Ferill 325. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 444  —  325. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um starfsmannahald RÚV.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hve margir verktakar störfuðu hjá RÚV hvert ár 2013–2016 og hve margir þeirra störfuðu samkvæmt ráðningarsamningi? Hvert var hlutfall verktaka af starfsmönnum stofnunarinnar og hvernig skiptust þeir eftir:
                  a.      RÚV – sjónvarpi,
                  b.      Rás 2,
                  c.      Rás 1,
                  d.      fréttastofu RÚV?
     2.      Hve margir verktakanna voru með vikulega þætti eða tíðari?
     3.      Hve margir starfsmanna RÚV hafa ekki hlotið fastráðningu og hve stór hluti eru þeir af heildarstarfsmannafjöldanum? Upplýsingar óskast um heildarfjölda og skiptingu eftir hlutum stofnunarinnar, sbr. 1. tölul.
     4.      Hver er meðalstarfsaldur þeirra starfsmanna RÚV sem ekki eru fastráðnir og hver er meðalstarfsaldur hjá einstökum hlutum stofnunarinnar, sbr. 1. tölul.?
     5.      Hver er lengsti starfsaldur einstaklinga sem ekki hafa fengið fastráðningu hjá einstökum hlutum stofnunarinnar, sbr. 1. tölul.?


Skriflegt svar óskast.