Ferill 891. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1834  —  891. mál.
Leiðrétt tafla.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni um eignir og tekjur landsmanna árið 2015.


    Fyrirspurnin var send Ríkisskattstjóra til gagnaöflunar og eru eftirfarandi upplýsingar byggðar á gögnum sem bárust frá embættinu 19. október sl. Upplýsingarnar byggjast á skatt­framtölum einstaklinga árin 1998–2016 og miðast við stöðu framtala strax að lokinni álagn­ingu í júní ár hvert, fyrir breytingar sem hafa verið gerðar vegna síðbúinna framtala og kæru­meðferðar. Gögnunum er raðað eftir fjölskyldunúmerum þannig að hjón teljast sem einn. Hópurinn samanstendur því af einhleypum og hjónum. Athygli er vakin á því að í upp­lýsingagrunninum er að finna alla þá sem eru á álagningarskrá ár hvert. Unglingar í foreldra­húsum teljast því sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri. Margir þeirra eru með litlar sem engar tekjur eða eignir. Alþjóðlegur samanburður á upplýsingunum er vandkvæðum bundinn vegna þess að alþjóðastofnanir safna ekki gögnum um tekjudreifingu með samræmdum hætti og með þeirri nákvæmni sem hér er að finna.

1.      Hvert var eigið fé þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest áttu árið 2015 og hvert var hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna árið 2015? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2014?

    Eigið fé þeirra 5% landsmanna sem mest áttu árið 2015 var 1.249 milljarðar kr. og hlutfallið af eigin fé allra landsmanna var 44,4%. Eigið fé þess 1% landsmanna sem mest átti árið 2015 var 559 milljarðar kr. og hlutfallið af eigin fé landsmanna var 19,9%. Eigið fé þess 0,1% landsmanna sem mest átti árið 2015 var 187 milljarðar kr. og hlutfallið af eigin fé landsmanna var 6,7%.

Tafla 1. Eigið fé þeirra 5%, 1% og 0,1% landsmanna sem mest áttu árin 1997–2015 og hlutfall eigin fjár þeirra af heildar eigin fé landsmanna raðað eftir heildareignum.


Ár Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Eigið fé, millj. kr. Hlutfall af heild Eigið fé, millj. kr. Hlutfall af heild Eigið fé, millj. kr. Hlutfall af heild
1997 207.300 37,6% 89.139 16,2% 25.291 4,6%
1998 228.350 38,5% 99.660 16,8% 29.352 4,9%
1999 259.070 38,0% 113.422 16,6% 32.538 4,8%
2000 286.654 37,7% 124.563 16,4% 37.231 4,9%
2001 318.178 37,1% 137.221 16,0% 39.348 4,6%
2002 346.316 38,1% 155.928 17,1% 49.443 5,4%
2003 390.889 38,6% 180.944 17,9% 60.941 6,0%
2004 445.154 38,1% 201.653 17,2% 64.114 5,5%
2005 571.814 37,2% 254.767 16,6% 79.922 5,2%
2006 695.240 40,7% 328.875 19,3% 112.685 6,6%
2007 886.009 43,6% 447.733 22,0% 174.226 8,6%
2008 931.468 47,2% 474.197 24,0% 173.848 8,8%
2009 963.405 50,4% 480.084 25,1% 170.799 8,9%
2010 894.256 56,3% 448.976 28,3% 162.119 10,2%
2011 943.132 50,9% 443.241 23,9% 155.020 8,4%
2012 1.010.609 48,7% 470.267 22,7% 167.120 8,1%
2013 1.051.915 47,8% 482.697 21,9% 168.667 7,7%
2014 1.126.162 46,1% 506.336 20,7% 167.754 6,9%
2015 1.249.414 44,4% 559.487 19,9% 187.339 6,7%


2.      Hverjar voru heildareignir þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest áttu árið 2015 og hvert var hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna árið 2015? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2014?

    Heildareignir þeirra 5% landsmanna sem mest áttu árið 2015 voru 1.436 milljarðar kr. og hlutfallið af heildareignum allra landsmanna var 31,7%. Heildareignir þess 1% landsmanna sem mest átti árið 2015 voru 597 milljarðar kr. og hlutfallið af heildareignum allra lands­manna var 13,2%. Heildareignir þess 0,1% landsmanna sem mest átti árið 2015 voru 191 milljarður kr. og hlutfallið af heildareignum allra landsmanna var 4,2%.

Tafla 2. Heildareignir þeirra 5%, 1% og 0,1% landsmanna sem mest áttu árin 1997–2015 og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum landsmanna.


