Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 838  —  558. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um samskipti og verðmat við sölu á landi Vífilsstaða.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Hvaða gögn eru varðveitt í skjalasafni ráðuneytisins um samskipti ríkisins, Garðabæjar og matsmanna varðandi sölu á landi Vífilsstaða til Garðabæjar samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var í apríl sl.? Óskað er eftir afriti af þessum gögnum og öllum samskiptum nefndra aðila.
     2.      Við hvaða opinberu viðmið var stuðst við gerð matsins?
     3.      Var leitað til fleiri matsmanna eða aðila en þeirra sem unnu það að lokum?
     4.      Hvað kostaði verðmatið?


Skriflegt svar óskast.