Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1471  —  714. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
    Sjá töflu.

     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
    Sjá töflu.

     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
    Ráðherra hefur skipað 62 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir, 37 karla (56%) og 29 konur(44%).

     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
    Af sjö nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum hafa þrjár lokið störfum (43%).

     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuðborgarsvæðinu?
    Af 66 einstaklingum sem skipaðir hafa verið í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir eru 62 búsettir á höfuðborgarsvæðinu, eða 94%.

     6.      Hver hefur verið kostnaður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostnaður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?
    Enginn launa- eða ferðakostnaður hefur fallið til vegna nefnda, starfshópa eða verkefnisstjórna sem skipaðar hafa verið á kjörtímabilinu. Annar kostnaður, svo sem vegna fundaraðstöðu, er lítill og ekki sundurgreindur á tilteknar nefndir, starfshópa eða verkefnisstjórnir.

Nefnd, starfshópur eða verkefnisstjórn, dags. skipunar :

Tilefni

Meginviðfangsefni Skipun skv. lögum Skipun að frumkvæði ráðherra Fjöldi kk kvk Búseta á höfuðborgarsvæðinu Lokið störfum Laun og a     nnar kostn.
1 Landsnefnd um UNCCD, 22.01.2015. Hlutverk samningsins við mótun nýrra þróunarmarkmiða 2015. Tryggja framkvæmd samningsins hérlendis og fylgjast með framkvæmd hans á alþjóðavettvangi. X 7 4 3 7 0
2 Starfshópur um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, 18.09.2014. Breyting á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008. Vinna drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008. Skoða sérstaklega tillögur er kalla á breytingu á lögunum, sem fram koma í skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrir utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu Íslands, skipulag, skilvirni og árangur, frá 2014. 7 3 4 6 X 0
3 Stjórn Íslandsstofu, 22.08.2013. Lögbundið. Ber ábyrgð á starfi Íslandsstofu í samræmi við lög um stofnunina, svo sem ábyrgð á faglegu starfi, stefnumótun og fjármálum. X 8 5 3 7 0
4 Starfshópur um útflutningsaðstoð og markaðssetningu, 28.10.2013. Starfshópur um útflutningsþjónustu. Skoða heildstætt fyrirkomulag markaðssetningar á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu erlendis í því skyni að vega og meta hvort unnt er að efla enn frekar þá sókn sem verið hefur í markaðsstarfi undanfarin ár. X 15 8 7 15 X 0
5 Samráðshópur um regluverk EES, 9.12.2014. Auka rýni löggjafar EES á frumstigi. Samstarfshópur um EES-mál milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði með áherslu á hagsmunagreiningu EES-reglna. X 10 6 4 9 0
6 Starfshópur um uppbyggingarsjóð EES, 14.10.2013. Undirbúa nýtt tímabil uppbyggingarsjóðs EES. Kortleggja hvaða áherslur eru skynsamlegar til að tryggja markvissa og aukna þátttöku íslenskra aðila í áætlunum og verkefnum á vegum sjóðsins. X 9 5 4 8 0
7 Samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu,*     3.09.2014. Fyrirmæli í lögum. Þróunarsamvinna. X 10 6 4 10 X 0
* Ráðið var lagt niður 1. janúar 2016 með lögum nr. 122/2015, um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands o.fl. Í ráðinu sátu 17 fulltrúar, þar af voru sjö meðlimir þróunarsamvinnunefndar sem Alþingi kaus til. Fulltrúar þróunarsamvinnunefndar falla utan fyrirspurnarinnar þar sem þeir eru ekki skipaðir af utanríkisráðherra.