Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 411  —  299. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um kynjajafnrétti á starfssviði utanríkisráðuneytisins.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvernig hefur verið háttað eftirfylgni alþjóðlegrar ráðstefnu um stöðu kynjanna á norðurslóðum sem haldin var í október 2014 á vegum utanríkisráðuneytisins, í samvinnu við Jafnréttisstofu, norðurslóðanet Íslands og samstarfsríkja innan Norðurskautsráðsins, með tilliti til framkvæmdaáætlunar um jafnréttismál 2016–2019?
     2.      Hefur orðið af stofnun alþjóðlegs samstarfsnets um jafnréttismál á norðurslóðum og uppsetningu vefgáttar til að tengja saman ólíka hagsmunaaðila samkvæmt markmiðum framkvæmdaáætlunar um jafnréttismál 2016–2019? Ef svo er ekki, hefur þá verið unnið að undirbúningi, hvernig hefur honum verið háttað og hvenær er áætlað að af stofnun samstarfsnetsins verði?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra leggja áherslu á jafnréttismál og beita sér fyrir þeim á vettvangi Norðurskautsráðsins?
     4.      Hvernig hyggst utanríkisráðherra fylgja eftir áherslum um mikilvægi kynjasjónarmiða í Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál eins og kveðið er á um í framkvæmdaáætlun um jafnréttismál 2016–2019?
     5.      Hvaða alþjóðlegu loftslagsverkefni á sviði þróunarsamvinnu sem Ísland veitir fjármagn til stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna? Hvernig hyggst utanríkisráðherra beita sér fyrir því að alþjóðleg verkefni á sviði loftslagsmála stuðli að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna eins og kveðið er á um í framkvæmdaáætlun um jafnréttismál 2016–2019?
     6.      Hefur jafnréttisáætlun utanríkisráðuneytisins, gerð skv. 2. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, verið endurskoðuð? Ef svo er, hvenær lauk þeirri endurskoðun, leiddi hún til einhverra breytinga og þá hverra?


Skriflegt svar óskast.