvæði um meðferð sakamála fyrir Landsrétti en þessar reglur eru að miklu leyti þær sömu og nú gilda um meðferð sakamála fyrir Hæstarétti. Frávikin stafa m.a. af því að unnt verður að skjóta ýmsum dómsathöfnum Landsréttar til Hæstaréttar. Þá er lagt til að málsmeðferð fyrir Hæstarétti taki nokkrum breytingum en margar þeirra eru til komnar vegna nýrrar stöðu Hæstaréttar sem þriðja dómstigs. Þannig er lagt til að kæruheimildir til Hæstaréttar verði mun færri og þrengri en samkvæmt gildandi lögum og einungis verði unnt að áfrýja dómum Landsréttar til Hæstaréttar að fengnu áfrýjunarleyfi Hæstaréttar. Breytingar á lögum um meðferð sakamála eru margar þær sömu og á lögum um meðferð einkamála

Um 32.–35. gr.

    Í frumvarpinu er lagt til að 4. mgr. 3. gr. laga um meðferð sakamála verði felld brott. Þessi heimild kom á sínum tíma inn í lög um meðferð opinberra mála til að bregðast við þeirri stöðu að Hæstarétti var sniðinn þröngur stakkur við endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar vegna meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu. Með tilkomu millidómstigs þar sem unnt verður að fá endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar þykir ekki lengur þörf á sérstakri heimild til að hafa héraðsdóm fjölskipaðan af þeirri ástæðu að ákærði neitar sök og niðurstaðan kann að verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi. Í 5. mgr. 3. gr. er eftir sem áður til staðar heimild til að hafa héraðsdóm skipaðan þremur héraðsdómurum ef mál er umfangsmikið eða mjög mikilvægt frá almennu sjónarmiði. Lagt er til að þessi heimild verði rýmkuð þannig að hún nái einnig til mála þar sem ákært er fyrir brot sem varðað getur 10 ára fangelsi eða meira, svo sem manndráp, ýmis kynferðisbrot, stórfelld fíkniefnabrot og rán. Gert er ráð fyrir að þessari heimild verði aðeins beitt í undantekningartilvikum og þá einkum ef ætla má að sönnunarmat verði vandasamt.
    Lagðar eru til í frumvarpinu sambærilegar breytingar á hlutverki sérfróðra meðdómsmanna í sakamálum og í einkamálum. Breytingarnar eru í stórum dráttum þær að unnt verði að kalla til sérfróða meðdómsmenn til setu í dómi, bæði í héraðsdómi og fyrir Landsrétti. Því er lagt til að bætt verði við lög um meðferð sakamála nýrri grein, 3. gr. a, sem fjalli um sérfróða meðdómsmenn fyrir Landsrétti. Þá verði að jafnaði kallaður til aðeins einn sérfróður meðdómsmaður í hverju máli á hvoru dómstigi nema þörf sé á sérkunnáttu á tveimur sviðum. Heimilt verði að hafa dóm Landsréttar skipaðan fimm dómurum Landsréttar í umfangsmiklum og alvarlegum sakamálum ef dómur í máli hefur verið fjölskipaður í héraði. Gert er ráð fyrir að þessari heimild verði aðeins beitt í undantekningartilvikum. Um breytingartillögurnar vísast að öðru leyti til athugasemda um 2. gr. frumvarpsins.
    Þá er orðalagi 2. mgr. 4. gr. laganna breytt lítillega vegna stofnunar Landsréttar. Samkvæmt ákvæðinu verður landsréttardómurum og starfsmönnum Landsréttar ekki gert skylt að verða við kvaðningu til starfa meðdómsmanns frekar en hæstaréttardómurum og starfsmönnum Hæstaréttar. Auk þess verður forstöðumönnum skráðra lífsskoðunarfélaga það ekki skylt.

Um 36. gr.

    Þar sem lagt er til í 33. gr. frumvarpsins að sérfróðir meðdómsmenn geti tekið sæti í Landsrétti þykir nauðsynlegt að breyta fyrirsögn I. kafla laganna þannig að þar komi fram að kaflinn taki einnig til dómenda fyrir Landsrétti.

