Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 36  —  36. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um vistun barna með fötlun.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig er háttað eftirliti ráðherra skv. 3. gr. laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með vistun fatlaðra barna sem ekki eru vistuð samkvæmt barnaverndarlögum?
     2.      Ef ekki er haft beint eftirlit með vistun barna með fötlun af hálfu ráðuneytisins, hefur þá öðrum verið falið að annast það eftirlit eða verið gengið úr skugga um að eftirlit sé til staðar?
     3.      Við hvaða aðstæður búa umrædd börn, hve mörg börn eru vistuð á sama stað og eru þau vistuð með fullorðnu fólki?
     4.      Hver er aldur þeirra barna sem eru vistuð?
     5.      Hvaða önnur úrræði hafa staðið foreldrum vistaðra barna til boða áður en til vistunar þeirra kom?
     6.      Hvaða fagaðilar koma að ákvörðun um vistun barna og hvaða fagaðilar annast umönnun þeirra?
     7.      Telur ráðherra, m.a. í ljósi skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli og tillagna vistheimilanefndar, að núverandi fyrirkomulag á vistun barna með fötlun hér á landi sé viðunandi?


Skriflegt svar óskast.