Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1065  —  491. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
um um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuðborgarsvæðinu?
     6.      Hver hefur verið kostnaður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostnaður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?


    Í samræmi við orðalag fyrirspurnarinnar er í neðangreindu svari einungis taldir nefndarmenn sem forsætisráðherra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. mars 2016. Í tveim tilvikum eru því ekki taldir allir nefndarmenn nefndar þar sem aðeins hluti þeirra var skipaður á tímabilinu. Varamenn nefnda eru ekki taldir með í svarinu. Hvað varðar samantekt á kostnaði nefnda og hópa þá heldur forsætisráðuneytið vel utan um stærri verkefni sem fjárveitingar fást til. Þar sem um minni fjárhæðir er að ræða er kostnaður bókaður á fjárlagaliðinn Ýmis verkefni, ótilgreint. Reynt var eftir fremsta megni að draga fram tilfallandi kostnað vegna vinnuhópa og nefnda sem þannig hefur fallið til og sundurliða í hjálagðri töflu.
    Ráðherra hefur skipað samtals 190 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, 99 karla, sem er 52% hlutfall, og 91 konu, sem er 48% hlutfall. Samtals sex hafa lokið störfum sem er 33% af þeim sem voru skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra eða ríkisstjórnar en 21% af þeim 28 nefndum og hópum sem koma fram í svari við fyrirspurninni. Samtals 142 einstaklingar af þeim 190 sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir á tímabilinu eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða um 75%. Heildarkostnaður í bókhaldi ráðuneytisins á tímabilinu, sem nær yfir 2 ár og 9 mánuði, er 109,6 millj. kr.
    Nánari sundurliðun er að finna í hjálagaðri töflu.
Heiti nefndar, starfshóps
eða verkefnisstjórnar, tilefni og skipun.
Meginviðfangsefni Fjöldi í nefnd, hóp eða stjórn Lokið störfum (x=já) Kostnaður Samtals kr.
Þingvallanefnd, lögbundin nefnd, 11.7.2013. Fjallar um málefni Þingvallaþjóðgarðs. 7 Kostnaður bókast hjá þjóðgarðinum hjá Þingvöllum.
Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum, þáltill. um aðgerðir vegna skuldavanda íslenskra heimila, 16.8.2013. Að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána. Hópurinn skal meta áhrif þessarar breytingar í víðum skilningi og gera tillögur til þess að lágmarka neikvæð áhrif. 7 x Nefndarlaun kr. 432.786, fundagjöld kr. 123.011, aðkeypt þjónusta kr. 10.642.690 og önnur gjöld kr. 156.186. 11.354.673 kr.
Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingarinnar, þáltill. um aðgerðir vegna skuldavanda íslenskra heimila, 16.8.2013. Útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Einnig skal hópurinn gera úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. 7 x Nefndarlaun kr. 825.768, fundagjöld kr. 222.104, aðkeypt þjónusta kr. 22.751.753 og önnur gjöld kr. 1.919.032. 25.718.657 kr.
Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, lögbundin nefnd, 3.9.2013. Til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laganna. 6 Aðkeypt þjónusta kr. 780.500. 780.500 kr.
Starfshópur um mótun stefnu og starfsemi sjálfstæðra úrskurðanefnda, samþykkt ríkisstjórnar, 15.10.2013. Að móta stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda. 8
Stjórnarskrárnefnd, samkomulag þingflokka um meðferð stjórnarskrárbreytinga, 6.11.2013. Að leggja til breytingar á stjórnarskránni með hliðsjón af þeirri vinnu sem farið hefur fram á undanförnum árum. 9 Launakostnaður kr. 16.734.831, fundagjöld kr. 3.001.843, ráðstefnukostnaður kr. 9.492.609, aðkeypt þjónusta 11.906.187 og önnur gjöld kr. 1.789.901. 42.925.371 kr.
Orðunefnd, lögbundin nefnd, 8.11.2013. Að gera tillögur til stórmeistara, sem er forseti Íslands, um veitingu fálkaorðunnar. 4 Kostnaður bókast hjá embætti forseta Íslands.
Fastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, breytt umgjörð við gerð kjarasamninga, 30.1.2014. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál. 11 Fundagjöld kr. 10.460. 10.460 kr.
Samstarfshópur um Vísinda- og tækniráð, til að efla samráð og utanumhald vegna starfa Vísinda- og tækniráðs, 7.4.2014 Að vera vettvangur samráðs og samvinnu vegna undirbúnings funda Vísinda- og tækniráðs og um efni fundanna. Að vera tengiliður milli Vísinda- og tækniráðs og starfsnefnda þess og ráðuneyta þeirra ráðherra sem sæti eiga í ráðinu. Þegar unnið er að stefnu og aðgerðaráætlunum skulu tengiliðir miðla upplýsingum frá Vísinda- og tækniráði til ráðuneyta og öfugt. 11
Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum, í tengslum við skýrslu sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum, 9.5.2014. Hvaða leiðir eru færar til að minnka áhrif verðtryggðra samninga á markaði. 7 Aðkeypt þjónusta kr. 576.000. 576.000 kr.
Norðvesturnefnd, samþykkt ríkisstjórnar, 26.5.2014. Að koma með tillögur sem miða að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á Norðvesturlandi. 5 x Fargjöld og aðkeypt þjónusta. 31.099 kr.