Um 37. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringar.

Um 38.–42. gr.

    Þær breytingar sem lagðar eru til á II. kafla laga um meðferð sakamála eru í samræmi við þær breytingar sem lagðar eru til í 6.–10 gr. frumvarpsins á lögum um meðferð einkamála og vísast til athugasemda við þá grein frumvarpsins.

Um 43. gr.

    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissaksóknari taki ákvörðun um að áfrýja héraðsdómi til Landsréttar og um að óska eftir að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar og er lögð til breyting á 4. mgr. 21. gr. laganna til samræmis við það. Þá er lagt til að ríkissaksóknari sæki mál bæði fyrir Landsrétti og Hæstarétti með sömu undantekningum og samkvæmt gildandi lögum og að 4. mgr. 25. gr. laganna taki breytingum til samræmis við það. Þannig er gert ráð fyrir að héraðssaksóknari og lögreglustjórar geti tekið ákvörðun um kæru til Landsréttar í þeim málum sem þeir hafa höfðað fyrir héraðsdómi og sótt þau mál þar á sama hátt og nú fyrir Hæstarétti. Hins vegar er gert ráð fyrir því að ríkissaksóknari taki ávallt ákvörðun um kæru til Hæstaréttar og sæki öll áfrýjunar- og kærumál fyrir Hæstarétti. Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.

Um 44. gr.

    Í þessari grein er safnað saman þeim breytingum sem felast einungis í því að Landsréttur komi í stað Hæstaréttar. Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 45. gr.

    Rétt þykir að árétta að í frumvarpinu er gengið út frá því að hæstaréttarlögmenn skuli einir gegna verjendastörfum fyrir Landsrétti og Hæstarétti en að héraðsdómslögmenn hafi eingöngu heimild til að gegna verjendastörfum fyrir héraðsdómi auk heimildar til að kæra mál til Landsréttar en ekki skila greinargerð til Landsréttar og er það í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar um afmörkun á heimildum héraðsdómslögmanna. Þar sem í 3. mgr. 8. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998, er kveðið á um að héraðsdómslögmaður megi gæta hagsmuna aðila í máli fyrir héraðsdómi eða sérdómstóli en í 3. mgr. 10. gr. laganna að hæstaréttarlögmaður megi gæta hagsmuna aðila í málum fyrir öllum dómstólum landsins, þykir ekki þörf á að árétta þetta fyrirkomulag með lagabreytingum. Um skýringu ákvæðisins vísast að öðru leyti til athugasemda við 43. gr. frumvarpsins.

Um 46.–54. gr.

    Þær breytingar sem lagðar eru til í þessum greinum stafa flestar af því að gert er ráð fyrir þeirri meginreglu í frumvarpinu að dómum og úrskurðum héraðsdóms verði skotið til Landsréttar í stað Hæstaréttar nú. Þá er gert ráð fyrir að ný stofnun, dómstólasýslan, taki við hlutverki dómstólaráðs. Orðalag einstakra ákvæða laganna er í frumvarpinu lagað að þessum breytingum.

Um 55.–57. gr.

    Með greinunum eru lagðar til breytingar á ákvæðum XXX. kafla laganna sem fjallar um kærur. Samkvæmt núgildandi lögum er almennt unnt að kæra úrskurði héraðsdómstóla til Hæstaréttar Íslands. Samkvæmt frumvarpinu mun Landsréttur taka við þessu hlutverki Hæstaréttar. Er orðalagi ákvæða kaflans því breytt á þá leið að Landsréttur kemur í stað Hæstaréttar. Gert er ráð fyrir að kæruheimildir til Landsréttar verði þær sömu og til Hæstaréttar nú og ekki er gert ráð fyrir að meðferð kærumála fyrir Landsrétti verði með öðrum hætti en fyrir Hæstarétti nú.

Um 58. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 59. gr.

