Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 574  —  214. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur tíðni kynsjúkdóma verið hjá börnum og ungmennum á síðustu tíu árum? Svar óskast sundurliðað eftir aldursbili, þ.e. 10 ára og yngri, 11–15 ára, 16–20 ára og 21–25 ára, og eftir kynsjúkdómum.

    Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni eru klamydía, lekandi og sárasótt tilkynningarskyldir kynsjúkdómar. Aðrir sjúkdómar, sem einnig eru tilkynningarskyldir og geta eftir atvikum smitast með kynmökum, eru HIV-sýking og lifrarbólga B og C, en þeir falla að miklu leyti utan þeirra aldursbila sem um er spurt og því ekki gerð nánari skil hér. Kynfæravörtur af völdum HPV-veiru flokkast einnig sem kynsjúkdómur en þær eru skráningarskyldar sem þýðir að persónugreinanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir um einstaklinga með kynfæravörtur. Hér á eftir er byggt á upplýsingum frá sóttvarnalækni og miðað við aldursflokka í skýrslum sóttvarnalæknis sem eru: yngri en eins árs, 1–4 ára, 5–9 ára, 10–14 ára, 15–19 ára og 20–24 ára.
    Af tilkynningarskyldum sjúkdómum er klamydía algengust. Nýgengi klamydíusýkinga hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin 20 ár, en heldur hefur dregið úr henni meðal kvenna undanfarin 6 ár. Á árinu 2016 greindist klamydíusmit hjá 1.965 einstaklingum. Af þeim sem eru yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára en meðal kvenna eru flestar í aldurshópnum 15–19 ára. Klamydíusmit eru afar fátíð meðal þeirra sem eru yngri en 15 ára hjá báðum kynjum eins og kemur fram í töflum 1, 2, 3 og 4. Á hverju ári greinist klamydía hjá stöku börnum sem hafa smitast af móður við fæðingu en börnin fá einkenni augnsýkingar og/eða lungnabólgu.

Tafla 1.
Klamydía – karlar
Fjöldi tilfella
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 1 3 2 5 4 4 1 2 2 1
1–4
5–9 1
10–14 1 1 1 1 1 1 1
15–19 125 147 157 222 184 153 130 161 103 139 150
20–24 284 255 273 396 400 379 341 416 301 347 357
Samtals 410 406 433 624 589 537 472 580 406 488 508

Tafla 2.

Klamydía – karlar
Á 10.000 íbúa

Aldur
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 4 13 8 20 16 17 4 9 9 5 0
1–4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
5–9 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0
10–14 0 0 1 1 1 1 0 1 0 1 1
15–19 107 123 129 182 153 128 110 139 90 123 133
20–24 257 227 228 336 338 311 274 330 236 270 278
Samtals 73 72 75 108 102 93 81 100 70 84 87

Tafla 3.
Klamydía – konur
Fjöldi tilfella
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 2 4 3 1 5 2 2 2 1 2 1
1–4
5–9
10–14 9 9 11 14 14 4 8 2 2 2 1
15–19 375 428 450 598 534 500 419 460 295 412 415
20–24 338 344 337 432 482 493 479 506 451 483 410
Samtals 724 785 801 1045 1035 999 908 970 749 899 827

Tafla 4.
Klamydía – konur
Á 10.000 íbúa
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 9 19 13 4 20 9 9 9 5 10 5
1–4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
5–9 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
10–14 8 8 10 13 13 4 8 2 2 2 1
15–19 340 378 390 511 466 442 374 417 271 380 383
20–24 318 320 298 383 422 424 407 423 372 398 338
Samtals 135 145 145 188 186 180 164 174 134 162 149

    Tilkynningum til sóttvarnalæknis um lekanda fjölgaði nokkuð upp úr 2005. Framan af var nýgengi sjúkdómsins sambærilegt hjá báðum kynjum en frá 2013 hefur lekandatilfellum meðal karlmanna fjölgað mjög en einungis lítillega meðal kvenna, eins og kemur fram í töflum 5, 6, 7 og 8. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Meðalaldur þeirra sem greindust á árinu 2016 var 24 ár (15–55 ár) hjá báðum kynjum, en karlar voru í miklum meiri hluta. Talið er að smit tengist samkynhneigð í yfir 70% tilfella. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára og það sama á við um konur. Lekandi er afar fátíður meðal þeirra sem eru undir 15 ára aldri, en árin 2007 og 2008 greindist lekandi hjá þremur stúlkum í aldurshópnum 10–14 ára og árið 2015 greindist sjúkdómurinn hjá einu barni undir eins árs aldri.