Ár Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Eignir, millj. kr. Hlutfall af heild Eignir, millj. kr. Hlutfall af heild Eignir, millj. kr. Hlutfall af heild
1997 240.924 27,3% 97.404 11,0% 27.457 3,1%
1998 271.489 28,3% 115.708 12,1% 35.299 3,7%
1999 302.888 27,6% 125.126 11,4% 35.570 3,2%
2000 341.328 27,6% 140.171 11,3% 41.876 3,4%
2001 379.203 27,0% 154.552 11,0% 45.720 3,3%
2002 406.230 27,1% 169.783 11,3% 52.777 3,5%
2003 459.505 27,5% 196.977 11,8% 64.891 3,9%
2004 534.942 27,8% 225.007 11,7% 70.273 3,6%
2005 700.350 28,5% 292.425 11,9% 90.397 3,7%
2006 868.982 30,8% 382.162 13,6% 128.595 4,6%
2007 1.119.181 33,1% 523.029 15,5% 195.915 5,8%
2008 1.196.965 32,7% 554.000 15,1% 200.779 5,5%
2009 1.233.236 32,4% 561.351 14,8% 197.110 5,2%
2010 1.133.909 32,7% 517.756 14,9% 183.550 5,3%
2011 1.148.891 31,8% 500.980 13,9% 169.389 4,7%
2012 1.216.725 31,5% 523.679 13,6% 180.929 4,7%
2013 1.255.294 31,5% 531.540 13,3% 181.580 4,6%
2014 1.319.381 31,3% 547.868 13,0% 174.887 4,2%
2015 1.436.420 31,7% 596.954 13,2% 191.418 4,2%


3.      Hverjar voru tekjur tekjuhæstu a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna árið 2015, með og án fjármagnstekna, og hvert var hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2015? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2014?

    Heildartekjur, með fjármagnstekjum, þeirra 5% landsmanna sem voru tekjuhæstir voru 308 milljarðar kr. og hlutfallið af tekjum allra landsmanna árið 2015 var 22%. Heildartekjur, með fjármagnstekjum, þess 1% sem var tekjuhæst voru 117 milljarðar kr. og hlutfallið af tekjum allra landsmanna árið 2015 var 8,3%. Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekju­hæsta 0,1% landsmanna voru 35 milljarðar kr. og hlutfallið af tekjum allra landsmanna árið 2015 var 2,5%.

Tafla 3. Heildartekjur, með fjármagnstekjum, þeirra 5%, 1% og 0,1% landsmanna sem mest áttu árin 1997–2015 og hlutfall heildartekna þeirra af heildartekjum landsmanna.


Ár Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Heildartekjur, millj. kr. Hlutfall af heild Heildartekjur, millj. kr. Hlutfall af heild Heildartekjur, millj. kr. Hlutfall af heild
1997 58.348 18,4% 18.916 6,0% 4.266 1,3%
1998 66.997 18,6% 21.672 6,0% 4.845 1,3%
1999 78.534 19,2% 26.223 6,4% 6.187 1,5%
2000 90.940 19,7% 32.223 7,0% 8.795 1,9%
2001 106.117 20,6% 41.584 8,1% 15.384 3,0%
2002 118.497 21,4% 49.008 8,9% 20.608 3,7%
2003 138.711 23,2% 64.270 10,8% 31.104 5,2%
2004 153.350 23,4% 68.055 10,4% 25.820 3,9%
2005 209.261 27,2% 110.690 14,4% 48.628 6,3%
2006 257.263 28,5% 137.487 15,2% 60.248 6,7%
2007 366.171 33,2% 222.967 20,2% 112.446 10,2%
2008 288.565 26,0% 133.520 12,0% 46.011 4,1%
2009 246.419 23,4% 104.259 9,9% 37.188 3,5%
2010 201.873 20,5% 70.351 7,2% 19.226 2,0%
2011 217.273 20,7% 73.491 7,0% 18.855 1,8%
2012 233.583 21,0% 80.832 7,3% 21.227 1,9%
2013 257.610 21,5% 94.398 7,9% 28.117 2,3%
2014 285.250 22,0% 111.209 8,6% 38.773 3,0%
2015 308.256 22,0% 116.964 8,3% 35.252 2,5%

    Heildartekjur, án fjármagnstekna, þeirra 5% landsmanna sem voru tekjuhæstir voru 252 milljarðar kr. og hlutfallið af tekjum allra landsmanna árið 2015 var 19,4%. Heildartekjur, án fjármagnstekna, þess 1% sem var tekjuhæst voru 79 milljarðar kr. og hlutfallið af tekjum allra landsmanna árið 2015 var 6%. Heildartekjur, án fjármagnstekna, hjá tekjuhæsta 0,1% landsmanna voru 17 milljarðar kr. og hlutfallið af tekjum allra landsmanna árið 2015 var 1,3%.

Tafla 4. Heildartekjur, án fjármagnstekna, þeirra 5%, 1% og 0,1% landsmanna sem mest áttu árin 1997–2015 og hlutfall heildartekna þeirra af heildartekjum landsmanna.