    Talsverðar breytingar verða á sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi við aðalmeðferð í sakamálum með tilkomu Landsréttar og eru þær fyrst og fremst í anda meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki er gert ráð fyrir að sú sönnunarfærsla sem fram fór fyrir héraðsdómi verði endurtekin fyrir Landsrétti, enda mæla sterk rök gegn því að sakborningar, brotaþolar, málsaðilar eða vitni séu yfirheyrð ítrekað fyrir dómi um sömu atriði eins og nánar er rakið í almennum athugasemdum með frumvarpinu. Á þetta sérstaklega við í sakamálum þar sem ætla má að upprifjun brotaþola og vitna á erfiðri lífsreynslu geti verið sársaukafull og af þeirri ástæðu varhugavert að endurtaka skýrslugjöf að nauðsynjalausu. Hins vegar er í frumvarpinu gert ráð fyrir að málsaðilum gefist kostur á að leiða ný vitni og taka viðbótarskýrslur af ákærðu og vitnum sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Þá verði allar skýrslur í héraði teknar upp í hljóði og mynd og afrit af þessum upptökum send Landsrétti sem hluti af gögnum máls. Myndupptökurnar verði þannig aðgengilegar dómurum sakamáls í Landsrétti en að auki verði unnt að fara fram á að einstakar skýrslur eða hluti af þeim verði spilaðar við aðalmeðferð máls ef þörf þykir vegna endurmats á sönnunargildi munnlegs framburðar. Eftir sem áður er þó gert ráð fyrir að við sönnunarfærslu fyrir Landsrétti verði að miklu leyti stuðst við endurrit af framburði ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi, enda er mikið hagræði í því fólgið fyrir málsaðila og dómendur og málsmeðferðin til muna skilvirkari með því móti. Sá möguleiki að leiða ný vitni og taka viðbótarskýrslur, svo og að spila upptökur af skýrslum sem teknar voru í héraði, er til þess fallinn að Landsréttur geti endurskoðað sönnunargildi munnlegs framburðar og skorið úr um sekt eða sýknu á grundvelli heildarmats á öllum sönnunargögnum, þ.m.t. munnlegum framburði. Í samræmi við framangreint miða þær breytingar sem gerðar eru á ákvæðum 2. mgr. 202. gr. að því að fyrir Landsrétt verði lagt bæði afrit af öllum upptökum í hljóði og mynd af munnlegum skýrslum fyrir héraðsdómi og endurrit af þessum skýrslum.

Um 60. gr.

    Í þessari grein frumvarpsins eru lagðar til breytingar á 203. gr. laganna. Lagt er til að í greinargerð málsaðila í sakamálum til Landsréttar komi fram hvort hann telji nauðsynlegt að afla munnlegra skýrslna eða viðbótarskýrslna fyrir Landsrétti, og þá hverra, ásamt rökstuðningi þar að lútandi, þar á meðal fyrir því hvers vegna ekki sé nægilegt að byggja á upptökum, sbr. 3. mgr. 13. gr. Jafnframt skal koma fram hvaða upptökur af skýrslum fyrir héraðsdómi hann telur nauðsynlegt að spila við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Dómarar Landsréttar þurfa svo að taka afstöðu til hvort á slík rök verði fallist. Um skýringar á ákvæðinu að öðru leyti er vísað til athugasemda með 20. gr. frumvarpsins.

Um 61. gr.

