Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 789  —  540. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um íbúðir og íbúðarhús án íbúa.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Í hversu mörgum íbúðum og íbúðarhúsum eru engir íbúar skráðir til lögheimilis, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     2.      Hversu margar íbúðir og íbúðarhús, sem hafa enga skráða íbúa, eru nýtt sem gististaður eða fyrir heimagistingu, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     3.      Hversu margar íbúðir og íbúðarhús í eigu lögaðila eru án skráðra íbúa, sundurliðað eftir sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.