Ár Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. Hlutfall af heild Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. Hlutfall af heild Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. Hlutfall af heild
1997 51.974 17,2% 14.877 4,9% 2.566 0,8%
1998 60.323 17,5% 17.549 5,1% 3.190 0,9%
1999 66.840 17,4% 19.128 5,0% 3.120 0,8%
2000 74.571 17,5% 21.671 5,1% 3.769 0,9%
2001 82.241 17,4% 23.302 4,9% 3.790 0,8%
2002 89.664 17,7% 25.973 5,1% 4.778 0,9%
2003 94.730 17,8% 27.794 5,2% 4.991 0,9%
2004 104.895 18,1% 31.697 5,5% 6.232 1,1%
2005 119.925 18,6% 38.150 5,9% 9.177 1,4%
2006 140.439 19,1% 45.780 6,2% 11.250 1,5%
2007 171.637 20,3% 62.240 7,4% 19.735 2,3%
2008 180.983 19,9% 59.871 6,6% 14.239 1,6%
2009 175.460 19,2% 53.418 5,9% 10.756 1,2%
2010 173.742 19,0% 52.169 5,7% 10.430 1,1%
2011 191.562 19,4% 57.162 5,8% 10.430 1,1%
2012 202.594 19,4% 60.892 5,8% 11.181 1,1%
2013 216.442 19,4% 66.600 6,0% 13.625 1,2%
2014 229.687 19,1% 69.839 5,8% 13.755 1,1%
2015 251.655 19,4% 78.552 6,0% 16.846 1,3%


4.      Hvað áttu tekjuhæstu a) 10%, b) 5%, c) 1%, d) 0,1% landsmanna árið 2015 stóran hluta af annars vegar eigin fé landsmanna og hins vegar heildareignum landsmanna árið 2015? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2014?

    Tekjuhæstu 10% landsmanna áttu 35,8% af eigin fé og 32,2% af heildareignum árið 2015, tekjuhæstu 5% landsmanna áttu 24,7% af eigin fé og 20,6% af heildareignum árið 2015, tekjuhæsta 1% landsmanna átti 10,6% af eigin fé og 7,6% af heildareignum árið 2015 og tekjuhæsta 0,1% landsmanna átti 2,9% af eigin fé og 1,9% af heildareignum árið 2015.

Tafla 5. Hlutfall eigin fjár efstu 10%, 5%, 1% og 0,1% af tekjuhæstu landsmönnum, af eigin fé landsmanna árin 1997–2015 og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum landsmanna.


Ár Efstu 10% Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Eigið fé Heildar­eignir Eigið fé Heildar­eignir Eigið fé Heildar­eignir Eigið fé Heildar­eignir
1997 29,9% 27,8% 20,2% 17,6% 9,0% 6,8% 2,7% 1,9%
1998 30,1% 28,5% 20,7% 18,4% 9,3% 7,5% 3,1% 2,3%
1999 31,8% 29,1% 22,2% 18,9% 9,7% 7,4% 2,8% 1,9%
2000 32,1% 29,3% 21,8% 18,7% 9,7% 7,4% 2,8% 2,0%
2001 30,6% 28,5% 20,5% 17,9% 9,1% 6,9% 2,9% 1,9%
2002 31,0% 28,3% 21,4% 18,1% 10,0% 7,3% 3,9% 2,6%
2003 33,0% 29,7% 23,2% 19,3% 10,9% 8,0% 3,9% 2,7%
2004 34,5% 30,7% 24,2% 20,1% 10,7% 8,2% 2,9% 2,2%
2005 36,0% 32,1% 25,3% 21,3% 11,2% 8,9% 3,1% 2,5%
2006 40,2% 35,0% 28,7% 23,6% 13,5% 10,4% 3,7% 3,0%
2007 43,4% 37,6% 32,1% 26,1% 16,3% 12,2% 6,1% 4,2%
2008 45,9% 37,3% 34,4% 25,6% 17,9% 11,8% 5,6% 3,6%
2009 42,8% 34,6% 32,3% 23,4% 17,0% 10,4% 5,9% 3,2%
2010 38,8% 31,9% 28,2% 20,7% 15,3% 8,8% 5,9% 3,0%
2011 35,5% 30,6% 23,9% 19,1% 11,0% 7,2% 4,4% 2,5%
2012 35,3% 30,6% 24,2% 19,2% 10,9% 7,2% 4,2% 2,4%
2013 35,9% 31,3% 24,8% 19,8% 11,4% 7,6% 4,0% 2,4%
2014 35,0% 31,2% 24,3% 19,9% 10,7% 7,4% 3,5% 2,1%
2015 35,8% 32,2% 24,7% 20,6% 10,6% 7,6% 2,9% 1,9%