Ferill 41. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 245  —  41. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um eftirlitsstofnanir.


     1.      Hvaða stofnanir velferðarráðuneytisins sem heyra undir heilbrigðisráðherra sinna eftirliti, sbr. 1. gr. laga nr. 27/1999, um opinberar eftirlitsreglur?
    Þær stofnanir sem heyra undir heilbrigðisráðherra og sinna eftirliti, sbr. 1 gr. laga nr. 27/1999, um opinberar eftirlitsreglur, eru embætti landlæknis, Lyfjastofnun, Geislavarnir ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands.

     2.      Hver hafa verið árleg framlög ríkissjóðs til hverrar stofnunar árin 2010–2016?
    Yfirlit yfir árleg framlög ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi til hverrar stofnunar árið 2010–2016 er sýnt í eftirfarandi töflu.

Greitt úr ríkissjóði 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Embætti landlæknis 602,4 659,9 778,8 846,8 861,1 921,1 865,2
Lyfjastofnun 3,3 0,0 0,0 0,0 9,1 10,0 0,0
Geislavarnir ríkisins 74,1 70,0 70,9 72,2 75,4 81,4 88,0
Sjúkratryggingar Íslands 492,1 451,0 488,2 508,2 537,4 714,5 739,1
Fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs. Fjárhæðir fyrir árin 2010–2015 eru samkvæmt ríkisreikningi ( www.fjs.is/utgefid-efni/rikisreikningur/). Fjárhæðir fyrir árið 2016 eru samkvæmt fjárlögum ársins.

     3.      Hverjar hafa verið árlegar sértekjur hverrar stofnunar árin 2010–2016?
    Yfirlit yfir árlegar sértekjur samkvæmt ríkisreikningi hverrar stofnunar árið 2010–2016 er sýnt í eftirfarandi töflu.

Sértekjur 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Embætti landlæknis 30,4 21,2 38,2 14,0 111,2 196,1 25,8
Lyfjastofnun 99,7 74,5 100,5 95,8 105,2 154,8 98,1
Geislavarnir ríkisins 44,3 40,3 43,2 41,1 38,1 43,1 36,7
Sjúkratryggingar Íslands 589,8 616,8 693,3 704,8 731,3 725,1 699,7
Fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs. Fjárhæðir fyrir árin 2010–2015 eru samkvæmt ríkisreikningi
( www.fjs.is/utgefid-efni/rikisreikningur/). Fjárhæðir fyrir árið 2016 eru samkvæmt fjárlögum ársins. Embætti landlæknis hefur umsjón með rekstri Lýðheilsusjóðs.

     4.      Hver var heildarfjöldi starfsmanna hverrar stofnunar í lok árs 2010 og árslok 2016?
    Heildarfjöldi starfsmanna og stöðugilda, þar sem það á við, er sýndur í eftirfarandi töflu. Þess ber að geta að á þessu árabili var verið að færa verkefni og starfsmenn frá Tryggingastofnun ríkisins til Sjúkratrygginga Íslands. Starfsmannafjöldi hjá embætti landlæknis í árslok 2010 er starfsmannafjöldi hjá landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð fyrir sameiningu.

Fjöldi starfsmanna 2010 2016
Embætti landlæknis:
Fjöldi starfsmanna 63 56
Fjöldi stöðugilda 53 52
Lyfjastofnun:
Fjöldi starfsmanna 48 55
Fjöldi stöðugilda 42,5 50,5
Geislavarnir ríkisins:
Fjöldi starfsmanna 10 10
Sjúkratryggingar Íslands:
Fjöldi starfsmanna 106 120

     5.      Hefur eftirliti eða einstökum verkefnum eftirlitsstofnana verið útvistað? Ef svo er, hverju hefur verið útvistað?
    Engin umræddra eftirlitsstofnana hefur útvistað eftirlitsverkefnum.

     6.      Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlitsstofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg?
    Engin könnun hefur farið fram um kosti og galla þess að útvista starfsemi þessara stofnana og ráðherra telur ekki ástæðu til útvista starfsemi einstakra eftirlitsstofnana.