Tafla 5.
Lekandi – karlar
Fjöldi tilfella
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 1
1–4
5–9
10–14
15–19 5 2 6 1 1 1
20–24 11 9 6 7 1 7 3 3 3 16 20
Samtals 11 14 8 13 2 7 4 4 4 16 20

Tafla 6.
Lekandi – karlar
Á 10.000 íbúa
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 0 0 0 0 0 0 0 4 0 0 0
1–4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
5–9 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
10–14 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
15–19 0 4 2 5 1 0 1 0 1 0 0
20–24 10 8 5 6 1 6 2 2 2 12 16
Samtals 2 2 1 2 0 1 1 1 1 3 3

Tafla 7.
Lekandi – konur
Fjöldi tilfella
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1
1–4
5–9
10–14 2 1
15–19 3 4 10 4 1 1 1
20–24 7 9 10 6 2 2 1 4 4 1 7
Samtals 10 15 21 10 2 3 1 5 5 1 7

Tafla 8.
Lekandi – konur
Á 10.000 íbúa
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
1–4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
5–9 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
10–14 0 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0
15–19 3 4 9 3 0 1 0 1 1 0 0
20–24 7 8 9 5 2 2 1 3 3 1 6
Samtals 2 3 4 2 0 1 0 1 1 0 1

    Síðastliðinn áratug greindust 1–7 einstaklingar árlega með sárasótt á Íslandi. Skyndileg aukning varð á sárasóttartilfellum hér á landi árið 2014 eins og sést í töflum 9, 10, 11 og 12. Á árinu 2016 greindust 33 tilfelli af sárasótt en árin 2014 og 2015 greindust 23 tilfelli hvort árið um sig. Af þeim sem greindust með sjúkdóminn árið 2016 voru 88% karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum körlum líkt og árin á undan. Af þeim sem yngri eru en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára og það sama á við um konur. Enginn karlmaður greindist undir 20 ára aldri á tímabilinu en ein kona greindist í aldurshópnum 15–19 ára árið 2009 og önnur stúlka í aldurshópnum 10–14 ára greindist árið 2010.

Tafla 9.
Sárasótt – karlar
Fjöldi tilfella
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1
1–4
5–9
10–14
15–19
20–24 1 1 2 2 3
Samtals 0 0 0 1 0 1 0 2 0 2 3

Tafla 10.
Sárasótt – karlar
Á 10.000 íbúa
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
1–4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
5–9 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
10–14 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
15–19 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
20–24 0 0 0 1 0 1 0 2 0 2 2
Samtals 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1

Tafla 11.
Sárasótt – konur
Fjöldi tilfella
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1
1–4
5–9
10–14 1
15–19 1
20–24 1 3 1 1 3 2
Samtals 1 0 0 4 2 0 1 3 0 2 0

Tafla 12.
Sárasótt – konur
Á 10.000 íbúa
Aldur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
1–4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
5–9 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
10–14 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0
15–19 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0
20–24 1 0 0 3 1 0 1 3 0 2 0
Samtals 0 0 0 1 0 0 0 1 0 0 0

    Kynfæravörtur af völdum HPV eru ekki tilkynningarskyldar hér á landi. Þær eru hins vegar skráningarskyldar sem þýðir að safnað hefur verið tölfræðilegum upplýsingum frá heilsugæslustöðvum frá árinu 2011, eins og sést í töflum 13, 14, 15 og 16. Greining á kynfæravörtum undir 25 ára aldri er algengust í aldurshópnum 20–24 ára meðal karla og var einnig hæst í þeim aldurshópi meðal kvenna árið 2011. Sú marktæka breyting hefur þó orðið á að dregið hefur verulega úr kynfæravörtum meðal kvenna eftir árið 2011 en þá hófst almenn bólusetning gegn leghálskrabbameini af völdum HPV hjá stúlkum við 12 ára aldur. Þótt bóluefnið gegn HPV sem veldur leghálskrabbameini beinist að öðrum HPV-veirum en þeim sem valda vörtum er vitað að áhrif bóluefnisins ná líka til vörtuveiranna. Kynfæravörtur eru afar sjaldgæfar hjá einstaklingum undir 15 ára aldri.

Tafla 13.
Kynfæravörtur – karlar
Fjöldi tilfella
Aldur 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1
1–4 1
5–9 1 1
10–14
15–19 40 37 34 28 27 30
20–24 128 143 117 95 95 97
Samtals 169 181 151 123 122 128

Tafla 14.
Kynfæravörtur – karlar
Á 10.000 íbúa
Aldur 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 0 0 0 0 0 0
1–4 0 0 0 0 0 1
5–9 1 1 0 0 0 0
10–14 0 0 0 0 0 0
15–19 34 31 29 25 24 27
20–24 105 115 93 74 74 76
Samtals 29 31 26 21 21 22


Tafla 15.
Kynfæravörtur – konur
Fjöldi tilfella
Aldur 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1
1–4 1
5–9 1
10–14 3 1
15–19 99 76 52 60 37 39
20–24 126 78 65 66 53 48
Samtals 229 154 118 126 90 88

Tafla 16.
Kynfæravörtur – konur
Á 10.000 íbúa
Aldur 2011 2012 2013 2014 2015 2016
<1 0 0 0 0 0 0
1–4 1 0 0 0 0 0
5–9 0 0 0 0 0 1
10–14 3 0 1 0 0 0
15–19 88 68 47 55 34 36
20–24 108 66 54 54 44 40
Samtals 41 28 21 23 16 16