    Í a-lið eru lagðar til samsvarandi breytingar á 1. mgr. 204. gr. laganna og 2. mgr. 161. einkamálalaga. Lagt er til að Landsréttur taki öll mál til skoðunar með tilliti til þess hvort á þeim kunni að vera alvarlegir formgallar og láti flytja mál sérstaklega um formhlið máls innan mánaðar frá því að máli var úthlutað. Nokkuð hefur tíðkast í Hæstarétti að hafa þennan hátt á. Markmiðið með ákvæðinu er fyrst og fremst að fá sem fyrst skorið úr um formhlið máls og flýta þannig fyrir endanlegum lyktum mála sem haldin eru alvarlegum réttarfarsannmörkum.
    Í b-lið eru lagðar til samsvarandi breytingar á 3. mgr. 204. gr. og á 3. mgr. 160. gr. einkamálalaga. Vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpinu varðandi sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi þykir nauðsynlegt að kveða skýrar á um heimild Landsréttar til að taka mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta ágreiningi um rekstur þess og þá sérstaklega gagnaöflun eftir að máli hefur verið úthlutað. Gert er ráð fyrir að í slíku þinghaldi fái málsaðilar að tjá sig um umdeild réttarfarsatriði og um óskir sínar og ágreining um skýrslutökur og spilun á upptökum fyrir Landsrétti. Þá er gert ráð fyrir að leyst verði úr slíkum atriðum fyrir aðalmeðferð máls. Heimilt verði að dómsformaður taki mál einn fyrir í framangreindu skyni nema um sé að ræða kæranlegan úrskurð um réttarfarsatriði. Hafi aðilar ekki borið fram ósk um afspilun, skýrslutöku eða aðra gagnaöflun og enginn réttarfarságreiningur er uppi í máli er ekki þörf á slíku þinghaldi. Sama máli gegnir ef slík ósk hefur borist, enginn ágreiningur er um hana og Landsréttur telur rétt að fallast á óskina.

Um 62. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti en því að þær breytingar sem lagðar eru til á 2. mgr. 205. gr. stafa af því að í frumvarpinu er gengið út frá því að við aðalmeðferð fyrir Landsrétti verði teknar skýrslur af nýjum vitnum og viðbótarskýrslur af þeim sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi og að auki spilaðar upptökur af skýrslum sem teknar voru fyrir héraðsdómi. Tilkynning aðila til Landsréttar og tilkynningar Landsréttar til málsaðila um fyrirkomulag aðalmeðferðar samkvæmt ákvæðinu geta því þurft að vera nokkuð ítarlegri en sambærilegar tilkynningar vegna málflutnings fyrir Hæstarétti að gildandi rétti.
    Í b-lið er lagt til að 3. mgr. 205. gr. laganna falli brott. Ástæða þess er sú að ákvæðið mun eftirleiðis fjalla um Landsrétt og er kveðið á um sönnunarfærslu fyrir réttinum í öðrum ákvæðum frumvarpsins. Hins vegar gerir frumvarpið ekki ráð fyrir því að munnleg sönnunarfærsla fari fram fyrir Hæstarétti og því fellur ákvæði þar að lútandi brott, sbr. athugasemdir við l-lið 68. gr. frumvarpsins.

Um 63. gr.

    Í greininni er fjallað um tilhögun aðalmeðferðar fyrir Landsrétti skv. 1. mgr. 206. gr. Gert er ráð fyrir að hún verði í grófum dráttum sambærileg við tilhögun aðalmeðferðar í Hæstarétti en þó nokkuð viðameiri þar sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til að taka skýrslur fyrir Landsrétti og til að spila upptökur af skýrslutökum fyrir héraðsdómi við aðalmeðferðina fyrir Landsrétti. Eru því lagðar til nokkrar viðbætur við 1. mgr. 206. gr. laganna til samræmis við það.

Um 64. gr.

    Í ákvæðinu eru lagðar til talsvert miklar breytingar á 207. gr. laganna sem stafa fyrst og fremst af því að form og efni dómsúrlausna Landsréttar þarf að taka mið af því að gert er ráð fyrir að unnt verði að skjóta niðurstöðum dómstólsins til Hæstaréttar, ýmist með kæru eða áfrýjun.
    Lagt er til að í 1. mgr. verði kveðið á um að dómsathafnir Landsréttar um atriði sem varða rekstur máls fyrir réttinum verði í formi ákvarðana nema þegar unnt þarf að vera að skjóta dómsathöfn til Hæstaréttar en í því tilviki þarf að kveða upp rökstuddan úrskurð.
    Þá er lagt til í 2. mgr. að Landsréttur kveði ávallt upp úrskurð í kærumáli. Þá er lagt til að ef úrlausn Landsréttar í áfrýjunarmáli felur í sér lyktir máls án þess að það hafi verið flutt um efni skuli kveðinn upp úrskurður. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er fyrst og fremst sú að unnt verður að kæra slíkar niðurstöður til Hæstaréttar og því er samræmis vegna rétt að kveðinn verði upp úrskurður í kærumáli. Sé áfrýjunarmál hins vegar flutt eingöngu um efni eða samhliða um form og efni þykir rétt að kveðinn verði upp dómur í málinu og það þótt niðurstaðan kunni að vera kæranleg til Hæstaréttar að einhverju leyti eða öllu. Er það í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar að frávísun að hluta til verði kæranleg til Hæstaréttar þótt sú niðurstaða komi fram í dómi.
    Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti.

