Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 871  —  402. mál.
Breyttar tölur. Greinargerð.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun
fyrir árin 2018–2022.


Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (BjG).


    1.     Við töfluna Fjárstreymisyfirlit fyrir A-hluta ríkissjóðs árin 2018–2022. Undir fyrirsögninni Heildartekjur komi nýr liður, svohljóðandi:

Milljarðar kr. 2018 2019 2020 2021 2022
Ýmsar skatt- og eignatekjur
53,4 63,5 69,3 72,3 75,4

    2.     Við töfluna Heildarútgjöld málefnasviða árin 2018–2022 og töfluna Útgjaldarammar málefnasviða árin 2018–2022. Við bætist nýtt málefnasvið, svohljóðandi:

Millj. kr. 2018 2019 2020 2021 2022
35 Ýmis útgjöld
42.000 51.379 63.207 68.126 70.276

Greinargerð.

    Eigi fjármálaáætlun fyrir árin 2018–2022 að þjóna markmiðum um eflingu mikilvægra innviða, m.a. uppbyggingu á sviði heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála, gefa færi á bættum kjörum öryrkja og aldraðra og umbótum í húsnæðis- og fjölskyldumálum þarf að stækka útgjaldaramma hennar og auka tekjur á móti. Hér er lögð til nokkru meiri tekjuöflun en nemur aukningu útgjalda, einkum framan af tímanum. Það leiðir til meiri afgangs af rekstri ríkissjóðs sem nemur um 0,5% af vergri landsframleiðslu fyrstu tvö ár tímabilsins en nokkru minna eftir það. Þessi áhersla gegnir þeim mikilvæga hagstjórnarlega tilgangi að vinna gegn þenslu og styrkingu gengis gjaldmiðilsins sem auðveldar lækkun vaxta.
    Sökum þess hversu óljósar forsendur eru í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og plaggið ógagnsætt telur 1. minni hluti óhjákvæmilegt að í stað sundurliðaðra útgjalda í núverandi áætlun verði ramminn allur stækkaður til að koma til móts við verulega þörf. Síðan verði unnið að útfærslu á ráðstöfun rammans samhliða vinnu að fjárlagafrumvarpi sem taki mið af útgjaldaþörfinni.