Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 352  —  254. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um nám í máltækni.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hverjar eru framtíðarhorfur í máltækninámi á háskólastigi? Stendur til að styrkja sérstaklega nám í þessari grein með tilliti til áætlana stjórnvalda um að efla íslensku í stafrænum heimi?
     2.      Verða teknir inn nýir nemendur í meistaranám í máltækni við Háskóla Íslands næsta haust? Ef svo er ekki, hver er ástæðan?