Um 65. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 208. gr. laganna. Lagt er til að felld verði úr gildi ákvæði 2. og 3. mgr. 208. gr. er lúta að því að dómstóll á áfrýjunarstigi geti ekki endurmetið niðurstöðu um sönnunargildi munnlegs framburðar annars vegar og hins vegar mögulega ómerkingu héraðsdóms vegna þess að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar kunni að vera röng svo einhverju skipti. Er það í samræmi við þá breytingu sem í frumvarpinu felst að milliliðalaus sönnunarfærsla geti farið fram fyrir Landsrétti.

Um 66. gr.

    Ekki er lagt til að aðrar aðferðir verði hafðar við samningu dóms í sakamálum í Landsrétti en nú er í Hæstarétti og vísast um það til athugasemda við 27. gr. frumvarpsins sem fjallar um samningu dóms í einkamáli í Landsrétti. Þó eru lagðar til breytingar á 2. mgr. 209. gr. laganna sem leiðir annars vegar af skipan Landsréttar þar sem þrír dómarar skipa að jafnaði dóm í hverju máli og einn þeirra er dómsformaður, sbr. frumvarp til nýrra dómstólalaga sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi. Hins vegar stafa breytingarnar af því að gert er ráð fyrir því að unnt verði að kalla sérfróða meðdómsmenn til setu í dómi í Landsrétti.

Um 67. gr.

    Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að XXXI. kafla laganna muni fjalla um áfrýjun til Landsréttar og er orðalagi ákvæða kaflans því breytt á þá leið að nafn Landsréttur kemur í stað nafns Hæstaréttar.

Um 68. gr.

