Ferill 483. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 675  —  483. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kjarasamninga kennara.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver er árlegur kostnaður af nýlegum kjarasamningum kennara, skipt eftir viðsemjendum (kjarasamningum) og skólum?
     2.      Hver er árleg sparnaðar- og hagræðingarkrafa hvers kjarasamnings kennara og hvernig skiptist hann eftir viðsemjendum (kjarasamningum) og skólum?
     3.      Hverjar eru árlegar reiknaðar launabætur og aðrar greiðslur ríkissjóðs til greiðslu kostnaðarhækkana sem í samningunum felast eftir kjarasamningum og skólum?
     4.      Hverjar eru ástæður þess að skólastjórnendur telja sig ekki fá þær launabætur sem kjarasamningar fela í sér að þeirra mati og hver telur ráðherra að sé ástæðan fyrir mismunandi túlkun hans og skólastjórnenda á fjárhæð bótanna?
     5.      Hver er mismunurinn á árlegum launabótum sem skólastjórnendur telja sig eiga að fá, skipt eftir kjarasamningum og skólum, og þeim bótum sem ríkissjóður hefur greitt þeim og mun greiða á samningstímanum?
     6.      Hve háum fjárhæðum nema árleg framlög til skóla- og námsþróunar, skipt eftir kjarasamningum, öðrum ákvarðandi þáttum og skólum?
     7.      Telur ráðherra að þær áherslur sem markaðar eru í kjarasamningum kennara séu til þess fallnar að þróa og bæta skólastarf í samræmi við menntastefnu stjórnvalda? Ef svo er ekki, hvað vantar upp á?


Skriflegt svar óskast.