Vinnuhópur um einföldun regluverks, samþykkt ríkisstjórnar, 27.6.2014. Að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu séu uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. 6 x Aðkeypt þjónusta kr. 7.004.565. 7.004.565 kr.
Jafnréttissjóður, reglur nr. 513/2006 um úthlutun styrkja sjóðsins, 1.7.2014. Sjóðnum er ætlað að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. 3 x Nefndarlaun kr. 414.555, fundagjöld kr. 267.000, aðkeypt þjónusta kr. 851.938 og önnur gjöld kr. 503.892. 2.037.285 kr.
Stýrihópur um EES-málefni, að efla samráð innan stjórnsýslunnar og við Alþingi við framkvæmd EES- samningsins, 2.7.2014. Að stuðla að skilgreindri og náinni samvinnu milli ráðuneyta og við skrifstofu Alþingis varðandi framkvæmd EES-samningsins 9 Lögfræðikostnaður, v/skýrslu stýrihóps. 999.500 kr.
Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna*, skv. lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998, 7.7.2014. Að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda innan þjóðlendna. Þá skal nefndin árlega gera tillögu til ráðherra um ráðstöfun tekna af réttindum innan þjóðlendna. 1
Verðtryggingavakt, að tryggja samfellu í vinnu ráðuneyta í málum er varða afnám verðtryggingar á kjörtímabilinu, 9.7.2014. Hafa yfirlit yfir framgang áætlunarinnar, viða að sér talnaefni um þróun verðtryggðra og óverðtryggðra lána og undirbúa dagskrárliði á fundum ráðherranefndar sem snúa að verðtryggingu. 4
Starfshópur um aldarafmæli Háskóla Íslands, aldarafmæli Háskóla Íslands 17. júní 2011 samþykkt af ríkisstjórn og Alþingi, 20.10.2014. Að efla rannnsóknir og nýsköpun sem nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar. 4
Verkefnishópur um rammalöggjöf um rannsóknarstofnanir, samþykkt ríkisstjórnar, 13.3.2015. Endurskoða sskipulag og umgjörð vísinda- og nýsköpunarkerfisins á Íslandi, einfalda löggjöf og vinna að samþættingu þess. Hluti af slíkri einföldun sé að sameina háskóla, rannsóknastofnanir og rannsóknasetur eftir því sem við á. 7
Starfshópur um aukna möguleika í millilandaflugi, samþykkt ríkisstjórnar, 26.5.2015. Gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík. 9 Fundagjöld kr. 10.400, fargjöld kr. 1.528.168 og aðkeypt þjónusta kr. 702.000. 2.240.568 kr.
Verkefnisstjórn um sameiginlega þjónustu við ráðuneytin, samþykkt ríkisstjórnar, 16.7.2015. Megin viðfangsefni að kann fýsileika þess að reika tiltekna þjónustuþætti allra ráðuneyta sameiginlega. 9 Aðkeypt þjónusta kr. 450.000. 450.000 kr.
Vísinda- og tækniráð, lögbundin nefnd, 16.9.2015. Fjallar um vísinda og tæknimál í víðu samhengi. 16 Fundagjöld kr. 417.651. 417.651 kr.
Fornminjanefnd, lögbundin nefnd, 21.9.2015. Hlutverk fornminjanefndar er m.a. að vinna að stefnumörkun um vernd fornleifa og fornleifarannsóknir ásamt Minjastofnun Íslands og veita stofnuninni umsögn um styrkumsóknir úr fornminjasjóði. 3 Kostnaður bókast hjá Minjastofnun Íslands.
Stjórnstöð ferðamála, samkomulag ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar um eflingu íslenskrar ferðaþjónustu til 2020, 6.10.2015 Að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila. 11 Kostnaður bókast hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Samstarfsnefnd um starfshætti eftirlitsstofnana, samþykkt ríkisstjórnar, 3.11.2015. Að gera ráðstafanir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga, hafi það hlutverk að gera tillögur til breytinga á löggjöf sem miði að endurskoðun leyfisveitinga og eftirlits með atvinnurekstri. Jafnframt er nefndinni ætlað að gera tillögur um sameiningu eftirlitsverkefna og eftirlitsstofnana. 8
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, lögbundin nefnd, 18.11.2015. Endurskoðar ákvarðanir stjórnvalda um aðgang að upplýsingum. 3 Nefndarlaun kr. 10.332.113, fundagjöld kr. 99.150, aðkeypt þjónusta kr. 4.436.750 og önnur gjöld kr. 216.235. 15.084.251 kr.
Undirbúningshópur um stofnun Þjóðhagsráðs, yfirlýsing ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamninga, 18.2.2016. Meginviðfangsefni að undirbúa stofnun Þjóðhagsráðs sem mun hafa það hlutverk að greina stöðuna í efnahagsmálum og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar. 7
Húsafriðunarnefnd 2013–2016 *, lögbundin nefnd, 1.1.2014. Vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands, að fjalla um friðlýsingar húsa og mannvirkja, afnám, breytingar eða förgun þeirra. Setja úthlutnarreglur og veita umsagnir um styrkumsóknir. 2 Kostnaður bókast hjá Minjastofnun Íslands.
Vinnuhópur sem skoðar stöðu Grímseyjar, samþykkt ríkisstjórnar, 20.8.2015. Til að móta tillögur um eflingu byggðar í Grímsey. 6 x Fundagjöld kr. 20.000 20.000 kr.