Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 150  —  92. mál.
Munnlegt svar.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um endurskoðun samgönguáætlunar.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hyggst ráðherra leggja fyrir Alþingi endurskoðaða samgönguáætlun hvað árið 2017 snertir í ljósi þess að verulega vantar upp á að fjárheimildir í fjárlögum séu í samræmi við samþykkta þingsályktun um samgönguáætlun nr. 65/145 frá 12. október 2016?
     2.      Verði ekki leitað samþykkis Alþingis fyrir breytingum á gildandi samgönguáætlun, hvaða lögum eða stjórnvaldsheimildum verður þá beitt til að velja þau verkefni sem fá framgang á árinu 2017 og hver ekki?
     3.      Hefur ráðherra lagt til eða hyggst hann leggja til að aukið verði við fjárheimildir Vegagerðarinnar í fjáraukalögum?