Ferill 48. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 308  —  48. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um fjölda starfsmanna Stjórnarráðsins.


     1.      Hver hefur þróun á fjölda starfsmanna Stjórnarráðsins og fjölda ársverka verið frá árinu 1990? Svarið óskast sundurliðað eftir árum.
    Á umræddu tímabili hafa orðið nokkrar breytingar á launakerfi ríkisins og því er fjöldi kennitalna eini samfelldi mælikvarðinn um fjölda starfsmanna Stjórnarráðsins sem er tiltækur fyrir allt tímabilið. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda kennitalna sem starfaði í Stjórnarráðinu ásamt fjölda ársverka frá 1998.

Fjöldi kennitalna* Fjöldi stöðugilda
1990 600
1991 674
1992 617
1993 605
1994 598
1995 635
1996 684
1997 677
1998 688 443
1999 694 457
2000 692 469
2001 700 478
2002 698 494
2003 732 523
2004 742 535
2005 751 554
2006 743 567
2007 740 570
2008 613 504
2009 591 511
2010 593 516
2011 590 530
2012 594 532
2013 585 528
2014 544 500
2015 530 484
*Fjöldi kennitalna, 12 mánaða meðaltal.


     2.      Hver var fjöldi ráðuneytisstjóra í árslok 1990, 1995, 2000, 2005, 2010 og 2015?
     3.      Hver var fjöldi skrifstofustjóra í ráðuneytum í árslok 1990, 1995, 2000, 2005, 2010 og 2015?

    Í eftirfarandi töflu má finna yfirlit yfir fjölda ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu.

1990 1995 2000 2005 2010 2015
Fjöldi ráðuneytisstjóra 13 13 13 13 13 8
Fjöldi skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu 34 46 58 71 77 47