    Lagt er til að fjallað verði um kærur til Hæstaréttar Íslands í sakamálum í nýjum kafla sem verði XXXII. kafli. Þörf þykir á að til staðar sé tiltölulega skjót og skilvirk málskotsleið í sakamálum og því er lagt til að málskot til Hæstaréttar verði ýmist í formi kæru eða áfrýjunar eins og nú er og málsmeðferðarreglur þar um mismunandi. Gert er ráð fyrir að kærufrestir verði skemmri en áfrýjunarfrestir og málsmeðferð í kærumálum verði að jafnaði skrifleg en munnleg í áfrýjunarmálum eins og nú er.
    Þá er lagt til að fjallað verði um áfrýjun mála til Hæstaréttar Íslands í nýjum kafla sem verði XXXIII. kafli. Ákvæði kaflans eru að flestu leyti sambærileg þeim sem gilda nú um meðferð mála fyrir réttinum. Þó að gert sé ráð fyrir því að dómstigin verði þrjú í stað tveggja áður er gengið út frá því að aðeins í tiltölulega fáum tilvikum fái dómsmál efnislega meðferð á öllum þremur dómstigum. Nokkur nýmæli eru þó lögð til í kaflanum. Þannig er gert ráð fyrir að áfrýjun sakamáls til Hæstaréttar verði undantekningarlaust háð áfrýjunarleyfi.
    Um a-lið (211. gr.).
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir þröngum og afmörkuðum heimildum til að kæra til Hæstaréttar úrskurði Landsréttar vegna atriða sem varða rekstur mála fyrir réttinum og úrskurði um formhlið mála fyrir héraðsdómi. Þessar beinu kæruheimildir verða mun færri en heimildir til að kæra úrskurði héraðsdóms til Landsréttar.
    Þess hefur verið gætt að hafa hinar beinu kæruheimildir þröngar og er þá fyrst og fremst horft til þess að víðar heimildir til að kæra úrskurði um réttarfarságreining undir rekstri máls fyrir héraðsdómi eða úrskurði um þvingunarráðstafanir alla leið til Hæstaréttar eða tiltölulega opinn möguleiki á að óska eftir leyfi til slíks eru til þess fallnar að draga meðferð mála á langinn og í andstöðu við meginregluna um hraða málsmeðferð. Ætla má að málsaðilar geti almennt vel unað við þá tilhögun sem frumvarpið gerir ráð fyrir að kæruheimildir til Landsréttar verði þær sömu og nú til Hæstaréttar og að þess verði kostur að áfrýja dómum Landsréttar til Hæstaréttar, m.a. til ómerkingar vegna alvarlegra réttarfarsannmarka. Þá má ætla að Hæstiréttur geti einnig haft nokkur réttarskapandi áhrif á túlkun og beitingu réttarfarsákvæða í héraði og fyrir Landsrétti og um beitingu þvingunarráðstafana með dómum sínum í áfrýjunarmálum, svo sem með athugasemdum, aðfinnslum eða jafnvel ómerkingu héraðsdóms eða landsréttardóms vegna alvarlegra annmarka á rannsókn sakamáls, svo og í skaðabótamálum vegna sakamála.
     Um b–d-lið (212.–214. gr.).
    Þessi ákvæði frumvarpsins eru efnislega samhljóða sambærilegum ákvæðum laganna um kærur á dómsathöfnum héraðsdóms til Landsréttar að breyttu breytanda.
     Um e-lið (215. gr.).
    Gert er ráð fyrir að unnt verði að óska eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar í svipuðum tilgangi og nú er kveðið á um í 196. gr. varðandi heimildir til að áfrýja héraðsdómi til Hæstaréttar. Sömu skorður eru reistar við því að fá endurskoðun á niðurstöðum sem byggðar eru á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar og þykir rétt að árétta þetta sérstaklega í 5. mgr., enda er ekki gert ráð fyrir því að unnt sé láta fara fram munnlega sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti.
    Gert er ráð fyrir að endurskoðunarhlutverk Hæstaréttar verði svipað og það er nú í þeim málum þar sem Hæstiréttur samþykkir áfrýjunarleyfi. Ekki þykir rétt að girða fyrir að Hæstiréttur geti endurskoðað sönnunargildi annarra sönnunargagna en munnlegra framburða. Þá þykir heldur ekki rétt að útiloka að Hæstiréttur geti ómerkt dóma Landsréttar vegna alvarlegra réttarfarságalla í héraði eða fyrir Landsrétti og vísað máli frá héraðsdómi eða Landsrétti svo og heim til Landsréttar eða jafnvel heim í hérað. Ætla má þó að slíkt verði til muna fátíðara en nú er þar sem Landsréttur hefur fengið það hlutverk að endurskoða alla þætti sönnunarmats héraðsdóms.
