Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 168  —  109. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Frá Orra Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvenær má vænta þingsályktunartillögu um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum?
     2.      Liggur fyrir skammtímaáætlun um uppbyggingu innviða á árinu 2017, sbr. ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 20/2016, og ef svo er, hvenær verður hún birt og er hún að fullu fjármögnuð í fjárlögum þessa árs?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að verja fjármunum frekar til landvörslu en annarra verkefna á þeim svæðum þar sem uppbygging innviða gengur hægt?
     4.      Telur ráðherra að efla þurfi landvörslu á vegum opinberra stofnana og sveitarfélaga vegna aukinnar ferðamennsku og hver eru viðhorf ráðherra til samstarfs fyrrnefndra aðila á þessu sviði?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að landvarsla verði efld í takt við fjölgun ferðamanna þegar á þessu ári?


Skriflegt svar óskast.