Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 763  —  527. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um væntanlegar breytingar á EES-samningnum.

Frá Dóru Sif Tynes.


     1.      Hvenær væntir ráðherra þess að viðræður um uppsögn Breta á EES-samningnum skv. 127. gr. samningsins hefjist?
     2.      Hafa EFTA-ríkin rætt um sameiginleg samningsmarkmið vegna væntanlegra breytinga á EES-samningnum við uppsögn Breta?
     3.      Hafa EFTA-ríkin rætt hvert hlutverk EFTA-skrifstofunnar verður í slíkum viðræðum?
     4.      Liggur fyrir mat á starfsmannaþörf EFTA-skrifstofunnar vegna þessa verkefnis, t.d. með tilliti til breytinga sem nauðsynlegt er að gera á EES-samningnum?


Skriflegt svar óskast.