    Lagt er til að Hæstiréttur ákveði hvort orðið verði við ósk um áfrýjunarleyfi og eru skilyrði fyrir því að slík heimild verði veitt tiltölulega almennt orðuð. Hæstarétti er ætlað að móta inntak þessara skilyrða. Sérstaklega er kveðið á um að Hæstiréttur geti veitt áfrýjunarleyfi ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Miðað er við að talsvert mikið þurfi til að koma til þess að áfrýjunarleyfi sé veitt á grundvelli þessara skilyrða ef önnur skilyrði eru ekki fyrir hendi. Þykir nauðsynlegt að hafa slíkan öryggisventil. Loks er sérstaklega kveðið á um að Hæstiréttur skuli verða við ósk ákærða, eða ákæruvaldsins ákærða til hagsbóta, um leyfi til áfrýjunar hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar.
     Um f-lið (216. gr.).
    Greinin er efnislega samhljóða 197. gr. gildandi laga. Þrátt fyrir hið almenna ákvæði í 215. gr. þykir rétt að árétta heimildir ríkissaksóknara og ákærða til að óska eftir leyfi til áfrýjunar, svo og samsvarandi heimildir nánustu aðstandenda ákærða til að áfrýja fyrir hans hönd ef hann er látinn.
     Um g-lið (217. gr.).
    Þessi grein frumvarpsins er að mestu samhljóða 199. og 200. gr. gildandi laga. Efni þessara ákvæða er slegið saman í eitt þar sem gert er ráð fyrir að ávallt þurfi að óska eftir leyfi til áfrýjunar. Því er lagt til að áfrýjunarfrestur teljist rofinn þegar ríkissaksóknari móttekur umsókn ákærða um áfrýjunarleyfi innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, hafi birtingar verið þörf. Leiti ríkissaksóknari áfrýjunarleyfis skal hann þó beina til Hæstaréttar skriflegri umsókn um það og verður hún að berast réttinum innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu landsréttardóms.
    Í 4. mgr. er lagt til að Hæstiréttur skuli gefa öðrum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn um áfrýjunarleyfi og að þegar meðferð umsóknar er lokið skuli rétturinn tilkynna aðilum skriflega um niðurstöðuna. Sé leyfið veitt verður ekki krafist rökstuðnings fyrir þeirri ákvörðun en sé umsókn hafnað skal greint frá ástæðum þess í tilkynningu til aðilanna.
    Greinin þarfnast ekki frekari skýringa.
     Um h–n-lið (218.–224. gr.).
    Greinarnar eru efnislega að mestu leyti samhljóða 201.–207. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa. Þó er í l-lið (222. gr.) gert ráð fyrir að 3. mgr. 205. gr. falli brott en í ákvæðinu segir að Hæstiréttur geti ákveðið að munnleg sönnunarfærsla fari fram í þeim mæli sem hann telur þörf á. Vegna tilkomu Landsréttar er ekki gert ráð fyrir að munnleg sönnunarfærsla fari fram fyrir Hæstarétti.
     Um o-lið (225. gr.).
    Í 1. og 2. mgr. er að finna reglur sem eru sama efnis og samsvarandi ákvæði 208. gr. gildandi laga. Ákvæði 3. mgr. gildandi laga er hins vegar fellt brott enda þykir ekki ástæða til að mæla sérstaklega fyrir um að Hæstiréttur geti ómerkt dóm vegna þess að rétturinn telji að niðurstaða um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng svo einhverju skipti um úrslit máls. Ekki er þó útilokað að Hæstiréttur geti ómerkt dóm ef talið er að verulegir annmarkar séu á samningu hans.
     Um p-lið (226. gr.)
    Greinin er samhljóða 209. gr. gildandi laga. Eins og gerð er grein fyrir í athugasemdum við w-lið 29. gr. frumvarpsins eru ekki lagðar til breytingar á því hvernig staðið skuli að samningu hæstaréttardóma í einkamálum. Sama máli þykir eiga að gegna um samningu hæstaréttardóma í sakamálum og vísast til þeirra röksemda sem fram koma í fyrrnefndum athugasemdum.
    Um q-lið (227. gr.).
    Greinin er samhljóða 210. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa.

Um 69.–77. gr.

    Greinar þessar þarfnast ekki skýringa.

Um 78. gr.

    Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2018 og gildi um öll mál önnur en þau sem ekki er lokið, en hafa þegar verið munnlega flutt fyrir Hæstarétti, við gildistöku laganna. Þá er gert ráð fyrir því að þau mál sem áfrýjað hefur verið eða þau kærð til Hæstaréttar og ekki hafa verið munnlega flutt fyrir Hæstarétti fyrir gildistöku laganna skuli rekin upp frá því fyrir Landsrétti. Enn fremur er gert ráð fyrir að unnt verði að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna þeirra mála sem flytjast frá Hæstarétti til Landsréttar innan fjögurra vikna frá gildistöku laganna.
    Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að Landsréttur geti byggt á upptökum í hljóði og mynd af skýrslugjöf í héraði. Æskilegt er því að hafist verði sem fyrst handa við uppsetningu myndupptökubúnaðar í dómsölum héraðsdómstólanna svo að innleiðing millidómstigsins gangi sem best fyrir sig.