Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 684  —  228. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um skuldastöðu heimilanna og fasteignaverð.


     1.      Hvað má gera ráð fyrir að afskriftir húsnæðisskulda nemi háu hlutfalli og fjárhæðum af batnandi skuldastöðu heimilanna? Hvað má gera ráð fyrir að „leiðréttingin“ vegi þar þungt? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum.
     2.      Hver hefur hækkun fasteignaverðs verið í einstökum landshlutum frá árinu 2008?


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Heimild: Þjóðskrá Íslands.

     3.      Hvað telur ráðherra einkum skýra batnandi skuldastöðu heimilanna annað en hækkun húsnæðisverðs? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum.
    Líkt og sjá má í eftirfarandi töflu frá Hagstofu Íslands drógust heildarskuldir heimila á móti eignum töluvert saman frá árinu 2010 þegar þær náðu hámarki í 56%. Aðrar skuldir en íbúðalán hafa dregist umtalsvert saman á sama tíma og eignir hafa aukist. Þarna er um að ræða fjárhagsskuldbindingar eins og ökutækjalán, ýmis framkvæmdalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Eigið fé alls jókst um rúmlega 1.384 milljarða kr. frá 2010 til 2015, eða um 88,5%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitalan um tæp 18%.
    Ef eingöngu er skoðaðar skuldir vegna íbúðalána þá batnaði skuldastaðan umtalsvert á umræddu tímabili og eigið fé í fasteign fór úr tæpum 50% árið 2010 í rúm 65% árið 2015. Á sama tíma hafa íbúðaskuldir á nafnvirði nánast staðið í stað en verðmæti fasteigna, sem hér miðast við fasteignamat, hækkaði um tæplega helming. Hækkandi fasteignaverð vegur því þungt í batnandi eiginfjárstöðu heimila á þessu tímabili en aðrar eignir hafa sömuleiðis hækkað. Á sama tíma hafa skuldir dregist saman á nafnvirði og þar af aðrar skuldir en íbúðalán um rúm 20%. Gögn um þróun skulda og eigna fyrir einstaka landshluta liggja ekki fyrir.
    Sambærileg gögn fyrir árið 2016 liggja ekki fyrir en gera má ráð fyrir áframhaldandi þróun í átt að lægra skuldahlutfalli heimila og hærra eigin fé í fasteign á sl. ári. Líkt og sjá má í svari við 2. lið fyrirspurnarinnar hér á undan hækkaði meðalkaupverð á fermetra víðast hvar á á árinu auk þess sem bráðabirgðatölur þjóhagsreikninga gera ráð fyrir umtalsverðum hagvexti á árinu og auknum ráðstöfunartekjum sem gerir heimilum unnt að greiða niður skuldir en geta sömuleiðis ýtt undir nýjar og auknar lántökur.
    Nýútgefnar ársfjórðungstölur Þjóðskrár Íslands sýna áframhaldandi hækkun á fyrsta ársfjórðungi 2017 og þar af rúmlega 20% hækkun á höfuðborgarsvæðinu á milli ára. Taka skal umtalsverða hækkun á fermetraverði í fjölbýli á Reykjanesi og Austurlandi með varúð en meðalverð 1. ársfjórðungs 2016 er óvenju lágt og til að mynda mun lægra en meðalverð ársins 2015. Þetta lága meðalverð 1. ársfjóðungs 2016 á Reykjanesi skýrist af því að meðalverð sveiflast oft nokkuð á milli ársfjórðunga þegar fáir samningar standa á bak við útreikningana.
    Spár gera ráð fyrir áframhaldandi sterkum hagvexti á árinu og áframhaldandi styrkingu á gengi krónunnar. Spár gera auk þess ráð fyrir áframhaldandi litlu atvinnuleysi, hækkun á launavísitölu með auknum ráðstöfunartekjum og kaupmætti heimila. Það má því gera ráð fyrir að þróun undanfarinna ára muni halda áfram og skuldahlutfall heimila muni áfram dragast saman og eigið fé í fasteignum aukast.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Skuldir heimila eru oft sömuleiðis skoðaðar í samanburði við til að mynda verga landsframleiðslu og/eða ráðstöfunartekjur. Skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu náði hámarki árið 2009 en hafa dregist saman jafnt og þétt á undanförnum árum og má gera ráð fyrir enn lægra hlutfalli á síðasta ári þar sem bráðabirgðatölur benda til umtalsverðs hagvaxtar á árinu. Þessi batnandi staða skýrist hvort tveggja af góðum hagvexti á undanförnum árum og lægri skuldum á nafnvirði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum (tekjur heimila alls – skattar) náði hámarki árið 2010 en hafa sömuleiðis dregist saman jafnt og þétt á undanförnum árum. Má gera ráð fyrir að hlutfallið á síðasta ári sé sambærilegt og árið 2007 þar sem bráðabirgðatölur gera ráð fyrir góðum vexti í ráðstöfunartekjum á sl. ári. Líkt og með fyrra hlutfallið skýrist batnandi staða hvort tveggja af auknum ráðstöfunartekjum og lægri skuldum á nafnvirði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heimild: Hagstofa Íslands.