Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 651  —  128. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Í stað orðanna „8. og 9. gr.“ í a-lið 1. mgr. 1. gr. komi: 7.–10. gr.
     2.      Orðið „farnar“ í lokamálslið 12. tölul. 3. gr. falli brott.
     3.      6. mgr. 4. gr. falli brott.
     4.      Í stað orðsins „staðfestu“ í 4. tölul. 1. mgr. 5. gr. komi: starfsstöð.
     5.      Við 6. mgr. 7. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ökutæki sem notuð eru í reglubundnum farþegaflutningum verða ekki bundin skilyrðum hvað varðar stærð með tilliti til fjölda farþega.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Á undan orðunum „og akstur skólanemenda“ í 2. málsl. komi: ferðaþjónusta fatlaðs fólks í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ökutæki sem notuð eru í sérstökum reglubundnum farþegaflutningum verða ekki bundin skilyrðum hvað varðar stærð með tilliti til fjölda farþega.
     7.      Á eftir 9. gr. komi ný grein sem orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Ferðaþjónustuleyfi.

                 Samgöngustofu er heimilt að veita sérstakt leyfi til farþegaflutninga í ferðaþjónustu, enda þótt notaðar séu bifreiðar sem rúma færri farþega en níu. Skilyrði slíks leyfis er að það sé notað í tengslum við ferðaþjónustu og skal umsækjandi hafa rekstrarleyfi annaðhvort sem ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrifstofa. Þjónustan skal veitt samkvæmt gjaldi sem er birt eða auglýst fyrir fram, eigi skemur en sem hálfsdagsferð eða sem hluti af annarri viðurkenndri ferðaþjónustu, þ.m.t. flutningur farþega til og frá sérhæfðri afþreyingu sem er hluti af ferðaþjónustu.
                 Ökutæki ferðaþjónustuleyfishafa skulu vera merkt rekstraraðila.
                 Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um skilyrði fyrir veitingu ferðaþjónustuleyfis, svo sem um eiginleika ökutækja, nauðsynlegan búnað og sérstakar merkingar og um undanþágur frá skilyrðinu um merkingar ökutækja.
     8.      2. mgr. 11. gr. (er verði 12. gr.) falli brott.
     9.      Í stað orðsins „Gjald“ í 5. tölul. 1. mgr. 12. gr. (er verði 13. gr.) komi: Kostnað.
     10.      Við 15. gr. (er verði 16. gr.).
                  a.      1. og 2. mgr. orðist svo:
                      Sveitarstjórnum, byggðasamlögum eða landshlutasamtökum sveitarfélaga sem njóta einkaréttar skv. 7. gr. er heimilt að fela reglubundna farþegaflutninga rekstraraðila sem er alfarið í eigu og undir stjórn viðkomandi einkaréttarhafa. Ráðherra setur í reglugerð nánari skilyrði um þessa heimild.
                      Sveitarstjórnir, byggðasamlög eða landshlutasamtök sveitarfélaga sem njóta einkaréttar skv. 7. gr., sem nýta ekki þá heimild sem getið er í 1. mgr., skulu bjóða út rekstur reglubundinna farþegaflutninga á viðkomandi svæði. Skulu útboð að jafnaði fara fram á fimm ára fresti en eigi sjaldnar en á tíu ára fresti. Fara skal um útboð samkvæmt ákvæði þessu eftir ákvæðum laga um opinber innkaup eftir því sem við á. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd og fyrirkomulag útboða.
                  b.      Í stað orðanna „skilyrði 1. mgr.“ í 3. mgr. komi: skilyrði 2. mgr.
     11.      Orðin „og rekstrarlega hagkvæman“ í b-lið 2. mgr. 18. gr. (er verði 19. gr.) falli brott.
     12.      Við 29. gr. (er verði 30. gr.).
                  a.      Orðin „eða fangelsi allt að tveimur árum“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „ökutækja“ í 4. tölul. 1. mgr. komi: bifreiða.
                  c.      Á eftir 4. tölul. 1. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: 10. gr. um ferðaþjónustuleyfi.
                  d.      Orðin „eða fangelsi“ í 3. mgr. falli brott.
                  e.      Fyrirsögn orðist svo: Sektir.
     13.      Í stað dagsetningarinnar „1. febrúar 2017“ í 1. mgr. 34. gr. (er verði 35. gr.) komi: 1. júní 2017.