Ferill 860. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1627  —  860. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sjókvíaeldi á laxi af erlendum uppruna.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hefur ráðherra látið kanna hvort ástæða sé til þess að gera það að skilyrði fyrir sjókvía­eldi á laxi af erlendum uppruna að um verði að ræða ófrjóan fisk?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til þess að leyfa því aðeins eldi á laxi af erlendum uppruna í sjó­kvíum við Ísland að um ófrjóan fisk sé að ræða?
     3.      Telur ráðherra, í ljósi áforma um stóraukið sjókvíaeldi á laxi af erlendum uppruna eða með erlent erfðaefni, að beita ætti heildstæðu mati á landsvísu á grundvelli aðferðafræði við umhverfismat áætlana til að fá vitneskju um áhrif slíkrar starfsemi?


Skriflegt svar óskast.